Velferðarríkisstjórn hvað ?

Ríkistjórnin hefur ekki áhyggjur af því þó landsbyggðarfólkið sem er að missa atvinnuna og sumir búnir að missa hana eins og sjómenn og fiskverkafólk flytjist allt til Reykjavíkur.

Það er bara verið að plástra á báttið í þjóðfélaginu, aukið fjármagn í þetta og þetta bara tjaldað til einnar nætur. Og auðvitað er það gott í augnablikinu að losa um biðraðir í hinum ýmsu stofnunum og koma á mót við fólk sem hefur orðið undir í þjóðfélaginu.

En það þarf að gera betur og meira það þarf að setja lög sem stoppar allt þetta óréttlæti í þjóðfélaginu,gagnvart öldruðum, sjúkum, öryrkjum og gagnvart þeim sem leigja húsnæði og borga okurleigu.

Nei þessi ríkistjórn sem kennir sig við velferð hefur eiginlega ekki sýnt neina velferð í verki.

Það er kannski velferð að verða atvinnulaus.

Það er kannski velferð að eiga ekki fyrir útgjöldum.

Það er kannski velferð að eiga ekki fyrir mat.

Það er kannski velferð að að líða illa vegna biða inn á sjúkrahús.

Það er kannski velferð að hjónum sé stíað í sundur á elliheimili.

Það er kannski velferð að vera gamall en fá enga aðhlynningu nema vera vel fjáður.

það er kannski velferð að vera öryrkji sem allt er tekið af.

Það er kannski velferð að verða neyddur til að flytja burt vegna lokunnar atvinnufyrirtækja.

Nei Þessi ríkistjórn er að fara í öfuga átt.

Það þarf að setja lög sem tryggja öllum í þjóðfélaginu  jafnanrétt. Hvort sem þú ert kona eða karl, heilbrigður eða sjúkur, samkynhneigður eða gagnkynhneigður, ungur eða gamall svo eitthvað sé nefnt.

Það finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband