Vestfirðir eru náttúruperla jafnvel í rykmekki ómalbikaðra vega !

Ég fór í viku ferðalag um Vestfirði, í góðu veðri mikilli fjallasýn en það vantaði bara hlýindin.

Samt var þetta bara yndislegt ja og þó.......

Það setti samt að mér ótrúlega hræðslu á sumum vegköflum, sem eingöngu virðast gerðir fyrir litla bíla, þegar ég mætti jeppum með aftaníhýsi  og öðrum farartækjum sem voru með vegbreidd ,sem tóku allan veginn og þjösnuðu sér fram hjá mér t.d. á veginum út á Látrabjarg þar sem ég var út á brúninni. Já það var ekki gleðistund fyrr en maður var kominn upp á stæðið á bjarginu. Og vissi að maður yrði við bjargið á leiðinni til baka.

Þá var alveg svakalegt að lenda í því þar sem malbik er bara í miðjunni en lausamöl, holur og grjót út í vegköntunum , en þangað þurfti maður að víkja þegar maður var að mæta þessum bílum sem voru með vegbreidd og aftaníhýsi í sömu breidd og varla hægðu á sér.

Ég vil að það verði bannað að fara um þessa vegi á ökutækjum sem eru með vegbreidd eða meir og með aftanívagna í sömu breidd , eins og gert ofan í t.d. Mjóafjörð .

Þetta endar bara með alvarlegu slysi ef ekki verður tekið í taumanna strax.

Það finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 83802

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband