Stefna VG sveigð til, vegna möguleika á valdastólum !

Valdagræðgi VG er nú að koma betur og betur í ljós. Verið er að slá af helstu stefnumálum VG í ESB málinu.

VG er svo sannarlega að sýna takta fjórflokks í dag.

Stefna VG í Evrópusambandsmálum er þessi :

"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð lýsir stuðningi við hvers kyns friðsamlega baráttu fyrir félagslegu réttlæti án landamæra og jafnframt vilja sínum til að taka þátt í þeirri baráttu hérlendis sem erlendis"

Á síðsta Landsfundi VG var samþykkt áliktun :

"Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.  Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi."

Nú er verið að taka ákvarðanir þvert á stefnu VG með að hafna ekki alfarið aðeild að ESB eins og segir í stefnulýsingu á heima síðu VG er aðeild að ESB hafnað.

Nei núna skal bara setja í gang batterí til að finna ásættanlega leið inn í ESB, svo valdastólar í ríkistjórn gangi ekki eitthvað annað. eða að það verði mynduð önnur tegund af ríkistjórn.

Önnur mál eins og vandi heimilana og fyrirtækja. Flótti fólks úr landi og atvinnuleysið. Eru mál sem koma á eftir ESB.

Er ekki allt í lagi með þetta fólk í VG og Samfylkingunni sem situr í ríkistjórn.

Þetta finnst mér.


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þú hlýtur að vera skyggn. Það er nákæmlega ekkert sem liggur fyrir um að VG sé að gefa eftir í ESB málinu. Ég er nú ekki skyggn en spái sprengingu í vikunni.

Sigurður Sveinsson, 3.5.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef VG er raunverulega á móti inngöngu í Evrópusambandið þá tekur flokkurinn ekki þátt í að opna á slíka inngöngu með einum eða öðrum hætti. Þú opnar ekki á eitthvað sem þú ert á móti. Þá geturðu einfaldlega ekki talizt á móti því.Og sama á auðvitað sömuleiðis við um Sjálfstæðisflokkinn.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að fullveldið sé fyrir forystumönnum VG lítið annað en skiptimynt fyrir völd og ráðherrastóla.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurður.

Nei ég er ekki skygn.

En ég les það úr fréttum og viðtöum við þá sem eru að semja um ESB milli stjórnarflokkana að VG hafi bara lakari stöðu til samninnga um ESB.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 3.5.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Hjörtur.

Ég er sammála þér. Og ég trúi því reyndar ekki heldur að málstaður og stefna VG verði borin á torg sem skiptimint fyrir völd og ráðherradóm.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 3.5.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hægan, hægan! Hver segir að V.g. sé að slaka á í afstöðunni til inngöngu í ESB? Það mun enginn stjórnmálaflokkur geta ráðið því einn hvort farið verður í viðræður eða ekki. Ef þjóðin vill ganga í ESB þá væri það meira en lítill fasismi að ganga gegn því að um það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þó ég sé ekki gæddur neinni ófreskigáfu hef ég enga trú á því að sá samningur bjóðist sem þjóðin muni sameinast um og samþykkja.  Ég sé það ekki í stöðunni að stjórn þessa sundraða og næstum horfallna apparats sem ESB er í dag muni nú eyða miklu púðri í samninga við okkur á meðan þjóðin er klofin og andstöðuraddirnar háværari en lofsöngurinn.

Samfylkingin þetta pólitíska viðundur bætti við sig heilum 2 þingmönnum í kosningum þar sem stærsti andstæðingur hennar beið sögulegt afhroð á heimsmælikvarða. Það var nú allt og sumt. Það var nú allt ákallið um aðildarviðræður sem hver fjölmiðillinn af öðrum hefur túlkað svo dramatiskt sem raun ber vitni.

Magnaðasta og ósvífnasta tilraun til sögufölsunar sem ég hef séð hér á landi á allri minni tíð.

En nú biðja sjálfstæðismenn allar góðar vættir þess að ríkisstjórnin springi á þessu máli- en til hvers?

Er þeim svona umhugað um íslenskan þjóðarhag að þeir óski eftir sjórnarkreppu? Jú, merkisberi þeirra bað Guð að blessa íslensku þjóðina þegar hann rumskaði af sínum værðarblundi og komst að því að hann var búinn að sigla skútunni í strand. Þeir spiluðu "Hærra minn Guð til þin á meðan Titanic var að sökkva!"

Ætli sjálfstæðismönnum sýnist að ef upp úr samningaviðræðum vinstri flokkanna slitnar sé komið að Flokknum rifbrotnum, höltum og handarvana að leiða þjóðina út úr eyðimörkinni? 

Árni Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 17:56

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og eitt að lokum: Vinstri grænir eru eini stjórnmálaflokkurinn sem frá fyrstu tíð hefur staðið heill og óskiptur gegn innlimun Íslands í þetta bandalag. Þar hefur hann aldrei gefið neinn afslátt. Hverjum ætli sé betur treytandi til að gera það nú?

Látið hann í friði og biðjið þess að honum vegni sem best í þessari baráttu.

Árni Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 18:03

7 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Árni.

Ég er alveg sammála þér VG hefur staðið vörð um Ísland meðan aðrir hafa tekið þátt í að spila með í útrásinni og spillinguinni.

Það sem mér finnst verst er að maður er að sjá hjá þeim þennan mannlega breiskleika að vilja völd og halda völdum.

Svona merki um dómgreindarleysi eins og hjá ráðherranum sem var hafnað en gaf út yfirlýsingu að hún vildi samt fá að vera ráðherra áfram.

Ég held Árni að sú staða sem upp kom eftir kosningar eigi eftir að kosta VG miklar tilslakanir.

Það bíða nefnilega hrægammar við þröskuldinn hjá hinu pólitískaviðrini ef VG vill ekki koma á móts við þá.

Það er nefnilega einmitt þessi möguleiki sem þú nefnir með flokkinn rifbrotinn og höltum og handarvana að hann á sér alltaf framsóknarhækjuna til að styðja sig.

Það yrði nú aldeilis bandalag ef Samfylking,Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur minduðu saman bandalag og næstu ríkistjórn.

Þetta finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 3.5.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 83882

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband