Flutningabílar á undanþágu vegna lengdar ! Malarflutningabílar yfirhlaðnir !

Umferðarslysin undanfarið hafa fengið mig til að skoða aðra þætti umferðarómenningar, og það sem allir tala um en nær greinilega  ekki til eyrna Samgönguráðherrans.

Flest allir vöruflutningabílar sem aka með tengivagna eru á undanþágu vegna lengdar. Þannig að hver bíll gæti verið að flytja 50 - 80 tonn.Og aka þetta 80 -100 km hraða á klst. Og hvað svo ef það springur eða bremsur fara á eitthjól á þessum hraða. Það vantar ekki, að allavega á vestur og norður og austurlandi,hleypa þessir bílstjórar fólki framúr sér og eru þá allir stjarfir meðan farið er framm úr því þá rásar tengivagnin á flutningabílnum yfirleitt mjög mikið.

Á suðurlandi sér í lagi  í námunda við höfuðborgarsvæðið, eru aðrar leikreglur þar gefa þungaflutningamenn, aldrei séns og halda oft bílalestum fyrir aftan sig.

Og í mörgum tilfellum þegar kemur að tvöföldum kafla eru þessir sömu bílar að fara fram úr öðrum malarflutningabílum í brekkum og þá er nú hraðin ekki lengur 80 nei hann gæti verið kominn vel á annaðhundraðið.

Ég hef það oft á tilfinningunni að malarflutniingabílar séu yfirhlaðnir og það er ekki góðsviti þegar svo er og þessir bílar á 80 - 120 km.hraða eftir Suður- og Vesturlandsvegi.

Það þarf að tvöfalda Suðurlandsveg og Vesturlandsveg  strax, svo þessi ökutæki geti í raun verið á vegunum án þessarar slysahættu, sem þeir valda í dag.

Þetta finnst mér mjög aðkallandi að laga strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband