Hræðsluáróður og hugsanaleysi !

Ég held áfarm umfjöllun minni um Veggjalúsina á Efri-Brú (Birginu). Ég tel að menn hafi farið offörum í umfjöllun um Veggjalúsina sem fannst  Efri-Brú.

Auðvitað er þetta skelfilegt meindýr og getur verið ansi snúið að uppræta hana.

En fullyrðingar um matmálstíma dýrsins frá kl. þetta til kl. þetta er bara bull, það hefur engan sérstakan matmálstíma, fólk hefur verið stungið um miðjan dag þegar það hefur fengið sér blund eftir hádegi. og líka á nóttinni. Þegar fólk legst upp í rúm skynjar dýrið hitan frá líkamanum og fer á stað.

Það er líka alveg út í hött að vera að segja fólki að taka upp úr töskum útí garði eða úti á plani, þarf þá ekki að pakka ofaní töskurnar úti í garði eða út á plani. Við höfum verið að ferðast all lengi

Ef menn eru svo óheppnir að taka með eitthvað dýr í töskum,eða farangri hefur hingað til verið nægjanlegt að ráðast á meinsemdina eftir að komið er heim.

Fullyrðingar um að ekkert eitur sé til sem drepur veggjalúsina, er bara bull menn eru að nota eitur við góðan árangur Sunnanlands og fyrir norðan.

Aftur á móti er frysting ekki að virka nema 60-70 %, þessi Sænska aðferð hentar ekki nema í mjög takmörkuðum stöðum. Auðvitað þarf að henda rúmum og húsgögnum á Efri-Brú því að frysti græjurnar ,sem notaðar eru þarna ,geta ekki fryst efni, sængur eða rúm.

Fullyrðingar um 100 tilfelli á ári og aukningu er bara ekki rétt heldur, það hefur engin veggjalús fundist á Ísafirði, Egilstöðum eða á Austurlandi og er nú einn stæsti hópur innflytjenda á því svæði.Engin veggjalús hefur fundist á Reykjanessvæðinu.

Engin tilfelli Í Vestmannaeyjum eða Hornafirði. Tvö tilfelli á Vesturlandi, eitt tilfelli á Suðurlandi og núna á Efri-Brú og  þrjú tilfelli á Reykjavíkursvæðinu. Þetta gætu verið 10 - 15 tilfelli á árinu á öllu landinu ekki meira.

En svo kemur fram maður sem segist hafa fengið 100 tilfelli um allt land. Hvað segir þetta. Hverskonar ábyrgðarleysi er þetta að setja svona alvarlega hluti í gang.

Hann segir síðan að lúsin smitist auðveldlega á milli híbýla og manna

Þessi uppá koma  að Efri-Brú er bara sýndar- og sölumennska af verstu og lélegustu gerð og ekki viðkomandi til framdráttar.

Þetta finnst mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 83843

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband