Er Kanínan meindýr ?

Kanínur eru af ættinni  Leporidae. Tala má um Kanínuna, sem húsdýr,gæludýr,nytjadýr,villtdýr og meindýr.

Kanínur er flestar taldar hafa komið frá viltum kanínum á Spáni og Frakklandi fyrr á öldum.

Allar ræktaðar Kanínur eru afkomendur Evrópsku Kanínunar.

Hér á landi lifa nokkrar tegundi og eru helstar feldkanínur(Castor rex) og loðkanínur( Angora) sem eru hreinræktaðar og nokkuð stórar eða 4-5 kg.

 Villikanínan (Oryctolagus cuniclus) er villt um allan heim og hefur maðurinn séð um að flytja hana á milli heimsálfa.

Hún hefur geysilega aðlögunarhæfni finnst jafnt á láglendi sem hálendi allt að 1200m hæð.

Hún hefur orðið að plágu sumstaðar þar sem ekki hafa verið rándýr til að halda stofninum í skefjm.

Hér á landi lifa Kanínur villtar í Öskjuhlíð í Reykjavík og hefur meindýraeyðir oft verið fenginn til að fækka þeim þar sem þær eyðileggja allan nýgróður í görðum  og í Kirkjugarðinum.

Þær eru komnar í flesta skóga fyrir sunnan og norðan en ekki á Austfjörðum.

Í Vestsmannaeyjum var meindýraeyðirinn fenginn til að fækka þeim þar ,sem þær voru að hrekja Lundan í burtu úr holum sínum.

Karlkynskanínur eru oft nefndar "Kanar"og kvenkynskanínan "Kænur" og kanínuungan "kjána",ekki eru allir sáttir við þessar nafngiftir.

Ég kalla Kalldýrið " Ýli "og kvenndýrið "Böru" og kanínuungan "Búra" sem er svona þægilega að muna finnst mér.

Kanínufeldur er notaður sem ódýrari kostur í pelsa og eftirlíkingar á pelsum.

Kanínur sem gæludýr geta orðið allt að 13 ára gamlar.

Villtarkanínur verða allt að 5 ára gamlar.

Nokkuð er um að fólk fari með kanínur í skógana og í Öskjuhlíðina,Heiðmörk, Kjarnaskóg,Þrastarlund og víða og víða og sleppa gæludýrum sínum.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur Um Meindýr og Varnir 2004

Þetta finnst mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 83867

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband