Eru þingmenn og þingkonur fyrirfram spillt fólk?

Það er ótrúlegt að heyra suma nýkjörna þingmenn og konur tala um að þau, hyggist sitja í pólitíkstkjörnum stöðum sínum á öðrum vetfangi en Alþingi. Bara tveir nýir þingmenn hafa t.d. tilkynnt að þau muni hætta í borgarstjórn. Aðrir þingmenn og konur láta í veðri vaka að þau muni halda áfram að sinna málum í sveitastjórnum. Og  hvað stæsti hluti þessa fólks sem er svona siðblint að mínu mati eru Sjálfstæðismenn.

Það ætti að vera kappsmál í upphafi þings að  leggja fram lagafrumvarp um skyldur og siðferði þingmanna og kvenna.

Setja ætti skilyrði um að þeir sem kosnir eru á þing hafi ekki önnur störf en sem tengjast alþingi.

Þá ætti að setja skylyrði um að þeir sem kosnir eru á þing undir listabókstaf stjórnmálaflokka geti ekki á kjörtímabilinu, stofnað sinn eiginn flokk og setið út kjörtímabilið.

Þingmenn sem kjósa að skipta um flokk á miðju kjörtímabili verða bara að fara af þingi og varamenn sem kosnir voru líka á þing kom í þeirra stað fyrir þann lista sem umræðir.

Það þyðir t.d lítið að vera að stroka út þingmenn í kosningum ef menn geta bara gert það sem þeim sýnist inn á alþingi.

Þingmenn og konur þið eruð ráðin á einn vinnustað af þjóðinni hann er Alþingi. Það voruð þið sjálf sem ákváðu að skipta um vinnustað með því að bjóða ykkur fram ti Alþingis.

Það er siðleysi og bara vanvirðing við kjósendur að vinna bara á hálfum afköstum hvort sem það er á alþingi eða í sveitarstjórnum.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

"Þingmenn sem kjósa að skipta um flokk á miðju kjörtímabili verða bara að fara af þingi og varamenn sem kosnir voru líka á þing kom í þeirra stað fyrir þann lista sem umræðir."

Þessu er ég hjartanlega sammála.  Um þetta þyrfti að setja skýrar og ófrávíkjanlegar reglur, fyrst menn hafa samvisku til að stunda svona liðhlaup.

(Það væri kannski reynandi fyrir framsóknarmenn að bjóða sig fram fyrir einhvern sigurstranglegan flokk í næstu kosningum og ganga síðan undir merki framsóknar þegar á þing væri komið. Þannig mætti endurreisa þann ágæta flokk!!!) 

Hallmundur Kristinsson, 19.6.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband