Dagur nr 3 í mótmælum...Mótmælendur verða dregnir til ábyrgðar !!!

Mótmælendur hafa verið myndaðir og verða dregnir til ábyrgðar. Og mikið réttlætismál.

En ekki þeir sem ollu hruninu, atvinnuleysinu, og vonleysinu sem hefur skapast.

Það eru til myndir af þeim öllum.

Ekki þeir sem stálu sparifé fólks og fluttu það úr landi.

Það eru til myndir af þeim öllum.

Ekki ráðherrarnir og opinberir embættismenn í Seðlabanka, eða Fjármálaeftirliti, ekki útrásarvíkingarnir.

Það eru til myndir af þeim öllum.

Ekki ríkistjórnin sem tók fullan þátt í ósómanum með þotuliðinu.

Það eru til myndir af þeim öllum.

Nei mótmælendur skulu dregnir til ábyrgðar. Það er allt þeim að kenna að mótmæli fara úr böndunum.

Þó valdstjórnin hafi úðað piparúða, sprengt táragas og barið mótmælendur með kilfum af því að henni fannst sér ógnað ?

Dómsmálaráðherran er alltaf sjálfum sér líkur.

Þetta finnst mér.


mbl.is Munu hafa uppi á ofbeldismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað er að því að vera á atvinnuleysisbótum? Það tími til komin að skipta öllum út á Alþingi.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er ömurleg staðreynd en sönn. Ég þekki það á eiginn skinni að vera myndaður og skráður og hafa verið undir eftirliti.

En mér er ekki sama hvað gert í nafni mótmælanna. Við megum ekki fara niður í sama svaðið og fjárglæframennirnir og sumir stjórnmálamennirnir.

Þeim verður að ná og þeir verða að taka út sína refsingu

Kristbjörn Árnason, 22.1.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 83927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband