Færsluflokkur: Bloggar

Vonbrigði á ferðalagi !

Á ferð minni um Vestfirði í síðustu viku kom í ljós að farsímasamband hefur ekkert breyst, þó svo Síminn EHF. hafi skuldbundið sig til að koma á sambandi þar sem það er ekkert. Þetta er bara ekki í lagi það er nú árið 2007.

Flest allir malarvegir á Vestfjörðum eru bara eins og þvottabretti og allur ofaníburður löngu farinn og eftir standa grjótnibbur og egggrjót upp úr þessum svo kölluðum vegum. og lausamölin í haugum í vegköntunum.

Á Barðaströndinni tók síðan steininn úr og eftir að hafa farið ákveðna kafla þar á hraða snigils endaði maður í Bjarkarlundi þar sem búið er að gera mikla andlitslyftingu á veitingasal. Þarna virtist líka vera afbragðsþjónusta en rétt eftir að við sem vorum þrjú höfðum fengið sæti og beið spenntur eftir bleikju og lambasnitsel ,fylltist veitingarsalurinn af fólki. Þegar flestir sem komu á eftir okkur voru búnir að fá matinn sin, spurði ég um matinn okkar og var sagt að maturinn væri alveg að koma.

Það voru liðnar rúmar 40 mínúndur þegar maturinn loksins kom og voru þá bleikjurnar gegnum þurrar og seigar og snitselið bara óætt seigt og brent minnti helst á skósóla. Okkur var boðið annar matur sem við afþökkuðum höfðum bara ekki lengri tíma og langlundargeð mitt var bara búið og við yfirgáfum þennan stað svöng, rykug og leið og ákveðin í því að koma ekki þangað aftur.

Við gistum síðan á Laugum og fengum að borða þar mjög góðan mat. Og gátum þvegið þar af okkur Vestfjarða rykið. Og tekið gleði okkar á ný.

Það fannst mer gott.

 

 

 


Vestfirðir eru náttúruperla jafnvel í rykmekki ómalbikaðra vega !

Ég fór í viku ferðalag um Vestfirði, í góðu veðri mikilli fjallasýn en það vantaði bara hlýindin.

Samt var þetta bara yndislegt ja og þó.......

Það setti samt að mér ótrúlega hræðslu á sumum vegköflum, sem eingöngu virðast gerðir fyrir litla bíla, þegar ég mætti jeppum með aftaníhýsi  og öðrum farartækjum sem voru með vegbreidd ,sem tóku allan veginn og þjösnuðu sér fram hjá mér t.d. á veginum út á Látrabjarg þar sem ég var út á brúninni. Já það var ekki gleðistund fyrr en maður var kominn upp á stæðið á bjarginu. Og vissi að maður yrði við bjargið á leiðinni til baka.

Þá var alveg svakalegt að lenda í því þar sem malbik er bara í miðjunni en lausamöl, holur og grjót út í vegköntunum , en þangað þurfti maður að víkja þegar maður var að mæta þessum bílum sem voru með vegbreidd og aftaníhýsi í sömu breidd og varla hægðu á sér.

Ég vil að það verði bannað að fara um þessa vegi á ökutækjum sem eru með vegbreidd eða meir og með aftanívagna í sömu breidd , eins og gert ofan í t.d. Mjóafjörð .

Þetta endar bara með alvarlegu slysi ef ekki verður tekið í taumanna strax.

Það finnst mér.


Sumarfrí eða skoðunarferð ?

Já nú bara fer maður í smá frí helst vil ég fara vestur,bara til að sjá þessa verstfirsku þorp og bæi áður en þeir verða draugabæir.Því það skeður ef ekki verður nein atvinna þar.Eftir að sjávarútvegsfyrirtækin loka hvert af öðru.Eða ef veðrið verður ómögulegt þar fer maður bara austur til að skoða þennan óskapnað, sem er þar að rýsa inn í fjörðum og upp á hálendinu.

Og draga andan í hreinu súrefnu áður en maður þarf að fara þar um með súrefnisgrímur vegna mengunnar.

Eða maður fer bara í Þjóðgarðinn Þingvelli til að líta barrtrén áður enn þau verða felld.

Það er mikið sem hægt er að gera og skoða áðir en það er eyðilagt.

Þetta verða svona tíu dagar sem ég hef til að skoða þessa áhugaverðu staði.

Þetta finnst mér ég þurfi að gera


Verða það Íslendingar, sem koma á friði í Miðausturlöndum ?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er í opinberi heimsókn i Miðausturlöndum. Og eftir fréttum að dæma hafa ráðamenn í Ísrael og Plaestínu sýnt heimsókninni mikinn áhuga. Það væri bara frábært ef fyrsta opinbera heimsókn Ingibjargar Sólrúnar yrði að sögulegri stund í friðarferli þessara stríðandi þjóða.

Nú er lag sagði einhver enn hvað er lag? Hafa ekki ýmsar þjóðir reynt að sætta þessar þjóðir ? Hvers vegna við Íslendingar núna ? Hvaða tímapuntur er núna? En það væri bara frábært ef okkur tækist að koma á friði þarna.

Það finnst mér


Neikvæð og hlægileg mótmæli !

Mér finnst þessi mótmælahópur sem hefur verið að mótmæla stóriðju að undanförnu ekki vita hverju hann er að mótmæla. Mjög handahófskendar yfirlýsingar og reyndar bara bull kemur frá þessum einstaklingum.

Þeir hlekkjuðu sig á veg að járnblendissverksmiðjunni ,sem ekki var notaður og klifrðu upp í krana sem var bara lagt og hafði engin áhrif. Ég held að þetta fólk ætti bara að fara heim til sín og mótmæla mengun og stóriðju heima hjá sér.

Eða bara senda þetta fólk úr landi og aldrei að lofa því að koma aftur.

Þeir gera sig bara að fíflum með svona framkomu við að brjóta lög.

Þetta finnst mér.


Stimplaleikir olíufélaganna, bara grín olíufélaganna ?

Það hefur marg oft komið fyrir hjá mér að ég hef látið stimpla í æfintýralandið hjá olís og vegabréfið hjá N1 að hlutir sem þú átt að fá eru ekki til.

 Mér er í sjálfu sér alveg sama  hvort ég fái eitthvað, en það eru aðrar litlar verur sem hafa mjög gaman af þessu og verða fyrir gýfurlegum vonbrigðum þegar þau fá svona svör " þetta er ekki til " næsti gjörðu svo vel.

Hverskonar leikir eru þetta ef ákveðinn hlutur er ekki til hvers vegna er ekki rétt fram eitthavð annað til lítilla handa.

Þetta finnst mér að þurfi að laga

 


Vegaframkvæmdir við útivistarperlur og ferðamannaleiðir eru nær engar !

Það er bara mikið mildi að ekki eru fleiri slys en raun ber vitni á malarvegum á landsbyggðinni og í námunda við þéttbýliskjarna. Það er nær ófyrirgefanlegt að ekki skuli vera búið að malbika þá vegi, sem liggja að útivistarperlum,áningarstöðum og náttúruperlum. Og það vantar betri merkingar og viðvaranir til fólks á ferðalögum.

Þá er ég t.d. að tala um veginn um Grafning og að Nesjavallavirkjun, að Dettifossi, um Heiðmörk, frá Flúðum  að Biskupstungum og Hrunamannahreppinn að Hruna, Lyngdalsheiðina,Snæfellsnes og niður að Búðum,niður í Reynisfjöru, og vegina fyrir vestan sem er bara sér kafli,og vegina Asturlandi niður á alla firði. Og það eru ónefndir fjöldi vega að Íslenskum náttúruperlum

Þessi vegamál  á Íslandi eru bara ekki alveg í takt við þá aukningu ferðamanna, sem um vegina fara.

Það er ekki hægt að skella skuldinni eingöngu á ferðamennina þegar slys verða eins og lögreglumaður á Suðurlandi gerði eftir slys í Grafningi um daginn að mínu mati eru vegirnir sökudólgarnir ef það þarf að setja þetta svona upp.

Það finnst mér.


Þetta hef ég alltaf sagt líka, ég er alveg sammála Jóhönnu Sigurðardóttur

Um ríkið í ríkinu, Seðlabankinn, sem einu sinni var skúffa í skrifborði hjá fyrrum Landsbanka Íslands.

En er nú örðið eitthvað skrímsli, sem er að eyðileggja Íslenskt þjóðfélag og atvinnulíf.

Það á að leggja Seðlabankann niður og senda þessa seðlabankastjóra heim á biðlaun og endur vekja Þjóðhagsstofnun sem veitti mjög gott aðhald að stjórnmálamönum og hagkerfinu forðum.

Það var einmitt núverandi Seðlabankastjóri sem lagði Þjóðhagstofnun niður, stofnunin var með óþægilegar ábendingar og viðvaranir til ríkstjórnar Davíðs Oddssonar á sínum tíma.

Við náum ekki tökum á verðbólgu fyrr en Seðlabankinn hættir að skipta sér af Íslenska hagkerfinu.

Þetta finnst mér.


Ég sagði allt sem ég þurfti að segja í þættinum" í bítið" föstudaginn 13.júlí 2007

Spurt var um hvort Geitungar væru hættulegir. Svarið er Já.

Spurt var um Veggjalúsina á Efri - Brú og mér finnst menn hafi farið offari þar.

Annars er best að fara á Bylgjuna og spila upptökunna. Og menn geta síðan dæmt sjálf hvað um er að vera.

Það finnst mér.


Hræðsluáróður og hugsanaleysi !

Ég held áfarm umfjöllun minni um Veggjalúsina á Efri-Brú (Birginu). Ég tel að menn hafi farið offörum í umfjöllun um Veggjalúsina sem fannst  Efri-Brú.

Auðvitað er þetta skelfilegt meindýr og getur verið ansi snúið að uppræta hana.

En fullyrðingar um matmálstíma dýrsins frá kl. þetta til kl. þetta er bara bull, það hefur engan sérstakan matmálstíma, fólk hefur verið stungið um miðjan dag þegar það hefur fengið sér blund eftir hádegi. og líka á nóttinni. Þegar fólk legst upp í rúm skynjar dýrið hitan frá líkamanum og fer á stað.

Það er líka alveg út í hött að vera að segja fólki að taka upp úr töskum útí garði eða úti á plani, þarf þá ekki að pakka ofaní töskurnar úti í garði eða út á plani. Við höfum verið að ferðast all lengi

Ef menn eru svo óheppnir að taka með eitthvað dýr í töskum,eða farangri hefur hingað til verið nægjanlegt að ráðast á meinsemdina eftir að komið er heim.

Fullyrðingar um að ekkert eitur sé til sem drepur veggjalúsina, er bara bull menn eru að nota eitur við góðan árangur Sunnanlands og fyrir norðan.

Aftur á móti er frysting ekki að virka nema 60-70 %, þessi Sænska aðferð hentar ekki nema í mjög takmörkuðum stöðum. Auðvitað þarf að henda rúmum og húsgögnum á Efri-Brú því að frysti græjurnar ,sem notaðar eru þarna ,geta ekki fryst efni, sængur eða rúm.

Fullyrðingar um 100 tilfelli á ári og aukningu er bara ekki rétt heldur, það hefur engin veggjalús fundist á Ísafirði, Egilstöðum eða á Austurlandi og er nú einn stæsti hópur innflytjenda á því svæði.Engin veggjalús hefur fundist á Reykjanessvæðinu.

Engin tilfelli Í Vestmannaeyjum eða Hornafirði. Tvö tilfelli á Vesturlandi, eitt tilfelli á Suðurlandi og núna á Efri-Brú og  þrjú tilfelli á Reykjavíkursvæðinu. Þetta gætu verið 10 - 15 tilfelli á árinu á öllu landinu ekki meira.

En svo kemur fram maður sem segist hafa fengið 100 tilfelli um allt land. Hvað segir þetta. Hverskonar ábyrgðarleysi er þetta að setja svona alvarlega hluti í gang.

Hann segir síðan að lúsin smitist auðveldlega á milli híbýla og manna

Þessi uppá koma  að Efri-Brú er bara sýndar- og sölumennska af verstu og lélegustu gerð og ekki viðkomandi til framdráttar.

Þetta finnst mér.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 83864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband