Færsluflokkur: Matur og drykkur

Er hægt að grilla Ánamaðka ?

í  kreppuni kemur margt í ljós og fólk veltir ýmsu fyrir sér.

Um daginn fékk ég fyrirspurn á netfangið mitt um hvort hægt væri að grilla Ánamaðka ?

Já eða bara að nota köngulónar til matargerðar og tína þær af húsunum.Í staðin fyrir að eitra fyrir þeim.

Ég hélt fyrst að það væri eitthvað grín á ferðinni  en hringdi í viðkomandi þar sem símanúmer var uppgefið.

Svo var ekki, viðkomandi hafði lesið bókina mína sem ég gaf út 2004 og hafði áhuga á að kanna hvort einhver skordýr eða ormar væru æt á Íslandi.

Viðkomandi hafði búið í mörg á í annari heimsálfu þar, sem sjálfsagt var að borða orma og skordýr.

Meira segja sagði viðkomandi að á ákveðnum tíma hefði ein tegund af maurum fengið vængi um fengitíman og þá flykktist þusundir manna út að skógunum viða að, tilað ná þeim og stinga  þeim síðan ofani súkkulaði eða síróp og borða þá. Og þeir eru bara rosalega góðir sagði viðkomandi.

Ég sagði að það væri ekki hefð fyrir svona hlutum hérna en það kynni að breytast með breyttri menningu og þrengingum.

Þó taldi ég að það væru þá helst Mývetningar sem hefðu smakkað orma, því ég hafði heyrt um að þeir frystu Fiskiflugulifrur til að beitu á vetrarmánuðum í dorgi létu þá síðan þiðna upp í sér og einn og ein lifra slippi þá ofan í þá.

En auðvitað eru þetta bara sögur…..

Fólk getur auðvitað prófað þetta…..nei ég held varla.

Þetta finnst mér.


Vonbrigði á ferðalagi !

Á ferð minni um Vestfirði í síðustu viku kom í ljós að farsímasamband hefur ekkert breyst, þó svo Síminn EHF. hafi skuldbundið sig til að koma á sambandi þar sem það er ekkert. Þetta er bara ekki í lagi það er nú árið 2007.

Flest allir malarvegir á Vestfjörðum eru bara eins og þvottabretti og allur ofaníburður löngu farinn og eftir standa grjótnibbur og egggrjót upp úr þessum svo kölluðum vegum. og lausamölin í haugum í vegköntunum.

Á Barðaströndinni tók síðan steininn úr og eftir að hafa farið ákveðna kafla þar á hraða snigils endaði maður í Bjarkarlundi þar sem búið er að gera mikla andlitslyftingu á veitingasal. Þarna virtist líka vera afbragðsþjónusta en rétt eftir að við sem vorum þrjú höfðum fengið sæti og beið spenntur eftir bleikju og lambasnitsel ,fylltist veitingarsalurinn af fólki. Þegar flestir sem komu á eftir okkur voru búnir að fá matinn sin, spurði ég um matinn okkar og var sagt að maturinn væri alveg að koma.

Það voru liðnar rúmar 40 mínúndur þegar maturinn loksins kom og voru þá bleikjurnar gegnum þurrar og seigar og snitselið bara óætt seigt og brent minnti helst á skósóla. Okkur var boðið annar matur sem við afþökkuðum höfðum bara ekki lengri tíma og langlundargeð mitt var bara búið og við yfirgáfum þennan stað svöng, rykug og leið og ákveðin í því að koma ekki þangað aftur.

Við gistum síðan á Laugum og fengum að borða þar mjög góðan mat. Og gátum þvegið þar af okkur Vestfjarða rykið. Og tekið gleði okkar á ný.

Það fannst mer gott.

 

 

 


Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 83864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband