Sægreifarnir á Akureyri sína sín réttu andlit !!!!

Það er alveg makalaust að upplifa það í dag að Sægreifar á Akureyri, skuli ætla að hætta þáttöku í Sjómannadeginum í ár. Það hafa trúlega verið einhverjir aðrir en sjómenn sem hafa gert þessar útgerðir á Akureyri að þeim stórveldum sem þau eru. Ég var sjálfur á sjó í 27 ár og þekki því mjög vel mikilvægi þessa dags fyrir sjómenn. Og er ég bara gáttaður á þessari framkomu Sægreifanna.

Þessir aðilar þarna á Akureyri ,sem að útgerð standa og vilja ekki styrkja hátíð sjómanna í ár ættu að skammast sín verulega. Svona bara kemur maður ekki fram við þá sem menn eiga allt undir.

Það er nú þannig  og alveg sama hvað menn segja í dag, en undirstaða alls þess velfarnaðar, sem við þekkjum í dag er komin frá þeim verðmætum, sem sjómenn hafa dregið að landi í gegnum tíðina.

Sjómannadagurinn er lögskipaður frídagur og  fánadagur.

Ég vona bara að Sjómannasambandið og Akureyrarbær komi Sjómannafélaginu í Eyjafriði til hjálpar og komi sjómannadeginum í  hefðbundinn hátíðarbúning á Sjómannadaginn.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband