Umsagnir dómara um dómara tímaskekkja.

Það hlýtur nú að koma að því að Alþingi breyti lögum um val dómara í Hæstarétt. Og ég er hissa á því að ekki skuli vera kominn fram tillaga um breytingu á lögum um ráðningu Hæstaréttardómara.

Í  dag þurfa Hæstaréttardómarar, er samkvæmt lögum ,að gefa Dómsmálaráðherra einhverja umsögn um viðkomandi nýja umsækjendur Hæstaréttardómara.

Og þurfa síðan að vinna með þeim sem ráðinn er af Dómsmálaráðherra, burt séð frá því hvort hann sé hæfastur eða ekki.

Það er komin timi til að breyta þessu og gera þetta gegnsægt. Og setja saman ráðningarnefnd til að ráða í æðstu stöður í opinbera geiranum.

Þessi ráðningarnefnd fengi í hendur ferilskrá þeirra manna sem sóttu um störf eins og Dómara, Seðlabankastjóra,Lögreglustjóra, Ríkissaksóknara,Skattarannsóknarstjóra,Forstjóra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins.

Þá yrðu bara þeir hæfustu ráðnir og pólitískar vildarvinapólitík vonandi úr sögunni.

En það verður nú sennilega einhver bið á því, fyrirgreiðslupólitík sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið meiri enn einmitt núna. Ég ætla að eftirláta öðrum að tíunda hana.

Hinn flokkurinn í ríkistjórninni fær engu áorkað í þessum málum. Aðal pólitíkin hjá Samfylkingunni er að hafa hernaðaræfingar á hernaðaræfingar og meiri hernaðaræfingar.

Þau dansa bara með Sjálfstæðisflokknum í darraðadansi frjálshyggju og fyrirgreiðslupólitíkur.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband