Unglingar voru ekkert betri fyrir 40 árum en þeir eru í dag.

Það voru miklar varúðarráðstafanir gerðar að hálfu Lögreglu gagnvart unglingum, í kringum verslunnarmannahelgina.Fyrir 40 árum síðan. Þá var farið í þórsmörk og út í Eyjar og var leitað í farangri unglinganna á umferðarmiðstöðinni og á flugvellinum. Og áfengi helt niður ef það fannst. Þá voru sett boð og bönn við að unglingar söfnuðust saman t.d á Þingvöllum,Laugarvatni, Þjósárdal,Hreðavatni, Húnaveri og víða.

Og nú er unglingum bannað að tjalda á Akureyri, vegna umgengni og skrílsláta í fyrra. Mér finnst þetta bara mjög lélegt, það þarf að hafa dagskrá á svona mótum til kl 03 -04 fyrir þessa krakka sem eru flestöll mjög prúð og finnst gaman að skemmta sér við eigum að hjálpa þeim að skemmta sér á svona helgum.

Einu sinni man ég eftir að boð voru látin ganga um að allir ætluðu að hittast á Hreðavatni um Verstlunarmannahelgina og lögreglan hafði mikin viðbúnað á og við Hreðavatn, en það var dulmál unglinganna og allir fóru í Þjósárdal.

Nú heyrði ég í fréttum í kvöld að unglingarnir væru nær allir farnir frá Akureyri og nú skyldi verða djammað í Vaglaskógi. En ég held að það sé ekki rétt, ég held að þau verði á öðrum stað dáldið nær Akureyri.

Vona bara að þau fari varlega og sýni að þau geti skemmt sér vel og láti sér líða vel, það eru samt alltaf einhver skemmd epli í umferð sem ber bara að forðast.

Vona bara að fólk fái frábæra skemmtun þar ,sem það er.

Það finnst mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband