Uppgjör Guðna Ágústssonar

Guðni Ágústsson talar tæpitungulaust í DV í fyrradag, en samt fer hann afar varlega í þetta uppgjör, sem hann gerir við fyrrum stjórnendur framsóknarflokksins. Þar kemur upp á yfirborðið langvarandi beiskja og vanlíðan hans. En nú segist hann vera laus úr beislinu, og er það vel.

Hann staðfestir undirlægjuhátt og svik Halldórs Ásgrímssonar, "að vísu undir rós", og hvernig hann kom sínu fólki í áhrifastöður innan flokksins,og eitt síðasta verk Halldórs Ásgrímssonar í gegnum strengjabrúðuna Jón Sigurðsson og það varð að henda Jóhannesi Geir úr stjórnarformansstöðu Landsvirkjunar og setja friðarspillin og yfirtökukandidatinn Árna Magnusson í það embætti ( að vísu mistókst honum og hans konu að taka yfir í Framsónarkvennafélaginu í kraganum,þar sem Siv Friðleifsdóttir svo sannarlega malaði þau) .

Guðni Ágústsson þarf að vara sig mjög á einum manni, þeim manni sem er valdasjúkur einstaklingur og oddviti framsóknarmanna í Reykjavíkurborg, Hann er einn af þessum kandidötum sem Halldór kom til embætta í flokknum og setti sem efstan og studdi opinberlega í kosningabaráttunni innan flokksins til að leiða listan í Reykjavík síðast þegar var kosið. Hann komst rétt inn það munaði mjög litlu að hann hafði fallið...þarna er ekki lýðræði á ferðinni einn framsóknarmaður í borgarstjórn og hinir sjálfstæðismenn. Þar hefði Vilhjálmur átt að staldra aðeins við og setja saman listan með samfylkingunni til að fá sátt í borginni .Annar kandidat Guðjón Ólafur er líka afsprengi sem Halldór kom til áhrifa..hann var feldur út í síðustu kosningum. Hann var kominn með viðnafnið "yfirgjammari á þingi"sem segir nú ýmislegt

En það er rétt hjá Guðna Vinstri Græn eru ekki tilbúin að fara í ríkistjórn, þau voru ekki tilbúin  á sínum tíma að viðhalda stjórnarsamstarfi R- listans í Borgarstjórn og sundruðu samstarfinu vegna valdagræðgi Árna þórs Sigurðssonar.

Guðni hreinsaðu til almennilega og hristu upp í þessu liði.

Það finnst mér.

Vonandi tekst Guðna að sveigja framsóknarflokkinn í þá átt að fólk fái trú á hann aftur.

Bara Guðna vegna.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband