Færsluflokkur: Umræðan
12.7.2007 | 21:28
Hræðsluáróður og hugsanaleysi !
Ég held áfarm umfjöllun minni um Veggjalúsina á Efri-Brú (Birginu). Ég tel að menn hafi farið offörum í umfjöllun um Veggjalúsina sem fannst Efri-Brú.
Auðvitað er þetta skelfilegt meindýr og getur verið ansi snúið að uppræta hana.
En fullyrðingar um matmálstíma dýrsins frá kl. þetta til kl. þetta er bara bull, það hefur engan sérstakan matmálstíma, fólk hefur verið stungið um miðjan dag þegar það hefur fengið sér blund eftir hádegi. og líka á nóttinni. Þegar fólk legst upp í rúm skynjar dýrið hitan frá líkamanum og fer á stað.
Það er líka alveg út í hött að vera að segja fólki að taka upp úr töskum útí garði eða úti á plani, þarf þá ekki að pakka ofaní töskurnar úti í garði eða út á plani. Við höfum verið að ferðast all lengi
Ef menn eru svo óheppnir að taka með eitthvað dýr í töskum,eða farangri hefur hingað til verið nægjanlegt að ráðast á meinsemdina eftir að komið er heim.
Fullyrðingar um að ekkert eitur sé til sem drepur veggjalúsina, er bara bull menn eru að nota eitur við góðan árangur Sunnanlands og fyrir norðan.
Aftur á móti er frysting ekki að virka nema 60-70 %, þessi Sænska aðferð hentar ekki nema í mjög takmörkuðum stöðum. Auðvitað þarf að henda rúmum og húsgögnum á Efri-Brú því að frysti græjurnar ,sem notaðar eru þarna ,geta ekki fryst efni, sængur eða rúm.
Fullyrðingar um 100 tilfelli á ári og aukningu er bara ekki rétt heldur, það hefur engin veggjalús fundist á Ísafirði, Egilstöðum eða á Austurlandi og er nú einn stæsti hópur innflytjenda á því svæði.Engin veggjalús hefur fundist á Reykjanessvæðinu.
Engin tilfelli Í Vestmannaeyjum eða Hornafirði. Tvö tilfelli á Vesturlandi, eitt tilfelli á Suðurlandi og núna á Efri-Brú og þrjú tilfelli á Reykjavíkursvæðinu. Þetta gætu verið 10 - 15 tilfelli á árinu á öllu landinu ekki meira.
En svo kemur fram maður sem segist hafa fengið 100 tilfelli um allt land. Hvað segir þetta. Hverskonar ábyrgðarleysi er þetta að setja svona alvarlega hluti í gang.
Hann segir síðan að lúsin smitist auðveldlega á milli híbýla og manna
Þessi uppá koma að Efri-Brú er bara sýndar- og sölumennska af verstu og lélegustu gerð og ekki viðkomandi til framdráttar.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 22:49
Veggjalúsum hefur verið eitt í gegnum tíðina með eitri og er gert enn.
Í fréttum í kvöld kom fram hjá meindýareyðir, Smára Sveinssyni að ekki væri hægt að eyða Veggjalúsinni með eitri. Þetta er einfaldlega rangt. Til eru nokkur mjög öflug eiturefni/varnarefni, sem drepur veggjalúsina ,en það getur tekið tíma að gera það.
Veggjalús er alltaf staðbundin þegar hún hefur fundið einstakling ,sem hún lifir á fer hún ekkert annað. Hún finnur alltaf þann ,sem hún passar við.
Þessi efni sem um ræðir er notuð í Englandi og Evrópu og svipuð efni eru notuð í U.S A. Og eru mjög virk. En það þarf að skapa sérstök skilyrði til að nota þau. Þau virka mjög vel þar sem þau eru notuð. Það er líka verið að hugsa um að ekki þurfi að henda eða brenna húsgögnum.
Smári Sveinsson er hinsvegar að nota Sænsku aðferðina að frysta yfirborð hluta, gallinn við þessa aðferð er að ekki er hægt að frysta málaðahluti, viði,tréverk, gler og fl.án þess að eiga það á hættu að skemma þessa hluti. Opinberlega er það viðurkennt í Svíðþjóð, eftir áralangar þróanir og notkun með þessa aðferð gegn Veggjalús að aðeins er um 60-70 % árangur að ræða.
En ef fryst er eftir að búið er að eitra eyðileggur frostið úðunarefnið .
Mér sýnist bara Smári Sveinsson ekki ráða við þetta verkefni að Efri-Brú.
Það var hans ákvörðun að henda öllum húsgögnum ekki Veggjalúsarinnar.
Mér finnst menn fara nokkuð geyst í þessu Veggjalúsarmáli og kannsi þarf að mynnast þegar menn bara kveyktu í húsi í Hafnarfirði út af öðru meindýri Veggjatítlu en það hefðu sennilega verið til lausnir þar, miðað við þær upplýsingar, sem viðarsjúkdómafræðingar höfðu undir höndum.
Í viðræðum mínum við menn út um allt land er um sáralitla aukningu með veggjalús að ræða og stendur í stað hjá sumum. Þannig að ég set bara spurningamerki við þessa gífurlegu aukningu hjá Smára Sveinssyni á veggjalúsartilfellum. Það er eithvað sem er ekki er alveg að koma heim og saman við aðra meindýraeyða.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt 11.7.2007 kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 09:57
Hafa barnaverndarnefndir eitthvað breyst ?
Mér er hugsað til þess að í vikunni voru tvö börn tekin af umráðamönnum þeirra vegna gáleysis og ölvunnar og slys við ljótapoll.Og börnin voru sett i umsjón barnaverndaryfirvalda.
En hvaða fólk er þetta þessi "barnaverndaryfirvöld" er þetta fólk sérmenntað í málefnum barna, sem tekin eru frá ættingjum sínum, eða eru þetta bara pólitísktkjörnir fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem þarna eru. Eins og alltaf hefur verið ?
Hvaða kröfur eru settar fram vegna vals á fólki í barnaverndarnefndir?
Hvaða kröfur eru settar fram við ráðningu fólks á eftirlitsheimili fyrir börn í dag ?
Maður er búin að fylgjast með umræðunni t.d. um Breiðavíkurbörnin, Silungapoll og Kumbaravog. En hvernig er þetta í dag hefur eitthvað breyst ?
Er ekki bara ómenntað eða illa menntað fólk í þessum barnaverndanefndum um landið í dag. Já jafnvel fólk með fordóma og þröngsýni og eigin hugmyndir hvað öðrum er fyrir bestu. Eigin hugmyndir hvernig ala eigi börn upp.Eigin hugmyndir um hvernig eigi að beygja og sveigja þessa einstaklinga.
Hvernig er t.d. nefndin samansett ,sem er að fjalla um Breiðavíkurbörnin ?
Þetta finnst mér að þurfi að skoða.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 08:47
07.07.07
Þetta eru töluleg tímamót og á þessum tímamótum er hægt að minnast þess í framtíðinni að ákveðið var af þeirri ríkstjórn sem sat þá, hafi íslenskum sjávarbyggðum verið fórnað og eytt.
Og þess er líka hægt að minnast að samgöngur um Sundabraut voru færðar aftast í forgangsröð af landsbyggðarráðherra þess tíma og meiri áhersla lögð á að byggja vegi, brýr og göng á landsbyggðinni svo fólk gæti allavega flutt til höfuðborgarinnar.
Þess verður líka minnst að dómskerfið varð fyrir alvarlegum álitshnekki á alþjóðavettfangi.
Þá verður þess minnst að dómarar í Héraðsdómi Reykjavíkur skilgreindu nauðgun á nýjan máta gerenda í vil.
Þess verður líka minnst að þetta varð ekki giftingardagur ársins 07.07.07.
Þetta finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 07:57
Nú er mál að linni í Baugsmálinu.
Síðustu niðurstöður í Héraðsdómi bera að sama brunni einu sinni enn, nema nú er Jón Ásgeir sýknaður af öllum ákærum. En dómur þyngdur á Tryggva Jónsson. Þá er Jón Gerald nú orðinn sakamaður, sem er bara hið besta mál, því mér hefur alltaf fundist mjög dularfull hans aðkoma að þessu máli.
Mér finnst bara vera algjört dómgreindarleysi hjá ákæruvaldinu að halda þessu áfram.
Í þessum skrípaleik ákæruvaldsins hefur þurft að fara aftur og aftur í málið þar, sem málið hefur verið sett upp aftur og aftur vegna formgalla í framsetningu ákæruvaldsins. Eru þetta ekki nægilega hæfir menn eða hvað ?
Saksóknaraembættið og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafa orðið fyrir miklum álitshnekk og þyrftu ýmsir þar á bæjum að huga að því að taka pokanna sína. En þeir hafa bara ekki siðferðisvitund til þess. Taki hver til sín sem á.
Nú er komin ríkistjórn með aðeild jafnaðarmanna í sem ,margir hverjir hafa gagnrýnt dómsmeðferð þessa máls.
Nú er tækifæri til að stöðva þetta það er nóg komið
Það finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umferðarslysin undanfarið hafa fengið mig til að skoða aðra þætti umferðarómenningar, og það sem allir tala um en nær greinilega ekki til eyrna Samgönguráðherrans.
Flest allir vöruflutningabílar sem aka með tengivagna eru á undanþágu vegna lengdar. Þannig að hver bíll gæti verið að flytja 50 - 80 tonn.Og aka þetta 80 -100 km hraða á klst. Og hvað svo ef það springur eða bremsur fara á eitthjól á þessum hraða. Það vantar ekki, að allavega á vestur og norður og austurlandi,hleypa þessir bílstjórar fólki framúr sér og eru þá allir stjarfir meðan farið er framm úr því þá rásar tengivagnin á flutningabílnum yfirleitt mjög mikið.
Á suðurlandi sér í lagi í námunda við höfuðborgarsvæðið, eru aðrar leikreglur þar gefa þungaflutningamenn, aldrei séns og halda oft bílalestum fyrir aftan sig.
Og í mörgum tilfellum þegar kemur að tvöföldum kafla eru þessir sömu bílar að fara fram úr öðrum malarflutningabílum í brekkum og þá er nú hraðin ekki lengur 80 nei hann gæti verið kominn vel á annaðhundraðið.
Ég hef það oft á tilfinningunni að malarflutniingabílar séu yfirhlaðnir og það er ekki góðsviti þegar svo er og þessir bílar á 80 - 120 km.hraða eftir Suður- og Vesturlandsvegi.
Það þarf að tvöfalda Suðurlandsveg og Vesturlandsveg strax, svo þessi ökutæki geti í raun verið á vegunum án þessarar slysahættu, sem þeir valda í dag.
Þetta finnst mér mjög aðkallandi að laga strax.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 09:10
Er Landsvirkjun í eigu útlendinga ?
Það er með ólíkingum hvað stjórn Landsvirkjunnar getur lagst lágt. Það eru ekki hagsmunir Íslendinga framtíðarinnar, sem stjórn Landsvirkjunar er að hugsa um núna, nei það eru erlendu veiðifélagrnir og athafnamennirnir í áliðnaði, sem búnir eru að koma sér í mjúkinn hjá stjórnendum Landsvirkjunar, sem nú skal berjast fyrir.
Lítilsvirðing og ótrúleg uppákoma á fundi Flóamanna í Þjórsárveri í gær er með endæmum. Þar er Landsvirkjun að bjóða Flóamönnum og fl. að laga vegi.laga símasamband, setja upp ferðaþjónustumiðstöð. Öll þessi boð Landsvirkjunnar, eru á döfinni hjá vegagerðinni, fjarskiptastofnun og samgönguráðuneyti. landsvirkjun hefur ekkert umboð til að bjóða svona.
Vegamál eru á fjálögum, fjarskiptamál eru á fjálögum og ferðaþjónusta er á fjálögum líka.
Það hefði verið nær að bjóða fólki frítt rafmagn og hita í fimmhundruð ár og leggja í framkvæmdasjóð fyrir þessa sýslu 100.000.000 miljónir á ári í 100 ár, þá erum við að tala um eitthvað tilboð. Ef menn eru bara að hugsa um að hafa eitthvað út úr þessu fjárhagslega.
En hinir sem ekki vilja virkja meira og ekki tapa fleiri náttúruperlum, þeir vilja láta kjósa um þetta í almennri kosninigu og það ætti ekki bara að vera Flóamenn sem kjósi, það ætti að kjósa um allar svona framkvæmdir á landsvísu.
Þetta finnst mér
Umræðan | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 10:06
Breytingar á stjórnarskránni kemur öllum landsmönnum við.
Nú situr enn ein stjórnarskrárnefndin að störfum til breytinga á stjórnarskrá danakonungs frá 1874 og lögð var fram 1944, en þá hafði aðeins verið strokað út kóngur og sett í staðinn forseti.
Ég man ekki eftir neinum breytingum á stjórnarskránni sem gerðar hafa verið að tilstuðlan þessara nefnda, jú þeir fjölguðu þingmönnum í 63 eitt skiptið.
Stjórnmálamenn halda að stjórnaskrármál sé eitthvað innanhúsmál stjórnmálaflokkanna og haga sér eftir því. Breytingar á stjórnarskránni á að ræða á almennum vettfangi og þjóðin á að hafa tækifæri á að láta skoðanir sínar í ljós í grundvallaratriðum.
Alþingismenn hafa ekkert umboð til að semja sín á milli um breytingar á stjórnarskránni,allar slíkar breytingar eiga að fara í þjóðaratkvæði.
Ég vildi t.d. sjá að allir þegnar landsins hefðu sama vægi í atkvæðum sínum til kostninga, til alþingis sem og sveitastjórna. Því þingmenn eru kjörnir til að setja þjóðinni lög og reglur. Ekki til að vera í fjámunafærslum og fyrirgreiðslupólitík.
Ég vildi líka fá að kjósa framkvæmdavaldið sér í beinni kostningu og fá að kjósa forsætisráðherran sér.Svona ætti líka að gera með æðstu embættismenn þá á að kjósa um leið og kosið er til löggjafarþings og framkvæmdastjórnar.Þetta mundi breyta heldur betur því umhverfi sem stjórnmálamenn starfa við í dag.
Ég vildi líka sjá að þjóðlendur íslands nái 200 sjómílur á haf út eða meira, og öll auðlindin sem er þar er í eigu Íslensku þjóðarinnar. Ekki eihverra örfárra Sægreifa.
Það er verið að endurheimta þjóðlendur á landi sem örfáir bændahöfðingjar og kirkjan fyrr á öldum sölsuðu undir sig. Þjóðlendaákvæði í lofti, landi og legi ættu að vera í nýrri stjórnarskrá og mjög skýr og einföld.
Aðskilnaður kirkju og ríkis er nauðsynlegur. Það er bara sér kapituli útaf fyrir sig og verður kanski fjallað um seinna.
Menn eru ennþá að velta sér í hugtökunum þingræði og lýðræði sem er bara ekki það sama.
Stjórnarskráin okkar er byggð upp fyrir þingræði þar, sem menn vilja halda í kónginn sinn,það hefur aldrei verið í raun tekin ákvörðun um stjórnskipan lýðveldisins. Stjórnarfarið og þingræðið erfðum við frá Dönum.
Það á að efna til þjóðfundar um stjórnarskrárbreytingar og fulltrúar á slíkum fundi skulu kosnir með jöfnum atkvæðisrétti kosningbæra manna í landinu.
Ef þessi umræða fengi aðra ásýn og ferli og fólkið í landinu fengi að kjósa fulltrúa í stjórnarskrárnefnd mætti segja að þjóðin talaði frá hjartanu, en yrði ekki möpudýrum að bráð.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 10:41
Þúsundir útskrifast frá Háskólunum.
Til hamingju allir nýstútentar með árangurinn í menntaskólanum. Þessi hópur fer sennilega ekki í verknám úr þessu. Nei við eignumst bara fleiri lögfræðinga,viðskiptafræðinga, félagsfræðinga og aðra fræðinga, sem markaðurinn er nú fullmettaður af.
Til hamingju allir kandidatar frá háskólasamfélaginu. Mig setur samt hljóðan hvað á að gea við alla þessa viðskiptafræðinga,lögfræðinga,félagsfræðinga og aðra fræðinga.
Þarf ekki að hækka viðmið í námi þessara fræðinga svo hægt sé að stýra framleiðslu á lærðrum mönnum.
Í venjulegum rekstri er ekki haldið áfram að framleiða vöru ef markaðurinn er full mettaður.
Margar stéttir iðnaðarmanna eru að hverfa og sumar horfnar. það má nefna, eldsmíði, plötu og ketilsmíði, hárskurður,söðlasmíði,rafeindavirkjun,múrarar og trésmiðir og píparar,bakarar og fl.
Þá hefur fækað þeim sem leggja fyrir sig sjómannastörf eins og skipstjórnar- og vélstjórnarstörf.
Þetta er þróun sem fengið hefur að þróast áratugum saman og við eigum bara ekki í dag verkmennað fólk nema í mjög litlu mæli. Það skýrir líka hvers vegna við flytjum svona mikið af erlendu vinnuafli ,sem er verkmenntað til landssins til að bjarga þesssum virkjanna- og álverksmálum okkar.
Mín skoðun er að það þurfi að leggja meira í verkmenntunarþátt okkar Íslendinga.
En til hamingu með daginn enn og aftur allir þeir sem eru að ljúka sínum áfanga og til hamingju með daginn samlandar mínir.
Það er kominn 17.júní
Umræðan | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 08:43
Er dökkblá bók Ellýar fyrir börn.
Ég hef farið einu sinni inn á vef Ellýar vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur um hana.
Í öllu falli ef karlmaður mundi skrifa svona fengi hann að heyra það að hann væri að skrifa klám.
Hvað með unglinga og börn sem lesa svona er allt í lagi að vera landsfræg kona og geta þá bara skrifað svona "klám" fyrir alla. ? Margar myndir sem innihalda margar af þeim lýsingum sem Ellý er að skrifa um eru t.d. bannaðar börnum.
Mé finnst þessi skrif hennar í þessum dúr ekki hæfa henni.
Og ætti alla vega að loka síðunni upp að vissum aldursmörkum.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar