25.8.2007 | 09:44
Ofbeldið í miðbæ Reykjavíkur leyst ?
Nú eru komnar fram hugmyndir yfirvalda ,borgarstjórnarmanna og annara hvað sé rót þessara ofbeldis- og skrílsláta í miðbænum um helgar.Og hvað skuli nú gera til að stoppa þennan lýð í iðju sinni. Einum datt í hug að þetta væri bara allt Á.T.V.R. að kenna, að þeir voguðu sér að selja kaldan bjór og vín í verslun sinni í Austurstræti. Og nú er búið að taka kælinn í burtu. Er ekki allt í lagi með suma. Einum fannst að það væri nauðsynlegt að færa opnunartíma veitingahúsa til baka og loka öllu klukkan 3 eftir miðnætti. Ja hérna hvað menn eru fljótir að gleyma öllu sem því fylgdi forðum daga. Allir eru þó sammála um að gera lögregluna sýnilegri og láta hana fara um í hópum.Það hefur áhrif á ofbeldismenn. Sumum finnst að þeð eigi að fjölga myndavélum,upp allan Laugaveg og Hverfisgötu og í Þingholtum og Grjótaþorpi og bara nærliggjandi götum miðbæjarins. Sumir telja að reykingabannið á veitingastöðunum sé að valda látum og sóðaskap fyrir utan veitingastaðina. Allar nektarstaðir og súlustaðir bannaðir. Ég hef nokkrar hugmyndir um þessi mál sem eru mjög áhrifamikil og kosta lítið. Mér dettur í hug að vera með dóphunda lögreglunnar og víkingasveitina á ferli í bænum um helgar eins og gert er í alvöru lögregluríkjum. Það mætti líka setja nálgunarbann í ákveðinn radíus á miðbæinn um helgar fyrir þá sem sýnt hafa af sér ofbeldi gagnvart öðrum. Því mætti framfylgja með því að setja á þetta fólk öklaarmband svo hægt sé að fylgjast með því. Það mætti líka setja útgöngubann um helgar á miðbæinn. Það mætti líka færa alla veitingastaðina út að bæjarmörkum Reykjavíkur í allar áttir því þetta fólk sem kemur í miðbæinn er líka úr öðrum sveitarfélögum. Það mætti líka banna alla leigubíla í miðborginni um helgar. Þá kæmist bara engin heim af fyllérínu. En sumt af þessu er ekki í anda frjálshyggjunar og passar því ekki í þetta samfélag sem búið er að móta í miðbæ Reykjavíkur Dæmi nú hver um sig. Þetta finnst mér. | ||
» Enginn sagt sína skoðun |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umræðan, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.