Eru Kakkalakkar heima hjá þér ?

Margt er að breytast í skordýrafánuni á Íslandi en breytist samt hægt.

Einu sinni gengu þær sögur fjöllunum hærri, að allt væri morandi í Kakkalökkum á Keflavíkurflugvelli.

Þegar “Kaninn” fór gerði ég útekt fyrir staðarhaldarana á Keflavíkurflugvelli um stöðu mála í meindýrafánuni á vellinum.

Aðeins í einu tilfelli, af á annað þúsun sýnum sem voru tekin, alstaðar í”kanabænum” fannst Kakkalakki og hann var Þýskur.

Þeim Kakkalökkum var að sjálfsögðu eitt og svæðið hreinsað.

Ég hef oft spurt mig, trúði fólk virkilega þessu bulli í mönnum að Ameríkanar vildu lifa við slíkan viðbjóð ?

Hins vegar hafa hlutirir breyst nú eru að koma upp Kakkalakka tilfelli eitt til tvö í mánuði á höfuðborgarsvæðinu og víða á landinu.

Og enn sem fyrr eru það í íbúðum, sem erlent farandverkafólk er að skila af sér og Íslendingar eru að taka við.

Kakkalakkar eru alætur og miklir skaðvaldar í matvælum, naga pappír,gamlar bækur og fl.

Þeir eru daunillir og skilja eftir sig úrgang hvar sem þeir fara.

Ef þeir eru kramdir gýs upp fnykur eins og af terpetínu.

Kvenndýrin bera með sér 20-40 egg í hólfi í afturendanum í tvær vikur eða þar til eggin klekjast út.

Bakarí og veitingastaðir og heimili eru svona kjörstaðir fyrir þessi dýr.

Það hefur komið upp nokkrum sinnum að eitra hefur þurft heilu stigagangana út af Kakkalökkum.

Því þeir komast auðveldlega milli hæða í loftræstikerfinu og svo bara með leiðslum.

Það er ekki sama hvernig eitrað er fyrir þeim og hvaða eitur er notað.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir   2004

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eru þeir ekki aðalega í Valhöll við Háaleitisbraut ?

hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Hilmar.

UBS......

Þakka þér þitt innlegg

Guðmundur Óli Scheving, 6.8.2009 kl. 00:12

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég meina þeir stóru..

hilmar jónsson, 6.8.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband