Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2010 | 23:46
Landsmálapólitíkusarnir í VG eru titrandi strá yfir útreiðinni sem þeir eru að fá í skoðanakönnunum !
Steingrímur J Sigfússon og Katrín Jakopsdóttir gráta saman á landsmálavísu í bæklingi sem VG gefur út í Reykjavík. Þar er flokkslínan löggð fyrir Frambjóðendur VG. Þetta er bara öllum öðrum til góða, fólk vill ekki afskipti Alþingismanna af borgarstjórnarmálum.
Svo er það tækifærissinninn Árni Þór Sigurðsson sem er að mjálma með landsvísupólitíkinni á visir.is.
Hjá samfylkingunni fundu þau engan samnefnara annan en að fá danskan Samfylkingarmann til að tala í yfirlætistón til kjósenda og stuðningsmanna Samfylkingar og okkar hinna .
En Sjálfstæðismenn eru þeir klókustu fundu samnefnara sinn í spillingu og stuðningsmann til margra ára, mikinn aðdáenda Guðlaugs Þórs, til að redda málunum fyrir spillingarflokkinn með ennþá meiri spillingu, engan annan enn Jón Gnarr sem mun leiða Sjálfstæðisflokkinn til sætis í Ráðhúsinu 29.maí ef svo fer sem skoðanakannanir sýna.
Menn ættu að skoða ferkar allt annað, séu menn ósáttir við hlutina í borginni, nýja óháða framboð Reykjavíkurframboðsins www.reykjavikurframbodid.is
Við erum bara venjulegt fólk sem er bara búið að fá nóg af fjórflokknum.
Þetta finnst mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 21:57
Gott að bankarnir loksins segi satt !
Þegar bönkunum voru opnaðar leiðir fyrir húsnæðislán til fólks á góðum kjörum og allir í þjóðfélaginnu voru glaðir og ánægðir með að velmegunin væri að skila arðsemi til fólksins.
Og fólki gert mögulegt að eignast húsnæðii.
Þó var græðgi bankana svo mikil að að þeir vildu bara drotna á þessum markaði og reyndu að bola Íbúðalánasjóði í burtu ,að vísu fellur dómur í alþjóðadómstóli sem bankarnir kærðu til á næstunni og þeir bíða spenntir eftir.
Þá var og er einn aðili sem er ekki sáttur að bankarnir skildu ekki fá frjálsar hendur í því að aðrðræna húskaupendur og húsbyggendur og eldrafólkið og öreigana betur en er gert nú.
En það er seðlabankinn eða þungaviktarbankatjórinn á þeim bæ sem framkvæmir, en hann sá sér leik á borði hélt hann en bara áttar sig ekki á því að bankar eru ekki reknir með tapi.
Hann hækkar stýrivexti jafn vel án þess að tala við sinn yfirmann sem er núverandi forsetisráðherra.
Hverskonar framkoma og yfirgangur er þetta sem þessi maður þarna í seðlabankanum sýnir ríkistjórninni og bara allri þjóðinni með að koma svona fram eins og hann gerir.
Og þessi sami bankastjóri ætlar ekki að láta höfuð andstæðing sinn í stjórnmálum genum tíðina komast eitt eða neitt með stefnur sínar. Hann er að eyðileggja allt þjóðlífið og brýtur stefnu ríkistjórnarinnar á bak aftur með sínum aðgerðum. Þó svo að þau sitji saman í ríkistjórn núna.
Bankarnir segja núna, seðlabankinn knýr okkur til að beita þessum aðferðum ,vegna stefnu sinnar í vaxtamálum.
Ég segi bara við ríkistjórnina leysið upp bankastjóragengi Seðlabankans svo þið getið stjórnað og ráðið mentaðamenn í fjármálafræði til að stjórna þessum uppgjafa póutíkusabanka.
Þetta finnst mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 08:46
Auðvitað á að áminna og reka menn sem ekki standa sig !
Það á ekki að líða þetta lengur að menn sem ráða í opinberum stofnunum og fyrirtækjum geti bara gert fjárskuldbindingar, sem engar heimildir eru fyrir.Og hlegið síðan upp í opið geðið á fólki eftir á. Hjá hinum frjálsa markaði eru menn bara látnir fara sem ekki kunna að fara eftir þeim reglum sem eru settar og í mjög fáum tilfella er um einhverjar áminningar að ræða.
Mér finnst að þeir sem gerast sekir um misnotkun á allmennu fé, þeir sem eru í forsvari fyrir opinberar stofnanir og fyrirtæki verði bara reknir. Ráðherra, ráðuneytisstjórrar og skrifstofustjórrar viðkomandi ráðuneytis verði áminntir síðan opinberlega.
Það þarf að koma skikki á þessa aðila sem fara bara sínu fram og hunsa lög og reglur. Fjárlög eru lög sem samþykkt eru á Alþingi.
En það eru samt margir af þessum forstöðumönnum sem fara alveg eftir fjárlögum og þeim fjárlagaramma, sem um þeirra stofnanir eru.
Þetta finnst mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 18:00
Kynlífsfýklar og athyglissjúkir bloggarar !
Ég kem hérna einu sinni á dag eða reyni það, til að blogga og athuga hvort eingverjir séu með athugasemdir, við bloggið hjá mér, nema mér sé bent á eitthvað athyglisvert sé á seiði þá fylgist ég með.
Ég hef veitt því athygli að vinsækustu bloggin eru eiginlega öll hjá konum en fyrir hvað eru þau svona vinsæl ein þeirra kvenna er jú ókrýnd klámdrotning Íslands og þjóðkunn, þar að auki,skýrir frá sínum kynórum, sem margar kynsystur hennar fíla líka. Önnur er bara að blogga og blogga og aðrir sem eru bara temmilegir í þessu bloggi komast ekki fyrir á síðunum nema stutta stund, þetta er nú athygissýki á háu stigi finnst mér. Er ekki allt í lagi heima hjá þessum konum það held ég ekki.
Maður kemmst ekki hjá því að sjá fyrirsagnir kynlýfsfýkilsins,annað les ég ekki hjá henni.
Sumir hafa möguleika að blogga í vinnunni. Eða eru ekkert að vinna bara blogga.
Og nú er þessi sem bloggar og bloggar komin inn á kynlífsbrautina líka og vinkonur hennar virðast bara froðufella af ánægju líka. Ja hérna kona,mær og kerling nú er bleik brugðið.
Þetta finnst mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 13:45
Skuggar Verslunnarmannahelgar eru litlir .
Fyrirfram kviðu menn þessari helgi af fenginni reynslu, en samt sem áður hefur hún gengið bara okkuð vel. Það eru 11 fíknefnamál í Vestmannaeyjum 5 líkamsárásir en engin nauðgun hefur verið kærð ennþá en það voru um 10.000 manns á þessari útihátíð. Einhverjir smá pústrar,voru þó en ekki alvarlegir.
Fra öðrum stöðum er sama að segja en nokkuð mikil ölvun var á þessum stöðum, nema nátúrlega á unglingalandsmótinu á Höfn.
Þó varð banaslys á Laugavatnsvegi ,maður sem lögregla vara að elta,missti stjórn á bifreið sinni sem vallt og hann lést, sorglegt er það.
Vona enn og aftur að aðrir komist klakklaust heim.
Þetta finnst mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 18:14
Brekkusöngurinn með hefðbundnum hætti.
Í Vestmannaeyjum hafa menn verið að velta fyrir sér hvort Árni Johnsen muni stýra brekkusöngnum, í kvöld, jú hann tilkynnti það í útvarpinu í fréttunum kl.18:00 .Mér finnst í raun að það megi alveg brjóta þetta upp og fá aðra til að stjórna fjöldasöng.
Tími Árna Johnsen er bara liðinn. Hann á að hvíla sig á þóðhátíðinni.
Það finnst mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2007 | 20:40
Einelti á Veðurstofunni hefir fengið að grassera árum saman ?
Mig setti hljóðan þegar ég hlýddi á frásagnir kvennveðurfræðinga um eineilti á veðurstofunni árum saman,svo miklu að fólk hefur þurft að hætta. Og nú eru fleiri að hætta.
Ef skoðaður er vefur Veðurstofu Íslands kemur í ljós í skipuriti hverjir ráða þar en fyrst má nefna Þórunni Sveinbjarnardóttur,Umhverfisráðherra,síðan Magnús Jónsson Veðurstofustjóra og síðan þrjá sviðstjóra. Jón Gauta Jónsson,Sviðstjóra Rekstrarsviðs, Pál Halldórsson,Sviðstjóra Eðlisfræðisviðs og Þórönnu Pálsdóttur,Sviðstjóra Veðursviðs.
Einn af þessum þremur sviðstjórum er með einelti á hreinu.
Ég spyr bara má ekki víkja viðkomandi úr starfi og leysa málið eða er það dýpra þannig að fleiri yfirmenn eru flæktir í málið. Það hefur ekki verið hægt að fá neinar upplýsingar frá Veðurstofustjóra svo ýmsar hugmyndir fara bara á kreik.
Ég er mjög hissa að svona einelti skuli koma upp á stofnun, sem eingöngu langskólagengiðfólk er við störf.
Kanski það komi fram fljótlega svipuð saga á öðrum stofnunum, háskólamenntaðramanna ?
Þetta er bara ekki í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.8.2007 | 21:41
Unglingar voru ekkert betri fyrir 40 árum en þeir eru í dag.
Það voru miklar varúðarráðstafanir gerðar að hálfu Lögreglu gagnvart unglingum, í kringum verslunnarmannahelgina.Fyrir 40 árum síðan. Þá var farið í þórsmörk og út í Eyjar og var leitað í farangri unglinganna á umferðarmiðstöðinni og á flugvellinum. Og áfengi helt niður ef það fannst. Þá voru sett boð og bönn við að unglingar söfnuðust saman t.d á Þingvöllum,Laugarvatni, Þjósárdal,Hreðavatni, Húnaveri og víða.
Og nú er unglingum bannað að tjalda á Akureyri, vegna umgengni og skrílsláta í fyrra. Mér finnst þetta bara mjög lélegt, það þarf að hafa dagskrá á svona mótum til kl 03 -04 fyrir þessa krakka sem eru flestöll mjög prúð og finnst gaman að skemmta sér við eigum að hjálpa þeim að skemmta sér á svona helgum.
Einu sinni man ég eftir að boð voru látin ganga um að allir ætluðu að hittast á Hreðavatni um Verstlunarmannahelgina og lögreglan hafði mikin viðbúnað á og við Hreðavatn, en það var dulmál unglinganna og allir fóru í Þjósárdal.
Nú heyrði ég í fréttum í kvöld að unglingarnir væru nær allir farnir frá Akureyri og nú skyldi verða djammað í Vaglaskógi. En ég held að það sé ekki rétt, ég held að þau verði á öðrum stað dáldið nær Akureyri.
Vona bara að þau fari varlega og sýni að þau geti skemmt sér vel og láti sér líða vel, það eru samt alltaf einhver skemmd epli í umferð sem ber bara að forðast.
Vona bara að fólk fái frábæra skemmtun þar ,sem það er.
Það finnst mér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 10:22
Blaut og köld helgi í sjónmáli !
Nú er þessi mesta ferðahelgi landsmanna gengin í garð. Og nokkrir búnir að taka forskot í Vestmannaeyjum með fylleríi og þjófnaði. Vonandi er þetta ekki forsmekkurinn af því sem koma skal, um helgina ,þó ég sé hræddur um það. Vonandi halda ofbeldismenn sig heima t.d. eins og þessi sem réðst á Eið Smára um síðustu helgi og allir þeir sem hafa tilburði til að beita aðra ofbeldi.
Þá eru ótaldir þeir sem fara gagngert á svona útihátíðir til að stela og svindla og selja eiturlyf.
Og ekki má gleyma alvarlegasta hópnum þeim, sem skilja ekki að "nei þýðir nei" þessir meintu nauðgarar.
Mér finnst að það eigi að birta myndir og nöfn þessara ofbeldismanna og nauðgara þegar næst til þeirra og það eigi að vera Lögreglan sem geri slíkt, ekki einhverjir einhverjir bloggverjar maður hefur séð hvað það er óábyrgt. (Saman ber Lúkasarmálið)
Að vísu verður mikið eftirlit á vegum og á svæðum þar sem útihátíðir eru. En það er bara ekki nóg alltaf, það eru svo mörg skemmd epli í umferð.
Vona samt að allir þeir sem ætla að skemmta sér á heilbrigðan hátt geti það.
Það finnst mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 20:39
Hvaðan koma allir þessir peningar ?
Í allri umræðunni um fjármagnstekjuskatt undanfarið, hefur lítið farið fyrir Framsóknarflokknum og reyndar Sjálfstæðisflokknum líka, en þessir flokkar stóðu að breytingu á skattalögum til að koma þessum skattaflokki á .
Til að bjarga á þeim tíma gullgæðingum sínum t.d í kolkrabbanum og víðar.
Öll þessi frjálshyggja og mér liggur við að segja peningaþvætti í gegnum fjármagnstekjuskattinn.
Fyrir hvað langan vinnudag er verið t.d. að borga 65.000.000 kr. á mánuði ?
Hafa menn ekki verið að fjárfesta í fyrirtækjum ,sem stunda barnaþrælkun út í hinum fátæka heimi ?
Hafa menn ekki verið að fjárfesta í Kína þar ,sem er ennþá meiri þrælkun og óréttlæti enn nokkurstaðar annars staðar.
Hvaðan koma allir þessir peningar í upphafi ? Frá t.d. sjóðunum, sem voru í ríkisbönkunum.
Hvaða sjóðir spyrja menn ? T.d. gjaldeyrissjóðir,viðlagatryggingarsjóðir,sparnaður fólks og verðtryggðulánin svo eitthvað sé nefnt.
Af hverju er ekki verðtryggingin, sem sett var á sem hagstjórnartæki, þegar ríkisbankarnir voru til felld úr gildi, og vístölur fjármálafyrirtækja látnar ráða ? Hverjir mundu þá græða og tapa ?
Þá mundi Seðlabankinn aftur fá hlutskipti sitt endurnýjað, sem hagstjórnartæki.
Þetta finnst mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar