Færsluflokkur: Dægurmál
23.12.2010 | 17:53
Gleðileg Jól......
Óska öllum bloggvinum mínum og fjölskyldum þeirra
Gleðilegra Jóla og bestu óskir um gleðilegt nýtt ár.....
Guðmundur Óli
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2010 | 23:46
Landsmálapólitíkusarnir í VG eru titrandi strá yfir útreiðinni sem þeir eru að fá í skoðanakönnunum !
Steingrímur J Sigfússon og Katrín Jakopsdóttir gráta saman á landsmálavísu í bæklingi sem VG gefur út í Reykjavík. Þar er flokkslínan löggð fyrir Frambjóðendur VG. Þetta er bara öllum öðrum til góða, fólk vill ekki afskipti Alþingismanna af borgarstjórnarmálum.
Svo er það tækifærissinninn Árni Þór Sigurðsson sem er að mjálma með landsvísupólitíkinni á visir.is.
Hjá samfylkingunni fundu þau engan samnefnara annan en að fá danskan Samfylkingarmann til að tala í yfirlætistón til kjósenda og stuðningsmanna Samfylkingar og okkar hinna .
En Sjálfstæðismenn eru þeir klókustu fundu samnefnara sinn í spillingu og stuðningsmann til margra ára, mikinn aðdáenda Guðlaugs Þórs, til að redda málunum fyrir spillingarflokkinn með ennþá meiri spillingu, engan annan enn Jón Gnarr sem mun leiða Sjálfstæðisflokkinn til sætis í Ráðhúsinu 29.maí ef svo fer sem skoðanakannanir sýna.
Menn ættu að skoða ferkar allt annað, séu menn ósáttir við hlutina í borginni, nýja óháða framboð Reykjavíkurframboðsins www.reykjavikurframbodid.is
Við erum bara venjulegt fólk sem er bara búið að fá nóg af fjórflokknum.
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 21:54
Mun Reykjavíkurframboðið velta fjórflokknum úr sessi ?
Mun óánægjan í Reykjavíkurborg koma nýjum öflum að ? Mitt svar er já
Fjórflokkurinn í Reykjavík hefur uppi sömu áheyrslur og fyrir síðustu kosningar í borginni eða næstum því.
Að gera ekki neitt núna.
Annað en að samþykkja aðgerðaráætlun um að ráðgast með 2 miljarða í framkvæmdir sem bindur næstu borgarstjórn til ársins 2013.
Ekki er gerð nein grein fyrir hvar ná á í þessa peninga.
Borgarstjórnarflokkarnir neita að hækka útsvar gjaldskrár OR, leikskóla og velferðarþjónustu fyrir kosningar. En vilja samt í vitölum halda öllu opnu....
En allir sjá að eftir kosningar verður að hækka útsvar, gjaldskrár OR, gjaldskrár leikskóla og aðra þjónustu velferðakerfisins hjá borginni.
En það ætlum við ekki að gera hjá Reykjavíkurframboðinu. Við ætlum að forgangsraða hlutunum upp á nýtt.
Það hefur allt hækkað sem telur í þessum málaflokkum.
Fimm til sex þúsund manns eru atvinnulausir í Reykjavík. Ekki geta allir farið í byggingarvinnu og vegavinnu miðað við þær framkvæmdir sem boðaðar eru aðgerðum Borgarstjórnarflokkana til 2013.
Fjórflokkurinn ætlar ekki læra neitt.
Ég veit bara að fólkið í borginni lætur ekki þetta fólk halda áfram, það hljóta að verða rosalegar útstrikanir hjá fjórflokknum í næstu kosningum.
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2010 | 21:09
Reykjavíkurframboðið er þverpólitískt !!!!
Reykjavíkurframboðið Óháða framboðið um hagsmuni Reykvíkinga.
Í gærkvöldi var framhaldsstofnfundur haldinn í Iðnó vegna Reyjkavíkursframboðsins .Þar var saman kominn hópur fólks sem hefur hug á að starfa saman að óháðu framboði í Reykjavík....já verja hagsmuni Reykjavíkinga.Já þetta fólk var saman komið til að verja hagsmuni Reykvíkinga sem fjórflokkurinn hefur svo sannarlega ekki gert.Hvernig stendur Orkuveita Reykjavíkur ? Jú tæknilega gjaldþrota .Hvernig stendur velferðarkerfið ? Jú tæknilega gjaldþrota líka.Hvernig standa menntamálinn í borginni ? Jú nokkuð vel ... en samt ekki nægilega vel.. og það eru ekki ráðnir afleysingakennarar ef aðalkennarar veikjast. Og ef ekki er hægt að kenna er ótvírætt verið að brjóta lög um námskrá nemenda í grunnskólunum. Já það er einmitt tekinn séns á því hjá núverandi menntamálayfirvöldum í Reykjavík, peningahagsmunir teknir fram yfir velferð barnanna.Það er líka óþolandi að borgaryfirvöld í dag skuli hafa hætt við að niðurgreiða máltíðir barna í grunnskólum og leikskólum.Sem þýðir að margir foreldrar sem eru atvinnulausir og einstæðir geta ekki greitt fyrir matinn fyrir börnin sín í grunnskólum og leikskólum.Og senda ekki börnin sín í skólann vegna hörkulegra innheimtuaðgerða borgaryfirvalda við að innheimta matarskattinn á grunnskólabörnin og leikskólabörnin.Ferðaþjónusta aldraðra og öryrkja hefur ekki farið varhluta af því sem borgaryfirvöld hafa ráðist á..... Já núverandi stjórnvöldum er tamast að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Niðurgreiðslur á þjónustunni eru bara horfnar. Þú skalt bara borga fullt fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar auminginn þinn. Þessu mun Reykavíkurframboðið breyta.Þetta er bara lítið brot af því sem Reykavíkurframboðið stendur fyrir og mun leggja metnað sinn í að breyta.
Skoðaðu heimasíðu Reykjavíkurframboðsins sem er í mótun www.reykjavikurframbodid.is
Þetta finnst mér.Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fréttamiðlinum svipan.is
Var áðan birt þessi frétt !!!!
Ég ætla að styðja þetta framboð hvet alla sem áhuga hafa að mæta í Iðnó annað kvöld kl.20:00 og taka þátt í mótun þessa framboðs.
Reykjavíkurframboðið heldur framhaldsstofnfund þriðjudaginn 27. apríl næstkomandi í Iðnó, 2. hæð klukkan 20:00 Hópur fólks hefur ákveðið að efna til framboðs í Reykjavík í borgarstjórnarkostningunum 29. maí næstkomandi undir nafninu Reykjavíkurframboðið. Tilefni framboðsins er að innan fjórflokksins svokallaða er vonlaust að vinna að mörgum helstu verkefnunum í borginni með hagsmuni Reykvíkinga að leiðarljósi. Oft skarast hagsmunir flokkanna og Reykvíkinga og þar með pólitískur frami kjörinna fulltrúa. Augljósasta dæmið er flugvöllurinn, sem Reykvíkingar kusu burt úr Vatnsmýri. Ekki er möguleiki fyrir forystufólk fjórflokkanna að framkvæma vilja borgarbúa því hagsmunir flokkanna á landsvísu eru öndverðir borgarhagsmunum. Það sama má segja um mörg önnur mál: Tekjur af umferð í Reykjavík renna að mestum hluta í vegaframkvæmdir utan borgarinnar. Sundabraut er dottin út af áætlun, Skerjabraut er ekki á blaði og nú skal reisa flugstöð í Reykjavík við flugvöllinn, sem við kusum burt fyrir 9 árum. Það hefur verið Reykvíkingum dýrt að geta ekki nýtt sitt besta og verðmætasta byggingarland öll þessi ár. En nú er staðan þannig að það verður að höggva á þennan hnút, því við höfum ekki efni á öðru. Ef ekkert er að gert í tekjuöflun borgarinnar þarf verulega að skerða lífsgæði og þjónustu í borginni. Við getum valið um hærri skatta og minni þjónustu eða að nýta þau verðmæti sem við eigum tiltæk til tekjuöflunnar. Í Vatnsmýri er víðátturmikið byggingarland við miðborg Reykjavíkur. Í því eru fólgin mikil verðmæti, sem geta skapað borginni 70 milljarða í tekjur á næstu árum þegar landið verður skipulagt, veðsett og síðan selt. Þetta eru tekjur sem gætu haldið uppi fullri þjónustu í borginni, aukið framkvæmdir á vegum hennar til atvinnuppbyggingar og lagað þá slagsíðu sem er á borgarskipulaginu. Nú er svo komið að ef við lítum til framtíðar þá getum við valið um að byggja næst í Vatnsmýrinni eða á Hólmsheiði. Ef byggt verður í Vatnsmýrinni þéttist byggðin, almenningssamgöngur gætu byrjað að virka, bílaraðirnar hætta að lengjast og miðborgin lifnar við. Brotthvarf flugvallarins losar um víðáttumikið og verðmætt byggingaland, að næstum tvöfaldri stærð við Furstadæmið í Monaco, í grennd við falleg útivistarsvæði eins og Öskjuhlíð, Nauthólsvík og Skerjaförðinn ásamt Tjörninni og miðborginni. Þannig borg viljum við búa í. Fólk innan Reykjavíkurframboðsins hefur lengi unnið að framgangi þessara mála innan fjórflokksins án nokkurs árangurs, þar sem raunverulegir hagsmunir Reykvíkinga stangast iðulega á við flokkshagsmuni. Þetta framboð var því óhjákvæmilegt og vonumst við til að sem flestir mæti til að kynna sér stefnu framboðsins og taka þátt í að móta framtíðina, stefnuna og framboðslistann. Hvort viljum við búa á Hólmsheiði með flugvöll í Vatnsmýrinni eða búa í Vatnsmýrinni með flugvöll á Hólmsheiði? Fyrir hönd undirbúningshóps um Reykjavíkurframboðið; Bráðabyrgðastjórn
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 22:44
Ég vissi ekki að ég hefði fengið styrki !!!!!
Í DV í dag eru birtar upplýsingar um styrki frá fyrirtækjum og stofnunum ,Gísli Marteinn Baldursson og hin heilaga þrenning Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Hanna Birna, Kjartan Magnússon og svo Óskar Bergsson.
Eru að fá miljónir króna frá einkafyrirtækjum og bönkum í kosningasjóði sína.
Skrítið hvað þessi fyrirtæki hafa síðan fengið mikla forgjöf og fyrirgreiðslu í lóðamálum og annari fyrirgreiðslu hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum.
Það versta er að Gísli Marteinn vissi ekkert um peningana sem komu í kosningasjóðinn, sama sagan og þegar hann mundi ekki eftir því í hvað margar ferðir hann hafði farið með útrásarvíkingunm til Rússlands og víðar í veiði og fínerí.
Nei það er trúlegt að kosningarstjóri og fjármálastjóri framboðsins hafi ekki minnst á þetta við frambjóðandan Gísla Martein.
Mér verður bara hugsað til Gosa og stóra nefsins, þegar ég sé og heyri orðið í Gísla Marteini.
Vona bara að fólk hafi vit á því að stroka yfir þennan mann í næsta prófkjöri.
Hann á ekkert erindi í Borgarstjórn Reykjavíkur meira, hann man ekki neitt og veit ekki neitt að hans eigin sögn.
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 20:56
Það var von að Gylfi Arnbjörnsson héldi kjafti !!!!
"Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sat í stjórn fjárfestingarfélags í Lúxemborg sem var stofnað í gegnum tvö skúffufélög í skattaparadísinni Tortola. Það var aldrei nein starfsemi í félaginu segir Gylfi sem segist ekki hafa vitað að Tortola hafi blandast inn í stofnun félagsins."
Frá þessu er sagt á visir.is í kvöld.
ASÍ hefur algjörlega verið steindautt og ekki tekið þátt í neinni baráttu fyrir launþega, ekki tekið þátt i mótmælum. Og bara látið allt svíaríið ganga yfir launafólk... nú skilur maður hvað er í gangi....
Gylfi Arnbjörnsson segðu af þér strax, þvílíkt siðleysi sem þú sýnir af þér og þiggur miljón í laun á mánuði,.
Og ætli hann hafi ekki fengið kúlulán líka ?
Vonandi setur einhver upp síðu þar sem fólk getur skráð sig og krafist þess að hann segi af sér.
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 20:54
Ranabjöllur geta verið skaðvaldar í gróðri !
Ranabjöllur eru oft nefndar væflur . Yfir 20 tegundir af ranabjöllum hafa fundist á Íslandi.
Það er mjög gott ef fólk lætur greina ranabjöllurnar, sem mest hafa sig í framm og þekja veggi og gólf í híbýlum manna mörgum til milkils ama.
Ranabjöllur naga oftast rætur plantna og trjáa og verpa í rætur og stöngla.
Það er t.d. gott ráð að vökva pottaplöntur vel til að fá bjöllurnar upp á yfirborðið.
Þaðer hægt að eitra fyrir þessum garð - gesti og skal það gert á vorin.
Heimildir : Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 18:57
Er Kanínan meindýr ?
Kanínur eru af ættinni Leporidae. Tala má um Kanínuna, sem húsdýr,gæludýr,nytjadýr,villtdýr og meindýr.
Kanínur er flestar taldar hafa komið frá viltum kanínum á Spáni og Frakklandi fyrr á öldum.
Allar ræktaðar Kanínur eru afkomendur Evrópsku Kanínunar.
Hér á landi lifa nokkrar tegundi og eru helstar feldkanínur(Castor rex) og loðkanínur( Angora) sem eru hreinræktaðar og nokkuð stórar eða 4-5 kg.
Villikanínan (Oryctolagus cuniclus) er villt um allan heim og hefur maðurinn séð um að flytja hana á milli heimsálfa.
Hún hefur geysilega aðlögunarhæfni finnst jafnt á láglendi sem hálendi allt að 1200m hæð.
Hún hefur orðið að plágu sumstaðar þar sem ekki hafa verið rándýr til að halda stofninum í skefjm.
Hér á landi lifa Kanínur villtar í Öskjuhlíð í Reykjavík og hefur meindýraeyðir oft verið fenginn til að fækka þeim þar sem þær eyðileggja allan nýgróður í görðum og í Kirkjugarðinum.
Þær eru komnar í flesta skóga fyrir sunnan og norðan en ekki á Austfjörðum.
Í Vestsmannaeyjum var meindýraeyðirinn fenginn til að fækka þeim þar ,sem þær voru að hrekja Lundan í burtu úr holum sínum.
Karlkynskanínur eru oft nefndar "Kanar"og kvenkynskanínan "Kænur" og kanínuungan "kjána",ekki eru allir sáttir við þessar nafngiftir.
Ég kalla Kalldýrið " Ýli "og kvenndýrið "Böru" og kanínuungan "Búra" sem er svona þægilega að muna finnst mér.
Kanínufeldur er notaður sem ódýrari kostur í pelsa og eftirlíkingar á pelsum.
Kanínur sem gæludýr geta orðið allt að 13 ára gamlar.
Villtarkanínur verða allt að 5 ára gamlar.
Nokkuð er um að fólk fari með kanínur í skógana og í Öskjuhlíðina,Heiðmörk, Kjarnaskóg,Þrastarlund og víða og víða og sleppa gæludýrum sínum.
Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur Um Meindýr og Varnir 2004
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Breytt 18.8.2009 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 22:14
Ertu með Flatlús ?
Flatlús (Phthirus pubis) er sníkjudýr sem er aðallega að finna í hárunum í kringum kynfærin, hún er því heilbrigðisvandamál og því ekki í á verksviði meindýraeyða að eyða.
Þessi færsla er vegna spurninga sem hafa borist mér á netfangið mitt, frá fólki í vanda .
Ef þið viljið eitthvað vita um um þetta dýr.
Skulið þið bara fara inn á google og spyrja um Flatlúsina þar er nóg af svörum.
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar