Hvað á eftir að breytast með nýrri ríkistjórn ?

Ég var bara nokkuð ánægður eftir kostningar eða eftir að framsóknarflokkurinn klúðrði sínu tækifæri til ríkistjórnarsetu, að nú yrðu breytingar fyrir íslenska þjóð. En eftir að hafa lesið ríkistjórnarsáttmálan aftur og aftur og fyllt upp í þær eyður, sem í honum eru kemst ég að þessum niðurstöðum.

Það er trúlegt að myntbreyting verði gerð á kjörtímabilinu og tekin verði upp evra og þá má loka seðlabankanum og senda þá herramenn, sem þar eru til síns heima. Þessu verður þá bara stjórnað frá Brussell.  Viljum við það ?

En þetta er nú mjög mikil einföldun hjá mér, en samt umhugsunarefni, ef af þessu verður hvað eigum við þá að gera við seðlabankann?

Álver verða sett á alla þá staði sem búið er að ræða um. Viljum við það ?

Því fylgir miklar virkjunarframkvæmdir. Viljum við það ?Íslendingar verða að kaupa mengunarkvóta af öðrum ríkjum á næstu árum. Vegna stóriðju.  Viljum við það ?Útlendingavandamál verður mikið hérna á kjörtímabilinu, þar sem ekki er tekið á þessum núna í upphafi. Við verðum bara í sömu vandamálum og önnur Norðurlönd eru í dag eftir mjög stuttan tíma. Það er ekkert talað um neinar aðgerðir í þessum málum ,nema mjög almennt og málið ekki litið alvarlegum augum, miðað við orðalag í sáttmála ríkistjórnarflokkanna. Við sjáum bara tölur frá Lögreglu þar sem aukning umferðaóhappa, stöðumælasekta, líkamsárása, og annara brota er af völdum erlendra ríkisborgara. Viljum við svona lagað ?Sjávarútvegsmál og Landbúnaðarmál eru sameinuð í eitt ráðuneyti og finnst mér það sé mjög skynsamlegt hefði matt setja Iðnaðarráðuneytið þar líka.Menntamál eru í sama farvegi og áður og segir manni að málin verði kláruð á þeim forsentum sem búið era ð vinna að á undanförnum misserum. Besta breytingin ,sem fyrirhuguð er þar er að færa Landbúnaðarskólanna undir þetta ráðuneyti. Ég hef aldrei skilið hversvegna þessir skólar hafa verið fyrir utan hið almenna menntakerfi.

Það er auðséð að karlaveldi sjálfstæðisflokksins, elur með sér kvennfyrirlytingu og sást vel þegar ráðherralisti sjálfstæðismanna var birtur, að ekki var langt í tár vonbrigðanna hjá sjálfstæðiskonum.

 þessi framkoma er bara með eindæmum. Viljum við hafa þetta svona?

Vonandi tekst Jafnaðarmannafloknum að jafna þetta bil,það eru allavega þrjár konur og þrír karlar frá þeim í ríkistjórn.Þá finnst mér eitt orðatiltæki stjórnmálamanna alveg ömurlegt og lítur út eins og vanskapað krabbamein  " það kemur í ljós á morgum , eða bara það kemur í ljós” geta menn ekki svarð eðlilega og upplýst fólk um gang mála á annan hátt. Þetta fer mjög í taugarnar á mér svona tilsvör.  Enn það sem er komið í ljós er mjög merkilegt raunar.Geir ræður t.d ekkert við  Davíðsarminn þeir eru bara allir inni ennþá þessir ráðherrar sem verið hafa, sem lengst í ríkistjórn Sjálfstæðisflokksins . Nema Sturla Böðvarsson hann var gerður að handhafa forsetavalds.Rosalega eru það skýr skilaboð til allra að engu verði breitt  t.d í dómsmálum, og vilji kjósenda gegn Birni Bjarnarssyni hafður að engu. Það er bara alltof ódýr skilaboð til fólks að þetta sé allt Jóhannesi Jónssyni Í Bónus að kenna t.d.þessar útstrikannir. Birni Bjarnarssyni var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna til að leiða lista þeirra í Reykjavík áður en áskorun Jóhannesar birtist.Þá finnst mér það skýr skilaboð til landsmanna með að skipa Guðlaug Þór Þórðarsson ,sem heilbrigðisráðherra að stutt verði í einkavæðingu þar. Einkavæðingarvinahópurinn bíður við gaflinn.Viljum við það ?Fjármálastefnan verður sú sama, sami grautur í sömu skál. Frekar óljósar aðgerðir í skatta og velferðarmálum og engar tímasetningar. En þó er vottur af trúverðuleika um að farið verði í að lagfæra  velferðarmál barna og eldriborgara.Utanríkistefnan gæti sveigt af hægrileið og til vinstri. Og reyndar er hún birjuð að sveigja . Nú eru öryggismál á tímamótum í dag ef marka má orð nýs utanríkisráðherra. Vonandi tekst henni að láta stroka okkur af lista henna staðföstu þjóða. Það væri mjög farsælt skref fyrir Íslenska þjóð.Iðnaðarmál eiga eftir að breytast og hér eiga eftir að koma risar í þekkingariðnaði.Umhverfismál eiga eftir að breytast mikið en það tekur nokkurn tíma að klára og breyta því sem búið er að koma í gang. Og koma öðrum málum í gang sem hafa beðið. Ég held að Þórunni sé vel treystandi til þess.Ég sé ekki hvað nýr viskiptaráðherra hefur fram að færa..ekki alveg í augnablikinu. Skil ekki alveg afhverju Iðnaðarráðuneytinu var skipt upp.Samgöngumál eru frosin til 2010...Og nýjar hugmyndir og áherslur Samfylkingarráðherrans í biðstöðu. Jæja þrú ár eru ekki langur tími í pólitík.Það verða miklar breytingar í félagsmálum og tími ákveðnar konu komin. Einhver spurði hvaða tími er komin, ég vil svara, jú tími breytinga. Jóhanna Sihgurðardóttir er mjög hæf kona og hún getur svo sannarlega komið málefnum þeirra sem meiga sín minnst í höfn.Þetta eru nú breytingar sem koma upp í huga minn svona í fyrstu yfirsýn yfir það sem ég sé að verði á döfinni, en auðvitað veit maður ekki alveg um útfærslunar á hinum ýmsu málum, hjá þessari ríkistjórn sátmálinn er svo almennt orðaður og loðin á köflum svona loðinn í báða enda.Þetta finnst mér í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband