Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.8.2007 | 20:40
Einelti á Veðurstofunni hefir fengið að grassera árum saman ?
Mig setti hljóðan þegar ég hlýddi á frásagnir kvennveðurfræðinga um eineilti á veðurstofunni árum saman,svo miklu að fólk hefur þurft að hætta. Og nú eru fleiri að hætta.
Ef skoðaður er vefur Veðurstofu Íslands kemur í ljós í skipuriti hverjir ráða þar en fyrst má nefna Þórunni Sveinbjarnardóttur,Umhverfisráðherra,síðan Magnús Jónsson Veðurstofustjóra og síðan þrjá sviðstjóra. Jón Gauta Jónsson,Sviðstjóra Rekstrarsviðs, Pál Halldórsson,Sviðstjóra Eðlisfræðisviðs og Þórönnu Pálsdóttur,Sviðstjóra Veðursviðs.
Einn af þessum þremur sviðstjórum er með einelti á hreinu.
Ég spyr bara má ekki víkja viðkomandi úr starfi og leysa málið eða er það dýpra þannig að fleiri yfirmenn eru flæktir í málið. Það hefur ekki verið hægt að fá neinar upplýsingar frá Veðurstofustjóra svo ýmsar hugmyndir fara bara á kreik.
Ég er mjög hissa að svona einelti skuli koma upp á stofnun, sem eingöngu langskólagengiðfólk er við störf.
Kanski það komi fram fljótlega svipuð saga á öðrum stofnunum, háskólamenntaðramanna ?
Þetta er bara ekki í lagi.
3.8.2007 | 21:41
Unglingar voru ekkert betri fyrir 40 árum en þeir eru í dag.
Það voru miklar varúðarráðstafanir gerðar að hálfu Lögreglu gagnvart unglingum, í kringum verslunnarmannahelgina.Fyrir 40 árum síðan. Þá var farið í þórsmörk og út í Eyjar og var leitað í farangri unglinganna á umferðarmiðstöðinni og á flugvellinum. Og áfengi helt niður ef það fannst. Þá voru sett boð og bönn við að unglingar söfnuðust saman t.d á Þingvöllum,Laugarvatni, Þjósárdal,Hreðavatni, Húnaveri og víða.
Og nú er unglingum bannað að tjalda á Akureyri, vegna umgengni og skrílsláta í fyrra. Mér finnst þetta bara mjög lélegt, það þarf að hafa dagskrá á svona mótum til kl 03 -04 fyrir þessa krakka sem eru flestöll mjög prúð og finnst gaman að skemmta sér við eigum að hjálpa þeim að skemmta sér á svona helgum.
Einu sinni man ég eftir að boð voru látin ganga um að allir ætluðu að hittast á Hreðavatni um Verstlunarmannahelgina og lögreglan hafði mikin viðbúnað á og við Hreðavatn, en það var dulmál unglinganna og allir fóru í Þjósárdal.
Nú heyrði ég í fréttum í kvöld að unglingarnir væru nær allir farnir frá Akureyri og nú skyldi verða djammað í Vaglaskógi. En ég held að það sé ekki rétt, ég held að þau verði á öðrum stað dáldið nær Akureyri.
Vona bara að þau fari varlega og sýni að þau geti skemmt sér vel og láti sér líða vel, það eru samt alltaf einhver skemmd epli í umferð sem ber bara að forðast.
Vona bara að fólk fái frábæra skemmtun þar ,sem það er.
Það finnst mér
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 10:22
Blaut og köld helgi í sjónmáli !
Nú er þessi mesta ferðahelgi landsmanna gengin í garð. Og nokkrir búnir að taka forskot í Vestmannaeyjum með fylleríi og þjófnaði. Vonandi er þetta ekki forsmekkurinn af því sem koma skal, um helgina ,þó ég sé hræddur um það. Vonandi halda ofbeldismenn sig heima t.d. eins og þessi sem réðst á Eið Smára um síðustu helgi og allir þeir sem hafa tilburði til að beita aðra ofbeldi.
Þá eru ótaldir þeir sem fara gagngert á svona útihátíðir til að stela og svindla og selja eiturlyf.
Og ekki má gleyma alvarlegasta hópnum þeim, sem skilja ekki að "nei þýðir nei" þessir meintu nauðgarar.
Mér finnst að það eigi að birta myndir og nöfn þessara ofbeldismanna og nauðgara þegar næst til þeirra og það eigi að vera Lögreglan sem geri slíkt, ekki einhverjir einhverjir bloggverjar maður hefur séð hvað það er óábyrgt. (Saman ber Lúkasarmálið)
Að vísu verður mikið eftirlit á vegum og á svæðum þar sem útihátíðir eru. En það er bara ekki nóg alltaf, það eru svo mörg skemmd epli í umferð.
Vona samt að allir þeir sem ætla að skemmta sér á heilbrigðan hátt geti það.
Það finnst mér.
1.8.2007 | 20:39
Hvaðan koma allir þessir peningar ?
Í allri umræðunni um fjármagnstekjuskatt undanfarið, hefur lítið farið fyrir Framsóknarflokknum og reyndar Sjálfstæðisflokknum líka, en þessir flokkar stóðu að breytingu á skattalögum til að koma þessum skattaflokki á .
Til að bjarga á þeim tíma gullgæðingum sínum t.d í kolkrabbanum og víðar.
Öll þessi frjálshyggja og mér liggur við að segja peningaþvætti í gegnum fjármagnstekjuskattinn.
Fyrir hvað langan vinnudag er verið t.d. að borga 65.000.000 kr. á mánuði ?
Hafa menn ekki verið að fjárfesta í fyrirtækjum ,sem stunda barnaþrælkun út í hinum fátæka heimi ?
Hafa menn ekki verið að fjárfesta í Kína þar ,sem er ennþá meiri þrælkun og óréttlæti enn nokkurstaðar annars staðar.
Hvaðan koma allir þessir peningar í upphafi ? Frá t.d. sjóðunum, sem voru í ríkisbönkunum.
Hvaða sjóðir spyrja menn ? T.d. gjaldeyrissjóðir,viðlagatryggingarsjóðir,sparnaður fólks og verðtryggðulánin svo eitthvað sé nefnt.
Af hverju er ekki verðtryggingin, sem sett var á sem hagstjórnartæki, þegar ríkisbankarnir voru til felld úr gildi, og vístölur fjármálafyrirtækja látnar ráða ? Hverjir mundu þá græða og tapa ?
Þá mundi Seðlabankinn aftur fá hlutskipti sitt endurnýjað, sem hagstjórnartæki.
Þetta finnst mér.
22.7.2007 | 10:55
Sumarfrí eða skoðunarferð ?
Já nú bara fer maður í smá frí helst vil ég fara vestur,bara til að sjá þessa verstfirsku þorp og bæi áður en þeir verða draugabæir.Því það skeður ef ekki verður nein atvinna þar.Eftir að sjávarútvegsfyrirtækin loka hvert af öðru.Eða ef veðrið verður ómögulegt þar fer maður bara austur til að skoða þennan óskapnað, sem er þar að rýsa inn í fjörðum og upp á hálendinu.
Og draga andan í hreinu súrefnu áður en maður þarf að fara þar um með súrefnisgrímur vegna mengunnar.
Eða maður fer bara í Þjóðgarðinn Þingvelli til að líta barrtrén áður enn þau verða felld.
Það er mikið sem hægt er að gera og skoða áðir en það er eyðilagt.
Þetta verða svona tíu dagar sem ég hef til að skoða þessa áhugaverðu staði.
Þetta finnst mér ég þurfi að gera
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.7.2007 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 14:10
Stimplaleikir olíufélaganna, bara grín olíufélaganna ?
Það hefur marg oft komið fyrir hjá mér að ég hef látið stimpla í æfintýralandið hjá olís og vegabréfið hjá N1 að hlutir sem þú átt að fá eru ekki til.
Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort ég fái eitthvað, en það eru aðrar litlar verur sem hafa mjög gaman af þessu og verða fyrir gýfurlegum vonbrigðum þegar þau fá svona svör " þetta er ekki til " næsti gjörðu svo vel.
Hverskonar leikir eru þetta ef ákveðinn hlutur er ekki til hvers vegna er ekki rétt fram eitthavð annað til lítilla handa.
Þetta finnst mér að þurfi að laga
17.7.2007 | 09:25
Vegaframkvæmdir við útivistarperlur og ferðamannaleiðir eru nær engar !
Það er bara mikið mildi að ekki eru fleiri slys en raun ber vitni á malarvegum á landsbyggðinni og í námunda við þéttbýliskjarna. Það er nær ófyrirgefanlegt að ekki skuli vera búið að malbika þá vegi, sem liggja að útivistarperlum,áningarstöðum og náttúruperlum. Og það vantar betri merkingar og viðvaranir til fólks á ferðalögum.
Þá er ég t.d. að tala um veginn um Grafning og að Nesjavallavirkjun, að Dettifossi, um Heiðmörk, frá Flúðum að Biskupstungum og Hrunamannahreppinn að Hruna, Lyngdalsheiðina,Snæfellsnes og niður að Búðum,niður í Reynisfjöru, og vegina fyrir vestan sem er bara sér kafli,og vegina Asturlandi niður á alla firði. Og það eru ónefndir fjöldi vega að Íslenskum náttúruperlum
Þessi vegamál á Íslandi eru bara ekki alveg í takt við þá aukningu ferðamanna, sem um vegina fara.
Það er ekki hægt að skella skuldinni eingöngu á ferðamennina þegar slys verða eins og lögreglumaður á Suðurlandi gerði eftir slys í Grafningi um daginn að mínu mati eru vegirnir sökudólgarnir ef það þarf að setja þetta svona upp.
Það finnst mér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 21:28
Hræðsluáróður og hugsanaleysi !
Ég held áfarm umfjöllun minni um Veggjalúsina á Efri-Brú (Birginu). Ég tel að menn hafi farið offörum í umfjöllun um Veggjalúsina sem fannst Efri-Brú.
Auðvitað er þetta skelfilegt meindýr og getur verið ansi snúið að uppræta hana.
En fullyrðingar um matmálstíma dýrsins frá kl. þetta til kl. þetta er bara bull, það hefur engan sérstakan matmálstíma, fólk hefur verið stungið um miðjan dag þegar það hefur fengið sér blund eftir hádegi. og líka á nóttinni. Þegar fólk legst upp í rúm skynjar dýrið hitan frá líkamanum og fer á stað.
Það er líka alveg út í hött að vera að segja fólki að taka upp úr töskum útí garði eða úti á plani, þarf þá ekki að pakka ofaní töskurnar úti í garði eða út á plani. Við höfum verið að ferðast all lengi
Ef menn eru svo óheppnir að taka með eitthvað dýr í töskum,eða farangri hefur hingað til verið nægjanlegt að ráðast á meinsemdina eftir að komið er heim.
Fullyrðingar um að ekkert eitur sé til sem drepur veggjalúsina, er bara bull menn eru að nota eitur við góðan árangur Sunnanlands og fyrir norðan.
Aftur á móti er frysting ekki að virka nema 60-70 %, þessi Sænska aðferð hentar ekki nema í mjög takmörkuðum stöðum. Auðvitað þarf að henda rúmum og húsgögnum á Efri-Brú því að frysti græjurnar ,sem notaðar eru þarna ,geta ekki fryst efni, sængur eða rúm.
Fullyrðingar um 100 tilfelli á ári og aukningu er bara ekki rétt heldur, það hefur engin veggjalús fundist á Ísafirði, Egilstöðum eða á Austurlandi og er nú einn stæsti hópur innflytjenda á því svæði.Engin veggjalús hefur fundist á Reykjanessvæðinu.
Engin tilfelli Í Vestmannaeyjum eða Hornafirði. Tvö tilfelli á Vesturlandi, eitt tilfelli á Suðurlandi og núna á Efri-Brú og þrjú tilfelli á Reykjavíkursvæðinu. Þetta gætu verið 10 - 15 tilfelli á árinu á öllu landinu ekki meira.
En svo kemur fram maður sem segist hafa fengið 100 tilfelli um allt land. Hvað segir þetta. Hverskonar ábyrgðarleysi er þetta að setja svona alvarlega hluti í gang.
Hann segir síðan að lúsin smitist auðveldlega á milli híbýla og manna
Þessi uppá koma að Efri-Brú er bara sýndar- og sölumennska af verstu og lélegustu gerð og ekki viðkomandi til framdráttar.
Þetta finnst mér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 22:49
Veggjalúsum hefur verið eitt í gegnum tíðina með eitri og er gert enn.
Í fréttum í kvöld kom fram hjá meindýareyðir, Smára Sveinssyni að ekki væri hægt að eyða Veggjalúsinni með eitri. Þetta er einfaldlega rangt. Til eru nokkur mjög öflug eiturefni/varnarefni, sem drepur veggjalúsina ,en það getur tekið tíma að gera það.
Veggjalús er alltaf staðbundin þegar hún hefur fundið einstakling ,sem hún lifir á fer hún ekkert annað. Hún finnur alltaf þann ,sem hún passar við.
Þessi efni sem um ræðir er notuð í Englandi og Evrópu og svipuð efni eru notuð í U.S A. Og eru mjög virk. En það þarf að skapa sérstök skilyrði til að nota þau. Þau virka mjög vel þar sem þau eru notuð. Það er líka verið að hugsa um að ekki þurfi að henda eða brenna húsgögnum.
Smári Sveinsson er hinsvegar að nota Sænsku aðferðina að frysta yfirborð hluta, gallinn við þessa aðferð er að ekki er hægt að frysta málaðahluti, viði,tréverk, gler og fl.án þess að eiga það á hættu að skemma þessa hluti. Opinberlega er það viðurkennt í Svíðþjóð, eftir áralangar þróanir og notkun með þessa aðferð gegn Veggjalús að aðeins er um 60-70 % árangur að ræða.
En ef fryst er eftir að búið er að eitra eyðileggur frostið úðunarefnið .
Mér sýnist bara Smári Sveinsson ekki ráða við þetta verkefni að Efri-Brú.
Það var hans ákvörðun að henda öllum húsgögnum ekki Veggjalúsarinnar.
Mér finnst menn fara nokkuð geyst í þessu Veggjalúsarmáli og kannsi þarf að mynnast þegar menn bara kveyktu í húsi í Hafnarfirði út af öðru meindýri Veggjatítlu en það hefðu sennilega verið til lausnir þar, miðað við þær upplýsingar, sem viðarsjúkdómafræðingar höfðu undir höndum.
Í viðræðum mínum við menn út um allt land er um sáralitla aukningu með veggjalús að ræða og stendur í stað hjá sumum. Þannig að ég set bara spurningamerki við þessa gífurlegu aukningu hjá Smára Sveinssyni á veggjalúsartilfellum. Það er eithvað sem er ekki er alveg að koma heim og saman við aðra meindýraeyða.
Þetta finnst mér.
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.7.2007 kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 09:57
Hafa barnaverndarnefndir eitthvað breyst ?
Mér er hugsað til þess að í vikunni voru tvö börn tekin af umráðamönnum þeirra vegna gáleysis og ölvunnar og slys við ljótapoll.Og börnin voru sett i umsjón barnaverndaryfirvalda.
En hvaða fólk er þetta þessi "barnaverndaryfirvöld" er þetta fólk sérmenntað í málefnum barna, sem tekin eru frá ættingjum sínum, eða eru þetta bara pólitísktkjörnir fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem þarna eru. Eins og alltaf hefur verið ?
Hvaða kröfur eru settar fram vegna vals á fólki í barnaverndarnefndir?
Hvaða kröfur eru settar fram við ráðningu fólks á eftirlitsheimili fyrir börn í dag ?
Maður er búin að fylgjast með umræðunni t.d. um Breiðavíkurbörnin, Silungapoll og Kumbaravog. En hvernig er þetta í dag hefur eitthvað breyst ?
Er ekki bara ómenntað eða illa menntað fólk í þessum barnaverndanefndum um landið í dag. Já jafnvel fólk með fordóma og þröngsýni og eigin hugmyndir hvað öðrum er fyrir bestu. Eigin hugmyndir hvernig ala eigi börn upp.Eigin hugmyndir um hvernig eigi að beygja og sveigja þessa einstaklinga.
Hvernig er t.d. nefndin samansett ,sem er að fjalla um Breiðavíkurbörnin ?
Þetta finnst mér að þurfi að skoða.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar