Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Eru pappírsfyrirtækin að hrynja ?

Það setur að manni nokkurn ugg vegna þeirrar umræðu, sem er um fjárfestingarfyrirtæki í dag. Ekki er því til að skipta að ég eigi nokkur hlutabréf í einhverjum fyrirtækjum. En þó ég er að vísu hluthafi þar sem ég tengist lífeyrirssjóðum sem hafa verið að spana sig í mörg af þessum fyrirtækjum.

Það er ákaflega ótrúverðugt þegar menn koma fram og segja, hafið ekki áhyggjur af verðbréfunum  sem lífeyrisjóðirnir eiga í fjárfestingarfélögum þau falla ekki.

Ég er nú svo grænn í þessu að ég skil ekki að ef fyrirtæki tapar miljörðum króna og kauphallarvísitölur falla um tugi prósennta og bréf í fyrirtækjum falla um mörg prósentustig.

Þá standa verðbréfin sem lífeyrissjóðirnir eiga í þessum fjárfestingarfyrirtækjum án verðfalls.

Eins segir það  allt finnst mér, að stórir aðilar grípa inn í fjárfestingarfyrirtæki með tug miljarða innkomu.

Það er líka athyglisvert að mörga þessara fjárfestingafyrirtækja eiga í bankastofnunum og mörg eru stofnfjárfestar í bönkum.

Þessir sömu bankar verðmeta síðan þessi fjárfestingarfyrirtæki sín og núna er komið  upp á yfirborðið að þau hafa verið metin út úr korti við allan raunveruleika.

Það er líka nokkuð pínlegt fyrir fyrverandi forstjóra t.d FL -group að fá aðeins 60.miljónir í starfslokasamning. Fyrirrennari hans sem hann bolaði úr starfi fékk 130 miljónir fyrir nokkra mánaða starf.

Það er líka ákaflega neyðarlegt að heyra í nýjum valdhöfum t.d. í FL - Group tala um að  fyrverandi forstjóri hafi ekki mistekist, ég spyr bara hversvegna var hann þá látinn fara ?

Getur verið að fleiri fyrirtæki í þessum geira séu að missa flugið ? Vegna ofmats bankastofnana ?

Þetta finnst mér.


Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband