16.10.2007 | 09:21
Stjórnmálamenn eru bara yfir höfuð ómerkilegir pappírar eftir að búið er að kjósa þá til starfa.
Þegar boðað er til kostninga er yfirleitt kosinn listabókstafur og menn og konur eru kosnir af lista sem lagður er fram og þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að hafa kjörgengi.
Og allir þeir sem samþykktir eru á þennan Bókstafslista eru kjörnir til starfa í raun og veru.
Ákveðinn fjöldi manna og kvenna á hverjum lista nær kostningu vegna atkvæðamagns og hinir ,sem ekki ná atkvæðamagni eru varamenn á sama lista.
Síðan fer fólk til starfa og undir sínum listabókstaf.
En svo kemur eitthvað upp á bátinn innan flokksins og viðkomandi aðili sem hefur náð kjöri fyrir flokkinn segir sig úr flokknum en starfar áfram á vettfangi án þess að hafa lengur raunverulegt umboð kjósenda listabókstafsins ,sem kusu viðkomandi til starfa ,hvort sem er í Borgarstjórn eða til Alþingis.
Mörg dæmi eru um þetta í gegnum tíðina t.d voru menn kosnir á þing fyrir Bandalag Jafnarðarmanna, og þingmenn gengu síðan úr flokknum þegar Vilmundur Gylfasson lést og störfuðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn og neituðu réttkjörnum varamönnum um setu á Alþingi.
Þetta var svona líka með Borgaraflokkinn þar klufu menn sig úr þeim flokki og stofnuðu bara nýjan flokk og sátu á þingi án þess að roðna.
Og komust upp með þetta.
Engin þingmanna á þingi gerði neinar athugasemdir við þessi mál og stóðu ferkar í vegi fyrir því að leiðrétta þetta mikla óréttlæti gagnvart kjósendum.
Þetta á líka við í dag, það eru ekki sett skýr lög um hvernig staða þessara stjórnmálaflokka er gagnvart fólki sem ræður sig í framboð ,fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk en sá stjórnmálaflokkur hefur ákveðin listabókstaf til aðgreiningar frá öðrum stjórnmálaflokkum.
Mín skoðun er sú að ef fólk er kosið t.d. til Alþingis og í Borgarstjórn eða Bæjarstjórnir af bókstafslista stjórnmálaflokka sé rétt kosið og fólkið sé fulltrúar fyrir ákveðinn listabókstaf stjórnmálaflokks.
Ef fólkið kýs að hætta að starfa fyrir viðkomandi stjórnmálaflokk með ákveðinn listabókstaf þá eigi að kalla inn næsta varamann fyrir þennan stjórnmálamann sem vill hætta.Og viðkomandi á að hverfa frá þessum stjórnunarstörfum.
Því segi ég að Frjálslyndiflokkurinn ætti að róa að því að leggja fram lagafrumvarp sem tekur á þessum málum, sá flokkur hefur um sárt að binda bæði á Alþingi og nú í Borgarstjórn.
Það hafa líka gengið í þann flokk menn sem kosnir voru af fólki sem studdi annan listabókstaf en bókstaf Frjálslyndaflokksins.
En að er aumkunarvert fyrir flokksforustuna og fylgismenn Frjálslyndaflokksins að vera með persónulegar svífyrðinar við þetta fólk sem yfirgefið hefur flokkinn, en heldur áfram að starfa undir öðru merki. Þetta heitir að starfa eftir sannfæringu sinni.
Þess vegna finnst mér flestir þeir sem komast til áhrifastarfa í gegnum kosningar og haga sér síðan þannig að skipta um stjórnmálaflokk eftir á ekki mikil pappíar. Hinir sem láta þetta viðgangat eru bara ennþá verri.
Þetta finnst mér.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umræðan, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.