Færsluflokkur: Umræðan
20.10.2007 | 11:20
Stjórnmálamenn liðinna tíma og í nútíma eru að gefa auðlindirnar til vina og vandamanna.
Fiskauðlindin var gefin til örfárra aðila sem eru búnir að tæma hana, ef réttar eru niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar sem ég dreg í efa.
Það er verið að gefa mönnum vatnsauðlindina og hún verður trúlega það verðmesta í framtíðinni,
Það átti að gefa orkuauðlindina núna en það var vonandi komið í veg fyrir það.
En þessir aðilar finna leið að henni seinna. Nema að Alþingi stoppi svona í eitt skipti fyrir öll.
Auðmenn hafa keypt upp bændabýli og undirlendið t.d. á suðurlandi. Fyrir sín tómstundastörf.
Auðmenn eru að kaupa heilu firðina og eyjarnar í kringum landið.
Það þarf að setja lög sem stoppa allt brask með þjóðlendur, hafið, vindinn, vatnið og orkuna og olíuna, landgrunnið, fjöllin,hálendið.
Þetta er það dýrmætasta sem þjóðin á.
Verum á varðbergi gegn ræningjum nútímans.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 16:19
Hópurinn sem rannsaka á samruna orkufyrirtækjana er vanhæfur !
Hópurinn sem rannsaka á samskiptin og samruna orkufyritækjana er vanhæfur.
Pólitíkusar sem tengjast hagsmunaaðilum eiga að rannsaka sjálfa sig. Það gengur ekki finnst mér.
Þarna eru stjórnmála menn sem hægt er að tengja við hina ýmsu hópa og aðila sem tengjast þessu umdeilda máli.
Það hefði átt að fá alveg hlutlausa menn og konur til að skoða þetta.
Annars er trúverðuleikin ekki til staðar.
Þessi hópur hennar Svandísar Svavarsdóttur sem á að finna eitthvað útúr þessum mistökum Vilhjálms og Björns Inga verður ekki leystur með þáttöku Jóns Sigurðssonar, Bryndísar Hlöðversdóttur, Hönnu Birnu, Björns Inga og álíka bragðarefa þetta er er bara bull og ótrúverðugt.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 09:29
Velferðarríkisstjórn hvað ?
Ríkistjórnin hefur ekki áhyggjur af því þó landsbyggðarfólkið sem er að missa atvinnuna og sumir búnir að missa hana eins og sjómenn og fiskverkafólk flytjist allt til Reykjavíkur.
Það er bara verið að plástra á báttið í þjóðfélaginu, aukið fjármagn í þetta og þetta bara tjaldað til einnar nætur. Og auðvitað er það gott í augnablikinu að losa um biðraðir í hinum ýmsu stofnunum og koma á mót við fólk sem hefur orðið undir í þjóðfélaginu.
En það þarf að gera betur og meira það þarf að setja lög sem stoppar allt þetta óréttlæti í þjóðfélaginu,gagnvart öldruðum, sjúkum, öryrkjum og gagnvart þeim sem leigja húsnæði og borga okurleigu.
Nei þessi ríkistjórn sem kennir sig við velferð hefur eiginlega ekki sýnt neina velferð í verki.
Það er kannski velferð að verða atvinnulaus.
Það er kannski velferð að eiga ekki fyrir útgjöldum.
Það er kannski velferð að eiga ekki fyrir mat.
Það er kannski velferð að að líða illa vegna biða inn á sjúkrahús.
Það er kannski velferð að hjónum sé stíað í sundur á elliheimili.
Það er kannski velferð að vera gamall en fá enga aðhlynningu nema vera vel fjáður.
það er kannski velferð að vera öryrkji sem allt er tekið af.
Það er kannski velferð að verða neyddur til að flytja burt vegna lokunnar atvinnufyrirtækja.
Nei Þessi ríkistjórn er að fara í öfuga átt.
Það þarf að setja lög sem tryggja öllum í þjóðfélaginu jafnanrétt. Hvort sem þú ert kona eða karl, heilbrigður eða sjúkur, samkynhneigður eða gagnkynhneigður, ungur eða gamall svo eitthvað sé nefnt.
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 16:21
Valdaklíkur innan Sjálfstæðisflokksins takast á um völd í flokknum. Stefnir í óumflýjanlegt uppgjör í Geirs -og Davíðsarmi !
Skandalering Borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins er eitt dæmi um hvað sjálfumglaðir einstaklingar geta látið leiða af sér.
Borgarstjórinn fyrrverandi er sannleikasagnafyrtur og lifir reyndar að mér finnst á annari plánetu þar sem allir hafa minni nema hann.
Og sannsögli er eitthvað sem hann og fleiri úr hans hópi vita bara ekki hvað er í dag.
Stofnanir innan Sjálfstæðisflokksins eins og Vörður eru komnar á stað og yfirheyra menn um hvað hafi gerst samanber umfjöllun DV. í dag um þessi mál.
Þessir borgarfulltrúar sem mest hafa haft sig í frammi eftir að losnaði um málbeinið á þeim, eru í raun hinu einu svikarar, sem komu Sjálfstæðisflokknum frá völdum í Reykjavík.
Þessir fulltrúar funduðu með sjálfum sér án Borgarstjórans, þau fundðu líka með forustusveitinnni í flokknum án Borgarstjóra.
Þau þögðu öll sem einn og neituðu að tjá sig eða verja Borgarstjóran sinn á einn eða neinn hátt þegar mest dundi á og með þögn sinni þá samþykktu þau umræðuna ,sem var bara neikvæð fyrir Vilhjálm Þ.Vilhjálmsson og Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta munstur sem þau bjuggu til sáu allir og þau voru byrjuð að undirbúa sig án Borgarstjórans að mynda annan meirihluta, en það vildi bara enginn taka þátt í því með þessu fólki.
Þetta fólk sem samanstendur af Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í dag gróf sína eiginlegu pólitísku gröf og verður ekki með næst þegar kosið verður til Borgarstjórnar, því verður bara hafnað af kjósendum Sjálfstæðisfkokksins.
'Ég er alveg viss um að það verða einhverjir af þessum Borgarfulltrúum kosnir út í kuldan í prófkjörum fyrir næstu kosningar, það gerist líka í landsmálapólitíkinni menn sem telja sig örugga í dag verða kosnir út í prófkjörum.
Það verður uppgjör í Sjálfstæðisflokknum.
En mér finnst að það þurfi að byrja á mestu óginni við lýðræðið innan Sjálfstæðisflokksins og það er að losa sig við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum og úr stjórnmálum flokksins. Þá hverfa líka dyggustu fylgisveinarnir líka.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 09:21
Stjórnmálamenn eru bara yfir höfuð ómerkilegir pappírar eftir að búið er að kjósa þá til starfa.
Þegar boðað er til kostninga er yfirleitt kosinn listabókstafur og menn og konur eru kosnir af lista sem lagður er fram og þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að hafa kjörgengi.
Og allir þeir sem samþykktir eru á þennan Bókstafslista eru kjörnir til starfa í raun og veru.
Ákveðinn fjöldi manna og kvenna á hverjum lista nær kostningu vegna atkvæðamagns og hinir ,sem ekki ná atkvæðamagni eru varamenn á sama lista.
Síðan fer fólk til starfa og undir sínum listabókstaf.
En svo kemur eitthvað upp á bátinn innan flokksins og viðkomandi aðili sem hefur náð kjöri fyrir flokkinn segir sig úr flokknum en starfar áfram á vettfangi án þess að hafa lengur raunverulegt umboð kjósenda listabókstafsins ,sem kusu viðkomandi til starfa ,hvort sem er í Borgarstjórn eða til Alþingis.
Mörg dæmi eru um þetta í gegnum tíðina t.d voru menn kosnir á þing fyrir Bandalag Jafnarðarmanna, og þingmenn gengu síðan úr flokknum þegar Vilmundur Gylfasson lést og störfuðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn og neituðu réttkjörnum varamönnum um setu á Alþingi.
Þetta var svona líka með Borgaraflokkinn þar klufu menn sig úr þeim flokki og stofnuðu bara nýjan flokk og sátu á þingi án þess að roðna.
Og komust upp með þetta.
Engin þingmanna á þingi gerði neinar athugasemdir við þessi mál og stóðu ferkar í vegi fyrir því að leiðrétta þetta mikla óréttlæti gagnvart kjósendum.
Þetta á líka við í dag, það eru ekki sett skýr lög um hvernig staða þessara stjórnmálaflokka er gagnvart fólki sem ræður sig í framboð ,fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk en sá stjórnmálaflokkur hefur ákveðin listabókstaf til aðgreiningar frá öðrum stjórnmálaflokkum.
Mín skoðun er sú að ef fólk er kosið t.d. til Alþingis og í Borgarstjórn eða Bæjarstjórnir af bókstafslista stjórnmálaflokka sé rétt kosið og fólkið sé fulltrúar fyrir ákveðinn listabókstaf stjórnmálaflokks.
Ef fólkið kýs að hætta að starfa fyrir viðkomandi stjórnmálaflokk með ákveðinn listabókstaf þá eigi að kalla inn næsta varamann fyrir þennan stjórnmálamann sem vill hætta.Og viðkomandi á að hverfa frá þessum stjórnunarstörfum.
Því segi ég að Frjálslyndiflokkurinn ætti að róa að því að leggja fram lagafrumvarp sem tekur á þessum málum, sá flokkur hefur um sárt að binda bæði á Alþingi og nú í Borgarstjórn.
Það hafa líka gengið í þann flokk menn sem kosnir voru af fólki sem studdi annan listabókstaf en bókstaf Frjálslyndaflokksins.
En að er aumkunarvert fyrir flokksforustuna og fylgismenn Frjálslyndaflokksins að vera með persónulegar svífyrðinar við þetta fólk sem yfirgefið hefur flokkinn, en heldur áfram að starfa undir öðru merki. Þetta heitir að starfa eftir sannfæringu sinni.
Þess vegna finnst mér flestir þeir sem komast til áhrifastarfa í gegnum kosningar og haga sér síðan þannig að skipta um stjórnmálaflokk eftir á ekki mikil pappíar. Hinir sem láta þetta viðgangat eru bara ennþá verri.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 09:10
Til í allt án Villa ! Til í allt án Gunnars Birgis ! Til í allt án Halldórs Halldórssonar !
Það er upplýst að einhver sjálfstæðiðmaður/kona´sem var í borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sendi svona skilaboð "Er til í allt án Villa" til Vinstri Grænna ,þessi skilaboð urðu til löngu áður en meintur skúrkur Björn Ingi sagði skilið við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Núna verður uppgjör víða annarstaðar þar sem Framsóknarflokkurinn hefur möguleika á breytingum þar verður breytt og Sjálfstæðisflokknum verður hennt út. Félagshyggjuflokkarnir hafa möguleika á að fá Framsókn með sér núna.
Annars var það alveg magnað í gær í Silfri Egils þá fannst mér Björn Ingi Hrafnsson trúverðugur og kom mjög vel útúr viðtalsþættinum með bara allt sitt á hreinu. Það gerði hinsvegar Júlíus Vífill ekki.
Þá er nú alltaf gaman að fylgjast með þegar Agnes Bragadóttir tekur þátt í umræðum.
Í gær lét hún sjálfstæðismenn í borginni og bara í landsmálunum fá það óþvegið um klúðrið sem sumir þessara vesalinga er enn að verja og neita að axla ábyrgð á.
Já ég tek ofan fyrir Agnesi Bragadóttur, þó svo að ég sé ekki sammála ýmsu sem hún hafði fram að færa í gær, en það eru hennar sjónarmið sem ber að virða.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 16:56
Ríkistjórnin fær frið með sín mótvægisaðgerðamál. Enda þarf ekkert að gera meira sjávarútvegurinn á landsbyggðinni er úr sögunni.
Það er alveg makalaust að sá aðili,sem hefur mest vægi á niðurskurðarhnífnum í sjávarútvegsbyggðum er sjávarútvegsráðherran frá Bolungarvík.
Fyrir nokkrum árum fór útgerðarfyrirtækið Einar Guðfinnsson ehf. í Bolungarvík á hausinn. Og varð mikið fjarðafok út af því, en það er nú önnur saga.
Þá var sá sem er sjávarútvegsráðherra í dag formaður byggðasjóðs og- eða bjargráðasjóðs og þá samþykkti hann lög einn daginn fyrir hádegi um fjárveitingu í þessa sjóði .
En eftir hádegi sat hann í ráðinu og úthlutaði sjálfum sér hudruð miljóna í styrk en hann var þá framkvæmdastjóri Einars Guðfinnssonar ehf. í Bolungarvík.
Hvernig ætli staðan sé hjá Bolungarvík í dag í mótvægisaðgerðum ríkistjórnarinnar ?
Ætli hann hafi úthlutað sér og sínum einhverju úr móvægisaðgerðum ríkistjórnarinnar?
Hefur einhver hugmynd um það ?
Nei það skiptir í raun ekki neinu það er öllum borgað 200.000 kr í ferðastyrk aðra leiðina frá t.d Bolungarvík.
Hvernig á að koma á móts við sjómenn og fiskverkafólk ? Þeir hafa ekki svarað því nema bara svona almennt,sama skal yfir alla ganga ekki satt ?
En það verður aldrei t.d ekkert hefur heyrst í LÍÚ félagsskapnum nema ánægjustunur yfir þeim leiðréttingum sem þeir fá.
Það var aldeilis gott fyrir ríkistjórnina að skúrkamál Sjálfstæðismanna í borgarstjórn skyldi dunka upp, þá fóru umræður á annan vígvöll.
Ég vil koma aftur á vigvöllin sem ríkistjórnin beitir afli og liðsmun og ákveður hvaða sjávarútvegsbyggiðir eru óþarfar ?
Ég vil knýja á um réttlæti til handa sjómönnum og fiskverkafólki.
Ég er enn þeirrar skoðunar að það hefði átt að taka Hafrannsóknarsstofnun út og sér í lagi þessa útreikninga sem rústar landsbyggðinni.
þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 15:23
Miklar hræringar innan Sjálfstæðisflokksins. Stefnir í alsherjar uppgjör
Á næstu misserum verður stokkað upp í forustusveit Sjálfstæðisflokksins, þegar stofnanair innan flokksins velja sér stjórnir og ráð.
Þá verða sett lög á Alþingi um Seðlabankann og stjórnendur hans og fyrri lög numin úr gildi og vonandi að Ríkistjórnin sendi Davíð Oddson í frí út kjörtímabilið.
Eða hann segi starfi sínu lausu og láti sig hverfa alveg af sjónarsviðinu í stjórnmálum.
Geir H. Haarde þarf að vera skrefi á undan Davíð Oddsyni núna og stoppa fleiri mistök sem hann hefur verið að gera ríkistjórninni með ákvörðunum og yfirlýsingum sínum undanfarin misseri.
Klúður borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins hríslast út um allan flokkinn og má skrifast á formanninn að stórum hluta, því þegar Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kom til Geirs og fl. í æðstu stjórn og sögðu frá vandamálunum sem Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson var búinn að koma flokknum í.
Þá fannst Geir það vera betra að fórna völdum í Borgarstjórn heldur að fórna þeim sem var búinn að klúðra samstarfinu í borgarstjórninni og samstarfinu meðal sinna samstarfsmanna í Sjálfstæðisflokknum.
Þessi mistök eiga eftir að draga dilk á eftir sér líka í Ríkistjórnarsamstarfinu það er alveg öruggt.
Sama hvað menn eru glaðbeittir í dag þá kraumar undir niðri gremjan í sumum Sjálfstæðismönnum.
Og sumir geta ekki leynt henni eins og t.d. ákveðnir Borgarfulltrúar og Formaðurinn líka.
Þetta finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 08:53
Það þarf að fara yfir kaup og kjör alls erlends starfssfólks.
Það eru stanslausar féttir og umræða um kaup og kjör erlenda starfsmanna sem eru hlunnfarnir hér á Íslandi.
Það er ekki fyrr búið að setja kastljósið á starfsmannaleigur sem flutt hafa inn menn í byggingarvinnu og hafa að því virðist hlunfært starfsmennina. Slíkt mál er nú í farvegi dómsmáls.
Að grunsemdir heyrast í þjóðfélaginu um að fleiri stéttir séu hlunnfarnar, já þetta heyrðist frá Alþingi í gær að erlendir sjómenn séu hlunnfarnir á íslenskum skipum.
Af hverju eru ekki sett lög eða reglugerð ef lagastoð er fyrir hendi í vinnulöggjöf um að allir erlendir starfsmenn leggi fram starfssamning við viðkomandi fyrirtæki þar sem koma fram kaup og kjör.
Og það verði verkalýðsfélögin sem fái að fara yfir umsóknir erlendra starfsmanna sem fá atvinnuleyfi hér á landi, vegna kjaramála og aðbúnaðarmála þeirra.
Þessi glæpastarfsemi íslenskra "vinnuveitenda"sem reyna allt til að fara á skjön við lög og reglur, og kaup og kjör sem eru í gildi í landinu. En það eru samt ekki margir sem eru svona sinnis en þessir sem hlunnfara fólk en eru samt til og setja blett á Íslenskt þjóðfélag.
Og þetta hefur líka verið gert að þeim sem minna mega sín, eins og unglingarnir þroskaheftu sem unnu meira en þeir fengu borgað fyrir, og þeim sem þekkja ekki íslenskar aðstæður.
Það þarf líka að herða viðurlög við brotum þessum og hækka sektir gerenda í svona málum.
Það þarf að skoða allar stéttir sem eru með erlenda starfsmenn í vinnu.
Það finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 20:40
Klukkan 8:17 í morgunn spáði ég um þá hluti sem hafa nú ræst í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Ég setti fram í bloggi í gær það sem ég las út úr yfirlýsingum og ræðum Borgarfulltrúanna á aukafundi í borgarstjórn .
Svo í morgunn varð þetta bara enþá skýrara þá setti ég fram það sem mér fannst í raun mundi gerast og kom allt heim og saman nema að ég sá ekki fyrir nýtt embætti Svanhvítar Svavarsdóttur, og Margrét Sverrisdóttir utanflokka yrði Forseti Borgarstjórnar, allt annað gerðist.
Ég óska nýjum meirihluta til hamingju en vil nú brína fyrir þeim að hafa Björn Inga Hrafnsson í mjög stuttu bandi meðan verið er að koma helstu deilumálum undanfarna daga og vikna á vinnsluborðið.
Mikið er svo ömurlegt að heyra og sjá Borgarstjórnarflokk sjálfstæðisflokksins grenja og væla núna utan í hvern annan og mæra Borgarstjóran sinn fyrrverandi,vitandi um að þau sviku borgarstjóran sinn með baktjaldamakki og klögunarmálum til æðstustjórnar í Sjálfstæðisflokknum.
Það er líka mjög skondið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fékk að súpa á sama úldna tevatninu sem hann lét Ólaf F. Magnússon súpa af, við stjórnarmyndun fyrir sautjánmánuðum, skrítið hvað handsal hans Vihjálms Þ. hafði litla meiningu þá líka.
Eru menn nokkuð búnir að gleyma framkomu Vilhjálms Þ. þá ? En Vilhjálmur mætti ekki á fund með Ólafi F. Magnússyni og lét ekki vita af sér fyrr enn hann var búinn að mynda meirihluta með Birni Inga.
Svona eru nú hrossabrestir pólitíkunnar í Borgarstjórn Reykjavíkur . Einhver hefði kallað þetta óheilindi .
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 85396
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar