Færsluflokkur: Vísindi og fræði
4.8.2007 | 20:40
Einelti á Veðurstofunni hefir fengið að grassera árum saman ?
Mig setti hljóðan þegar ég hlýddi á frásagnir kvennveðurfræðinga um eineilti á veðurstofunni árum saman,svo miklu að fólk hefur þurft að hætta. Og nú eru fleiri að hætta.
Ef skoðaður er vefur Veðurstofu Íslands kemur í ljós í skipuriti hverjir ráða þar en fyrst má nefna Þórunni Sveinbjarnardóttur,Umhverfisráðherra,síðan Magnús Jónsson Veðurstofustjóra og síðan þrjá sviðstjóra. Jón Gauta Jónsson,Sviðstjóra Rekstrarsviðs, Pál Halldórsson,Sviðstjóra Eðlisfræðisviðs og Þórönnu Pálsdóttur,Sviðstjóra Veðursviðs.
Einn af þessum þremur sviðstjórum er með einelti á hreinu.
Ég spyr bara má ekki víkja viðkomandi úr starfi og leysa málið eða er það dýpra þannig að fleiri yfirmenn eru flæktir í málið. Það hefur ekki verið hægt að fá neinar upplýsingar frá Veðurstofustjóra svo ýmsar hugmyndir fara bara á kreik.
Ég er mjög hissa að svona einelti skuli koma upp á stofnun, sem eingöngu langskólagengiðfólk er við störf.
Kanski það komi fram fljótlega svipuð saga á öðrum stofnunum, háskólamenntaðramanna ?
Þetta er bara ekki í lagi.
13.7.2007 | 23:22
Ég sagði allt sem ég þurfti að segja í þættinum" í bítið" föstudaginn 13.júlí 2007
Spurt var um hvort Geitungar væru hættulegir. Svarið er Já.
Spurt var um Veggjalúsina á Efri - Brú og mér finnst menn hafi farið offari þar.
Annars er best að fara á Bylgjuna og spila upptökunna. Og menn geta síðan dæmt sjálf hvað um er að vera.
Það finnst mér.
Vísindi og fræði | Breytt 15.7.2007 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 21:28
Hræðsluáróður og hugsanaleysi !
Ég held áfarm umfjöllun minni um Veggjalúsina á Efri-Brú (Birginu). Ég tel að menn hafi farið offörum í umfjöllun um Veggjalúsina sem fannst Efri-Brú.
Auðvitað er þetta skelfilegt meindýr og getur verið ansi snúið að uppræta hana.
En fullyrðingar um matmálstíma dýrsins frá kl. þetta til kl. þetta er bara bull, það hefur engan sérstakan matmálstíma, fólk hefur verið stungið um miðjan dag þegar það hefur fengið sér blund eftir hádegi. og líka á nóttinni. Þegar fólk legst upp í rúm skynjar dýrið hitan frá líkamanum og fer á stað.
Það er líka alveg út í hött að vera að segja fólki að taka upp úr töskum útí garði eða úti á plani, þarf þá ekki að pakka ofaní töskurnar úti í garði eða út á plani. Við höfum verið að ferðast all lengi
Ef menn eru svo óheppnir að taka með eitthvað dýr í töskum,eða farangri hefur hingað til verið nægjanlegt að ráðast á meinsemdina eftir að komið er heim.
Fullyrðingar um að ekkert eitur sé til sem drepur veggjalúsina, er bara bull menn eru að nota eitur við góðan árangur Sunnanlands og fyrir norðan.
Aftur á móti er frysting ekki að virka nema 60-70 %, þessi Sænska aðferð hentar ekki nema í mjög takmörkuðum stöðum. Auðvitað þarf að henda rúmum og húsgögnum á Efri-Brú því að frysti græjurnar ,sem notaðar eru þarna ,geta ekki fryst efni, sængur eða rúm.
Fullyrðingar um 100 tilfelli á ári og aukningu er bara ekki rétt heldur, það hefur engin veggjalús fundist á Ísafirði, Egilstöðum eða á Austurlandi og er nú einn stæsti hópur innflytjenda á því svæði.Engin veggjalús hefur fundist á Reykjanessvæðinu.
Engin tilfelli Í Vestmannaeyjum eða Hornafirði. Tvö tilfelli á Vesturlandi, eitt tilfelli á Suðurlandi og núna á Efri-Brú og þrjú tilfelli á Reykjavíkursvæðinu. Þetta gætu verið 10 - 15 tilfelli á árinu á öllu landinu ekki meira.
En svo kemur fram maður sem segist hafa fengið 100 tilfelli um allt land. Hvað segir þetta. Hverskonar ábyrgðarleysi er þetta að setja svona alvarlega hluti í gang.
Hann segir síðan að lúsin smitist auðveldlega á milli híbýla og manna
Þessi uppá koma að Efri-Brú er bara sýndar- og sölumennska af verstu og lélegustu gerð og ekki viðkomandi til framdráttar.
Þetta finnst mér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 22:49
Veggjalúsum hefur verið eitt í gegnum tíðina með eitri og er gert enn.
Í fréttum í kvöld kom fram hjá meindýareyðir, Smára Sveinssyni að ekki væri hægt að eyða Veggjalúsinni með eitri. Þetta er einfaldlega rangt. Til eru nokkur mjög öflug eiturefni/varnarefni, sem drepur veggjalúsina ,en það getur tekið tíma að gera það.
Veggjalús er alltaf staðbundin þegar hún hefur fundið einstakling ,sem hún lifir á fer hún ekkert annað. Hún finnur alltaf þann ,sem hún passar við.
Þessi efni sem um ræðir er notuð í Englandi og Evrópu og svipuð efni eru notuð í U.S A. Og eru mjög virk. En það þarf að skapa sérstök skilyrði til að nota þau. Þau virka mjög vel þar sem þau eru notuð. Það er líka verið að hugsa um að ekki þurfi að henda eða brenna húsgögnum.
Smári Sveinsson er hinsvegar að nota Sænsku aðferðina að frysta yfirborð hluta, gallinn við þessa aðferð er að ekki er hægt að frysta málaðahluti, viði,tréverk, gler og fl.án þess að eiga það á hættu að skemma þessa hluti. Opinberlega er það viðurkennt í Svíðþjóð, eftir áralangar þróanir og notkun með þessa aðferð gegn Veggjalús að aðeins er um 60-70 % árangur að ræða.
En ef fryst er eftir að búið er að eitra eyðileggur frostið úðunarefnið .
Mér sýnist bara Smári Sveinsson ekki ráða við þetta verkefni að Efri-Brú.
Það var hans ákvörðun að henda öllum húsgögnum ekki Veggjalúsarinnar.
Mér finnst menn fara nokkuð geyst í þessu Veggjalúsarmáli og kannsi þarf að mynnast þegar menn bara kveyktu í húsi í Hafnarfirði út af öðru meindýri Veggjatítlu en það hefðu sennilega verið til lausnir þar, miðað við þær upplýsingar, sem viðarsjúkdómafræðingar höfðu undir höndum.
Í viðræðum mínum við menn út um allt land er um sáralitla aukningu með veggjalús að ræða og stendur í stað hjá sumum. Þannig að ég set bara spurningamerki við þessa gífurlegu aukningu hjá Smára Sveinssyni á veggjalúsartilfellum. Það er eithvað sem er ekki er alveg að koma heim og saman við aðra meindýraeyða.
Þetta finnst mér.
Vísindi og fræði | Breytt 11.7.2007 kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef fylgst með umræðunni um hið nýja meindýr, Asparglyttur (Phratora vitellinae) ,sem er af laufbjallnaætt (Chrysomelidae) og fundist hefur í skógræktarstöðinni við Mógilsá.
Mín skoðun er sú að það er sáralítið eftirlit með innfluttningi á plöntum, fræjum, jarvegi, jarðvegsefnum, timbri og öðrum náttúrulegum efnum. Og að menn hafi bara farið óvarlega. Ég er alveg sammála Erling Ólafssyni skordýrafræðingi, sem er að vara menn við öllum þessum innflutningi ,á því sem talið var upp hér að ofan.
En það versta er að það er bara ekkert hlustað á hann, þetta sama skeði einmitt fyrir rúmum 60 árum þegar Geir Gigja ,var að vara við sömu vandamálum sem gætu komið og komu síðan upp í skordýrafánunni og nú eru það bara önnur skordýr. Og það bara heldur áfram kæruleysið gagnvart Íslensku náttúruinni.
Sjáum bara annað dæmi t.d. þá sem hafa verið að leyfa innfluttning á Rottum, Stökkmúsum og öðrum nagdýrum er ekki bara í lagi með þetta fólk. Meindýraeyðar hafa verið að fá í gildrur Stökkmýs og það verður ekki langt að bíða þar til við fáuum blandaðar Rottur.
Það þarf að endurskoða Reglugerðir og Lög ,sem taka yfir þessi mál.
Það þarf að setja heilsteypta stefnu í þessum efnum án undanþága.
Ég held að þeir sem stjórna innflutningi á flóru og fánu hér á Íslandi þurfi að vanda sig betur.
Mér finnst það
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 12:11
Geitungar eru seinna á ferðinni
Í fréttablaðinu í dag er fjallað um Geitunga og vitnað í Ómar F. Dabney meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að það hafi verið lítið um geitunga síðastliðin tvö sumur, það er ekki rétt og það er er ekki rétt að stofninn hafi orðið fyrir áfalli.
Hann er bara seinna á ferðinni og stundum er hann fyrr á ferðinni eins og síðastliðin tvö sumur. Samkvæmt upplýsingum sem ,meindýraeyðar á öllu landinu hafa sent til Félags Meindýraeyða eru tekin geitungabú á síðustu tveimur árum svipuð og venjulega.
Núna eftir helgina verður meira um þá en hefur verið og líka verður fólk meira vart við þá í görðum sínum, ferlið er farið á fulla ferð og nú gerast hlutirnir hratt.
Geitungar eru seinna á ferðinni i ár.
Ef þið þurfið aðstoð varðandi Geitunga þá er síminn hjá mér 892 9121
Það er bara málið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar