Færsluflokkur: Spil og leikir

Það eru ánægjulegar fréttir að Alferð verður áfram.

Strákarnir okkar geta nú andað róglega vegna HM því Alfreð verður með liðið. Nú verður bara að ná öllum endum saman og læra af mistökum og góðu gengi. Við skulum sína þessum stóru að við séum stórir. Nú finnst mér spennandi tímar framundan hjá "strákunum okkar" og bara öllum handknattleiksáhugamönnum og konum. Áfram Ísland.


Unglingar voru ekkert betri fyrir 40 árum en þeir eru í dag.

Það voru miklar varúðarráðstafanir gerðar að hálfu Lögreglu gagnvart unglingum, í kringum verslunnarmannahelgina.Fyrir 40 árum síðan. Þá var farið í þórsmörk og út í Eyjar og var leitað í farangri unglinganna á umferðarmiðstöðinni og á flugvellinum. Og áfengi helt niður ef það fannst. Þá voru sett boð og bönn við að unglingar söfnuðust saman t.d á Þingvöllum,Laugarvatni, Þjósárdal,Hreðavatni, Húnaveri og víða.

Og nú er unglingum bannað að tjalda á Akureyri, vegna umgengni og skrílsláta í fyrra. Mér finnst þetta bara mjög lélegt, það þarf að hafa dagskrá á svona mótum til kl 03 -04 fyrir þessa krakka sem eru flestöll mjög prúð og finnst gaman að skemmta sér við eigum að hjálpa þeim að skemmta sér á svona helgum.

Einu sinni man ég eftir að boð voru látin ganga um að allir ætluðu að hittast á Hreðavatni um Verstlunarmannahelgina og lögreglan hafði mikin viðbúnað á og við Hreðavatn, en það var dulmál unglinganna og allir fóru í Þjósárdal.

Nú heyrði ég í fréttum í kvöld að unglingarnir væru nær allir farnir frá Akureyri og nú skyldi verða djammað í Vaglaskógi. En ég held að það sé ekki rétt, ég held að þau verði á öðrum stað dáldið nær Akureyri.

Vona bara að þau fari varlega og sýni að þau geti skemmt sér vel og láti sér líða vel, það eru samt alltaf einhver skemmd epli í umferð sem ber bara að forðast.

Vona bara að fólk fái frábæra skemmtun þar ,sem það er.

Það finnst mér


Blaut og köld helgi í sjónmáli !

Nú er þessi mesta ferðahelgi landsmanna gengin í garð. Og nokkrir búnir að taka forskot í Vestmannaeyjum með fylleríi og þjófnaði. Vonandi er þetta ekki forsmekkurinn af því sem koma skal, um helgina ,þó ég sé hræddur um það. Vonandi halda ofbeldismenn sig heima t.d. eins og þessi sem réðst á Eið Smára um síðustu helgi og allir þeir sem hafa tilburði til að beita aðra ofbeldi.

Þá eru ótaldir þeir sem fara gagngert á svona útihátíðir til að stela og svindla og selja eiturlyf.

Og ekki má gleyma alvarlegasta hópnum þeim, sem skilja ekki að "nei þýðir nei" þessir meintu nauðgarar.

Mér finnst að það eigi að birta myndir og nöfn þessara ofbeldismanna og nauðgara þegar næst til þeirra og það eigi að vera Lögreglan sem geri slíkt, ekki einhverjir einhverjir bloggverjar maður hefur séð hvað það er óábyrgt. (Saman ber Lúkasarmálið)

Að vísu verður mikið eftirlit á vegum og á svæðum þar sem útihátíðir eru. En það er bara ekki nóg alltaf, það eru svo mörg skemmd epli í umferð.

Vona samt að allir þeir sem ætla að skemmta sér á heilbrigðan hátt geti það.

Það finnst mér.


Stimplaleikir olíufélaganna, bara grín olíufélaganna ?

Það hefur marg oft komið fyrir hjá mér að ég hef látið stimpla í æfintýralandið hjá olís og vegabréfið hjá N1 að hlutir sem þú átt að fá eru ekki til.

 Mér er í sjálfu sér alveg sama  hvort ég fái eitthvað, en það eru aðrar litlar verur sem hafa mjög gaman af þessu og verða fyrir gýfurlegum vonbrigðum þegar þau fá svona svör " þetta er ekki til " næsti gjörðu svo vel.

Hverskonar leikir eru þetta ef ákveðinn hlutur er ekki til hvers vegna er ekki rétt fram eitthavð annað til lítilla handa.

Þetta finnst mér að þurfi að laga

 


Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband