Klukkan 8:17 í morgunn spáði ég um þá hluti sem hafa nú ræst í Borgarstjórn Reykjavíkur.

Ég setti fram í bloggi í gær það sem ég las út úr yfirlýsingum og ræðum Borgarfulltrúanna á aukafundi í borgarstjórn .

Svo í morgunn varð þetta bara enþá skýrara þá setti ég fram það sem mér fannst í raun mundi gerast og kom allt heim og saman nema að ég sá ekki fyrir nýtt embætti Svanhvítar Svavarsdóttur, og Margrét Sverrisdóttir utanflokka yrði Forseti Borgarstjórnar, allt annað gerðist.

Ég óska nýjum meirihluta til hamingju en vil nú brína fyrir þeim að hafa Björn Inga Hrafnsson í mjög stuttu bandi meðan verið er að koma helstu deilumálum undanfarna daga og vikna á vinnsluborðið.

Mikið er svo ömurlegt að heyra og sjá Borgarstjórnarflokk sjálfstæðisflokksins grenja og væla núna utan í hvern annan og mæra Borgarstjóran sinn fyrrverandi,vitandi um að þau sviku borgarstjóran sinn með baktjaldamakki og klögunarmálum til æðstustjórnar í Sjálfstæðisflokknum.

Það er líka mjög skondið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fékk að súpa á sama úldna tevatninu sem hann lét Ólaf F. Magnússon súpa af, við stjórnarmyndun fyrir sautjánmánuðum, skrítið hvað handsal hans Vihjálms Þ. hafði litla meiningu þá líka.

Eru menn nokkuð búnir að gleyma framkomu Vilhjálms Þ. þá ? En Vilhjálmur mætti ekki á fund með Ólafi F. Magnússyni  og lét ekki vita af sér fyrr enn hann var búinn að mynda meirihluta með Birni Inga.

Svona eru nú hrossabrestir pólitíkunnar í Borgarstjórn Reykjavíkur . Einhver hefði kallað þetta óheilindi .

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband