Færsluflokkur: Dægurmál

Baugur fer úr landi...Íslenska ríkið tapar miljörðum króna !

Ég hef spáð þessum endalokum hjá Baugi á Íslandi i mörgum pistlum mínum í gegnum tíðina.

Sjálfstæðisflokkurinn á sök á því að fyrirtæki eins Baugur er lagt í einelti, á öllum sviðum viðskipta og perónulega við stjórnendur fyrirtækisins.

Sjálfstæðisflokkurinn var og er við völd og stjórnar og stjórnaði nær öllum þeim ráðuneytum, sem gátu beitt sér í aðför að Baugi.

Davíð Oddson, Björn Bjarnarsson, Styrmir Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón HB., Haraldur Johanesen,

Virtust mynda órjúfanlegan hóp samstarfsaðila með sömu áráttuna að reyna að knésetja Baug.

Hæstiréttur Íslands komst síðan að þeirri niðurstöðu margoft að rannsóknir og framganga þessa umrædda hóps væri ekki raunhæf. meira að segja einn af upphafsmönnum málsins varð síðan dæmdur sekur um skjalafals trúverðurgur maður sá “pappír” eða hitt þó heldur.

Hæstiréttur taldi að ekki væri neinn fótur fyrir þeim ásökunum sem í upphafi var lagt upp með.

Allir vita síðan hvernig endanlegur dómur varð eftir sex ára meðferð þessara aðila.

Þetta finnst mér vera  þversnið að skemmdini í íslensku þjóðfélagi og Sjálfstæðisflokknum.

Þetta er bara það eina rétta fyrir Baug að gera fara úr landi með fyrirtækin.

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali í sunnudags Morgunblaðinu að þetta hafi verið niðurdrepandi reynsla og að hann hafi verið fangi Baugsmálsins í sex ár.

Kostnaður vð Baugsmálið sé nálægt þremur miljörðum, hann segist munu skoða þetta á næstu misserum ,að flytja einhver fyrirtæki ef ekki bara öll erlendis.

Hann segist vera mjög feiminn að eðlisfari og mörgum finnist það vera hroki í honum í hans viðmóti, hann segist vera mikill keppnismaður og horfi allatf fram á veginn.

Hann mun skoða mjög vandlega málshöfðun á hendur Islenska Ríkinu.

Verst að öllu finnst mér að ekki er hægt að láta sakfella og dæma samstarfshópinn.

Þetta er bara rosalegt uppgjör ég hvet fólk til að lesa viðtalið.

Þetta finnst mér.


mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búist er við 30 - 50 þúsund manns á hljómleikana !!

Björk og Sigur Rós halda tónleika í dag í Laugardalnum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og standa fram til klukkan 22.00.

Mörg hundruð manns hafa komið erlendis frá svo og fréttamenn.

Það má benda á að tónleikarnir séu tileinkaðir náttúrunni og fólk er hvatt til að koma ekki á bílum og sýna þannig náttúruvernd í verki og eins til að sneiða hjá umferðarteppu og stressi.
“Fólk á að slaka á og hugleiða náttúruna með vinum og fjölskyldu.”

Mikill tæknibúnaður er komin á staðinn svo ekkert verður til sparað.

Þetta er svo fallegt og stórt svæði að fólk getur komið snemma og átt fjölskyldu- og vinadag í rólegheitunum.

Tónlist Sigur Rósar, Bjarkar og hinna mun óma upp í Fjölskyldugarð og Laugardalslaugina þar sem fólk getur slakað á og notið lífsins.”

Til hamingu Sigur Rós og Björk með viðurkenningun sem Smeinuðu Þjóðirnar veittu ykkur í gær.

Þetta er bara frábært.

Þetta finnst mér.


Til Hamingju Björk og Sigur Rós !

“Sameinuðu Þjóðirnar heiðra Sigur Rós og Björk með því að skipa þau í flokk vina Sameinuðu Þjóðanna. Tilefnið eru hinir risavöxnu náttúruverndartónleikar sem haldnir eru á morgun.” Þetta er bara glæsilegt.

Þetta eru sko stjörnur Íslenskrar tónlistarflytjenda.

Auk þess að bera viðirkenninguna vinir Sameinuðu þjóðanna munu Sigur Rós og Björk starfa náið með samtökunum að umhverfismálum.

Þetta er glæsilegt umhverfislegt átak.

En svo er þetta sorglegt að Iðnaðarráðherran og Umhverfisráðherran eru bara að hugsa um að setja upp fleiri Álver, Olíuhreinsistöðvar, stóriðju, og virkja helst allar perlur í Íslendskri náttúru.

Vonandi verður þeim meinaður aðgangur að tónleikunum.

Þetta finnst mér.


mbl.is SÞ, Björk og Sigur Rós taka upp samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera í Reykjavík !

Að setja erfðaprinsessuna Hönnu Birnu í oddvitastöðu skiptir engu máli. Sjálfstæðismenn í Reykjavík og Reykvíkingar hafa snúið baki við Borgarfulltrúum sínum.

Það eru stöðugar erjur milli Borgarfulltrúana eða þá að áreiti Borgarstjórnarflokkana á almenna borgara og ellilífeyrisþega.

Ekkert skipulag á hlutunum bara endalausar uppákomur og ósætti.

Á meðan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í borgarstjórnarflokknum mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að tapa í Reykjavík.

Fólk vill að hann axli ábyrgð og víki úr Borgarstjórn.

Það er líka það að þessir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa marg oft lýst því yfir að þau styðji allt það sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur afrekað í spillingu og óheiðarleika.

Það er algjör samstaða  hjá Borgarstjórnarhópnum hefur marg oft komið fram.

Ég spáði því þegar Hanna Birna tók við sem oddviti, að það hefði ekkert að segja skaðinn væri skeður og næðist ekki til baka.

Borgarfulltrúarnir Sjálfstæðismanna skilja ekki að 90% borgarbúa vilja ekki Ólaf. F. Magnússon sem Borgarstjóra.

En telja Hönnu Birnu skárri kost en Ólaf F. Magnússon.

Flestir vilja Dag B. Eggertsson sem Borgarstjóra.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna hefði aldrei átt að fremja þetta valdarán sem þau gerðu að tilstuðlan Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, Kjartans Magnússsonar og Ólafs F. Magnússonar.

Þá væri Sjálfstæðisflokkurinn í  Reykjavík með aðrar % tölur í fylgi.

Þetta finnst mér.


mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur Skarphéðinsson laug að mér !!!!!

Á visir.is í kvöld er sagt frá því að Össur Skarphéðinsson, bannaði myndatökur af undirskrift mestu svika sem hann hefur gert fyrir framan þóðina. Öll kosningarloforð Samfylkingarinnar um stóriðju voru svikinn.

Það mátti ekki mynda þessi tímamót, mér finnst eilítið örla hjá honum og nánasta samstarfsmanni angi sem minnir nokkuð á aðfarir í CCCP í gamla daga.

Össur Skarphéðinsson sagði við mig á kosningafundi fyrir síðustu kosningar að hægt yrði á stóriðjuframkvæmdum og álver yrðu sett á salt um ókomin ár ef Samfylkingin yrði í ríkistjórn. Og virkjanaframkvæmdir stöðvaðar. Að maður skyldi trúa þessu gerpi

Núna er málið það að hann skrifar yfir yfirlýsingu þvert á allt sem hann sagði fyrir Alþingiskosningarnar. Og hann neitar að láta taka myndir af undirskriftinni sem er söguleg.

Og svo virðist það vera orðið gegn sýrt af þingmönnum Samfylkingarinnar og aðstoðarmönnum og þingmönnum Sjálfstæðisflokksins  og aðstoðarmönnum þeirra að vera dónalegir og tala niður til fólks.

Það gerði “rauðahöndin”aðstoðarmaður Össurs Skarphéðinssonar í dag.

Þegar óþægilegar staðreyndir eru heimfærðar á þetta lið.

Það er ekki í lagi með ykkur þarna í Samfylkingunni, valdhrokinn og stólafíknin er slík að öllum málaflokki um álver og stóriðju er fórnað fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Til að geta setið á valdastóli.

Og stefna Sjálfstæðisflokksins er bara varinn með odd og egg og það af Össuri og hans nánust samstarfsmönnum.

Hitt lið Samfylkingarinnar er í sumri á Sýrlandi og ómögulegt að ná í það.

Össur Skarphéðinsson er því ráðherra með mörg embætti og er valdsmannslegur.

Þetta finnst mér.


Svei þér Össur Skarphéðinsson !!!

Össur Skarphéðinsson Iðnaðarrðáðherra og reyndar allir ráðherrar Samfylkingarinnar,vörðu stefnu Samfylkingarinnar í stóriðjumálum fyrir kosningar.

Þá var sagt að hægt yrði á allri stóriðju og virkjanaframkvæmdum næstu tíu árin ef Samfylkingin kæmist í ríkistjórn.

Nú á að skrifa undir Bakkaálverið í dag. Svei þér Össur Skarphéðinsson

Sem sagt allt í plati fyrir kosningar !!!!

Hvað er nú í spilunum, strengjabrúður Sjálfstæðismanna, samfylkingarráðherrarnir fylgja eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins í öllum málum.

Meiri stóriðja, fleiri virkjanir, meiri mengun allt annað en Samfylkingin boðaði.

Þetta er bara skandall og lítil menska að ljúga að fólki fyrir kosningar, en það er bara gert einu sinni Samfylkingarhækja Sjálfstæðisflokksins mun missa verulegt fylgi þegar líður á kjörtímabilið.

Þetta finnst mér.


mbl.is Samkomulags um Bakka vænst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk nauðgun á ellilífeyrisþegum í Reykjavík !!!!

Undanfarin ár hefur verið hallarekstur á Droplaugarstöðum og hafa verið viðræður í gangi milli Borgarinnar og Heilbrigðisráðherra, þeim er ekki lokið.

Samt kýs formaður velferðarráðs Jórunn Frímannsdóttir að leggja til og fá tillöguna afgreidda í dag um einkavæðingu dvalar - og hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða.

Og fá ákveðna aðila til að sjá um reksturinn, því ekki verður þetta boðið út.

Vildarvinir og pólitískir samherjar verða þeir sem verða fengnir í þetta einkaverkefni Jórunar Frímannsdóttur

En það er einmitt flokksbróðir formanns velferðarráðs Reykjavíkurborga,r Guðlaugur Þór Heilbrigðisráðherra sem  veitir slíkt leyfi.

En eins og menn vita rær einmitt Guðlaugur Þór Heilbrigðisráðherrameð öllum tiltækum ráðum að einkavæða heilbrigðisþjónustuna.

Það er ekki sátt meðal Sjálfstæðiðmanna með þennan gjörning og bara hið besta má fyrir ímynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að stuðla að hærru útgjöldum eldriborgara og óöryggi.

Velferðamál í Reykjavík eru bara eins og hland í koppi í höndum Sjálfstæðismanna sem er verið að skvetta úr á eldriborgara.

Þetta finnst mér.


mbl.is Áform um breyttan rekstur Droplaugarstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjórinn vill ekki vinna með ríkistjórninni !!

Vandin sem ríkistjórnin og landsmenn allir standa frammi fyri er sá að Davíð Oddsson neitar að verða við tilmælum ríkistjórnarinnar um aðgerðir í gjaldeyrismálum og fjármagnsöflun erlendis.

Hann ætlar að láta spádóm sinn um fasteignaverðhrun í tveggja stafatölu rædast.

Hann ætlar að reyna að koma bönkunum á kné eða láta þá tapa miljörðum á miljörðum ofan.

Hann hefur áður sýnt t.d. Kaupþingi puttan .

Ég er farinn að halda að Davíð Oddsson miskilji starf sitt og haldi að hann sé einvaldur í því embætti sem hann réði sig í sjálfur.

Svona vinnubrögð þekkjast ekki nema hjá ákveðnum hópi manna sem kendur er við Sikiley.

Og ríkistjórnin ætlar að láta auman embættismann koma öllu þjóðfélaginu á kné.

Segið Seðlabankastjóranum upp störfum hann er ekki starfi sínu vaxinn.

Þetta er bara ekki í lagi.

Þetta finnst mér.


mbl.is Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsókn á Baugsmáli þolir ekki dagsljósið !!

 Á visir.is í dag er viðtal við Formann Alsherjarnefndar Birgir Ármansson.

Formanni Alsherjarnefndar Birgir Ármannssyni finnst ekki við hæfi að rannsaka, meinta aðkomu Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnarssonar, Halldórs Blöndals, Sólveigar Pétursdóttur, Árna Mathiesen og fl. þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins að Baugsmálinu svo kallaða.

Birgir Ármansson hlustar ekki á að almenningur þurfi skýringar á miljarðakróna útgjöldum þar sem engu var sparað til að hálfu ríkisvaldsins til að koma ákveðnum einstaklingum og fyrirtæki á kné.

En loka niðurstaða í Baugsmálinu liggur fyrir og niðurstaðan kallar á skýringu fyrir landsmenn hver hin raunverulega ástæða fyrir hinni stórfeldu rannsókn var í raun og veru.

Þá þarf líka að rannsaka aðkomu Saksóknara og Ríkislögreglustjóra sem báðir voru dæmdir óhæfir og urðu að víkja frá rannsókninni.

Nei Birgir Ármannsson sker sig í hóp þessara afla innan Sjálfstæðisflokksins sem starfa ferkar í myrkrinu en að vera með hlutina gegnsæja og í dagsbirtunni.

Birgir Ármannsson sver sig í hóp þeirra afla sem vilja ekki að sannleikurinn og ásetningurinn með þessari svo rosalegu rannsókn á Baugi komi fram í dagsljósið.

Þetta finnst mér.


Sjálfstæðisflokkurinn er bara frík...frík...Útfríkaður

Nú er að  koma fram skemmdin sem Borgastjórnarflokkur Sjálfstæðismanna í Reykjavík er að valda Sjálfstæðisflokknum á landsvísu.

Eitthvað sem dónalegi formaðurinn sagði að ekki mundi gerast.

Fyrirgefðu Geir H. Haarde hvað ég er dónalegur að minnast á þetta.

En heldur þú virkilega að það sé nóg að skipta um einhvern leiðtoga í forustu flokksins í anstöðu við 40% flokksmanna eins og þú lést Vilhjálm Þ. gera án þess að hann þurfi að axla ábyrgð rosalega ertu eitthvað tæpur.

Já eða bara það að enginn í Borgarstjórnaflokknum þurfi að axla ábyrgð og segja af sér vegna embættisglapa og bara það eitt að setja í Borgarstjórastól einhvern mann sem 90% Reykvíkinga vill ekki hafa sem Borgarstjóra og 70 % landsmanna er á móti Ólafi F.Magnússyni sem Borgarstjóra.

Þú skilur ekki þjóðartaktinn eða bara villt ekki heyra það sem fólk vill.

Sjálfstæðisflokkurinn er bara ömurlegt dæmi um fólk sem misbeitir valdi sínu í þágu þeirra ríku og valdamestu innan þjóðfélagins, hyglar þeim mest.

En er svo heppinn að vera með Félagshyggjuflokkshækju sem gerir bara allt sem Sjálfstæðisflokkur segir og vill.

Sú stefna sem keyrð er af Sjálfstæðisflokknum að gera þá ríkari, ríkari á eftir að skila árangri í að fá nýja ríkistjórn eftir næstu kosnigar.

Þessi Borgarstjórnarskrípi Sjálfstæðismanna eiga eftrir að draga flokkinn ennþá meira niður sem betur fer.

Hanna Birna Kristjánsdóttir erfðaprinsessa mun ekki ná einu eða neinu til að auka fylgi við flokkinn, svona frekjudós og framapotari er bara ekki á réttum stað núna, eða er á réttum stað fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta finnst mér.

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 85019

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband