Færsluflokkur: Bloggar

Veggjalúsum hefur verið eitt í gegnum tíðina með eitri og er gert enn.

Í fréttum í kvöld kom fram hjá meindýareyðir, Smára Sveinssyni að ekki væri hægt að eyða Veggjalúsinni með eitri. Þetta er einfaldlega rangt. Til eru nokkur mjög  öflug eiturefni/varnarefni, sem drepur veggjalúsina ,en það getur tekið tíma að gera það.

Veggjalús er alltaf staðbundin þegar hún hefur fundið einstakling ,sem hún lifir á fer hún ekkert annað. Hún finnur alltaf þann ,sem hún passar við.

Þessi efni sem um ræðir er notuð í Englandi og Evrópu og svipuð efni eru notuð í U.S A. Og eru mjög virk. En það þarf að skapa sérstök skilyrði til að nota þau. Þau virka mjög vel þar sem þau eru notuð. Það er líka verið að hugsa um að ekki þurfi að henda eða brenna húsgögnum.

Smári Sveinsson er hinsvegar að nota Sænsku aðferðina að frysta yfirborð hluta, gallinn við  þessa aðferð er að ekki er hægt að frysta málaðahluti, viði,tréverk, gler og fl.án þess að eiga það á hættu að skemma þessa hluti. Opinberlega er það viðurkennt í Svíðþjóð, eftir áralangar þróanir og notkun með þessa aðferð gegn Veggjalús að aðeins er um 60-70 % árangur að ræða.

En ef  fryst er eftir að búið er að eitra eyðileggur frostið úðunarefnið .

Mér sýnist bara Smári Sveinsson ekki ráða við þetta verkefni að Efri-Brú.

Það var hans ákvörðun að henda öllum húsgögnum ekki Veggjalúsarinnar.

Mér finnst menn fara nokkuð geyst  í þessu Veggjalúsarmáli og kannsi þarf að mynnast þegar menn bara kveyktu í húsi í Hafnarfirði út af öðru meindýri Veggjatítlu en það hefðu sennilega verið til lausnir þar, miðað við þær upplýsingar, sem viðarsjúkdómafræðingar höfðu undir höndum.

Í viðræðum mínum við menn út um allt land er um sáralitla aukningu með veggjalús að ræða og stendur í stað hjá sumum. Þannig að ég set bara spurningamerki við þessa gífurlegu aukningu hjá Smára Sveinssyni á veggjalúsartilfellum. Það er eithvað sem er ekki er alveg að koma heim og saman við aðra meindýraeyða.

Þetta finnst mér.


Það þarf að breyta stofnunum hagsýslunar .

Það á að leggja stofnun ,sem Seðlabankan af og Hagstofuna í þeirri mynd sem hún er, þarf  að breyta. Því eins og þetta er í dag skelfur og titrar allur fjármálaheimurinn á Íslandi,þegar Seðlabankinn sendir frá sér orðsendingar um vaxtabreytingar. Því mikill ágreiningur er oft milli þeirra sem þar stjórna og annara í þjóðfélaginnu.

Setja á stofn Þjóðhagsstofnun aftur en með breyttu sniði, og þar inni eiga ekki að vera pólitísktsskipaðir kommisörar. Sú stofnun gæti verið til húsa í Seðlabankahúsinu.

Þar þarf að vera faglærður forstöðumaður.

Þar eiga að vera fulltrúar frá greiningardeildum fjármálafyrirtækja, verkalýðshreifingunni,atvinnulífinu,Viðskipta og Hagfræðiskori Háskólanna,fjármálaráðuneytinu,viðskiptaráðuneytinu,Kauphöllinni ,svo eitthvað sé nefnt.

Lög og reglur um slíka stofnun yrði að vera mjög ýtarleg og markviss og þannig stofnun yrði mjög trúverðug og aðeins hæfustu mennirir ,yrðu ráðnir til starfa af þjóðinni í kostningu samhliða alþingiskosningum. Það þyrfti náttúrulega að setja reglur um hverjir gætu boðið sig fram.

Þanning ætti líka að gera með framkvæmdavaldið  líka það ætti að kjósa framkvæmdavaldið sér og löggjafavaldið sér.

Þetta finnst mér.

 


Þúsundir útskrifast frá Háskólunum.

Til hamingju allir nýstútentar með árangurinn í menntaskólanum. Þessi hópur fer sennilega ekki í verknám úr þessu. Nei við eignumst bara fleiri lögfræðinga,viðskiptafræðinga, félagsfræðinga og aðra fræðinga, sem markaðurinn er nú fullmettaður af.

Til hamingju allir kandidatar frá háskólasamfélaginu. Mig setur samt hljóðan hvað á að gea við alla þessa viðskiptafræðinga,lögfræðinga,félagsfræðinga og aðra fræðinga.

Þarf ekki að hækka viðmið í námi þessara fræðinga svo hægt sé að stýra framleiðslu á lærðrum mönnum.

Í venjulegum rekstri er ekki haldið áfram að framleiða vöru ef markaðurinn er full mettaður.

Margar stéttir iðnaðarmanna eru að hverfa og sumar horfnar.  það má nefna, eldsmíði, plötu og ketilsmíði, hárskurður,söðlasmíði,rafeindavirkjun,múrarar og trésmiðir og píparar,bakarar og fl.

Þá hefur fækað þeim sem leggja fyrir sig sjómannastörf eins og skipstjórnar- og vélstjórnarstörf.

Þetta er þróun sem fengið hefur að þróast áratugum saman og við eigum bara ekki í dag verkmennað fólk nema í mjög litlu mæli. Það skýrir líka hvers vegna við flytjum svona mikið af erlendu vinnuafli ,sem er verkmenntað til landssins til að bjarga þesssum virkjanna- og álverksmálum okkar.

Mín skoðun er að það þurfi að  leggja meira í verkmenntunarþátt okkar Íslendinga.

En til hamingu með daginn enn og aftur allir þeir sem eru að ljúka sínum áfanga og til hamingju með daginn samlandar mínir.

 Það er kominn 17.júní

 

 


IDOL-stjarna í vondum málum.

Ég horfði á kastljós í gærkvöldi og hlustaði á bitra móður agnúast út í fjölmiðla vegna birtingu á nafni sonar síns Kalla Bjarna.sem flutti inn 2 kg af kókaíni og var tekinn sem betur fer.

Hún var sérstaklega reið yfir því að fjölmiðlar hefðu ekki tekið tillit til barna Kalla Bjarna,með birtingu á nafni hans.

Ég segi bara ekki hugsaði Kalli Bjarni neitt um þau þegar hann fór þessa ferð.

Mér finnst bara mjög gott að nöfn svona manna séu birt,þessir menn sem eru í dreifingu eiturlyfja, eru í daglegu tali kallaðir sölumenn dauðans. 

Það á ekki að skipta neinu máli hvað þeir heita. Það á að birta nöfn þeirra.

Það finnst mér.


« Fyrri síða

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 83913

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband