Sjávarútvegsplássin leggja upp laupana eitt og eitt nú er það Bíldudalur !

Ríkistjórnin kemur til með að græða miljarða króna á næstunni þar sem byggðasjóðir og bjargráðasjóðir, viðlagatryggingasjóðir þurfa ekki að veita þessum þurfalingum í sjávarútvegi neina hjálp því þeir eru allir að hætta eða eru hættir.

Það er samt verst með fólkið sem hefur byggt afkomu sína af sjáfarfangi og mörg fyrirtæki hafa fjárfest í nýjum tækjabúnaði ,nýjum vinnslulínum og nýjum skipum.

Vonandi er Prinsinn úr Bolungarvík ánægður með gjörðir sínar á hendur landsbyggðarfólki.

Ég segi bara við ykkur landsbyggðaþingmenn látið gera stjórnsýsluúttekt á Hafrannsóknarstofnun og fáið viðurkend fyrirtæki til að fara yfir útreikninga Hafrannsóknarstofnunar á aflarannsóknum, það gæti verið kommu villa einhvernstaðar.

Ég er viss um að þessir útreikningar eru rangir.

Hvað hafa komið margar svartar skýrslur frá þessari Hafrannsóknarstofnun, sem síðan hefur ekkert verið að marka.

Ég er alveg hissa reyndar hvað lítið heyrist frá  þeim þingmönnum og hinum eina flokki sem hefur afgerandi, sjávarútvegsmál, kvótamál og velferð sjómanna í forgrunni sinnar stefnu.

Það þarf að vekja máls í þinginu stanslaust þegar færi gefast á því óréttlæti sem sjómenn og fiskverkafólk er beitt nota allar málpípur sem til eru.

Það er núna inni á þingi fólk sem hefur áratuga reynslu af sjávarútvegi, nýta það fólk.

Vera alltaf að mótmæla þessum mannréttindabrotum sem ríkistjórnin er að framkvæma á sjómönnum og fiskverkafólki. 

Hvaða sjávarútvegspláss lokar öllu hjá sér næst vita þingmenn það kannski ?

Flýtið ykkur þið sem eruð að missa atvinnua í sjávarútvegi að ná ykkur í 200.000 krónurnar áður en þeir taka þær af ykkur líka og komið ykkur bara í burtu frá þessum stöðum, ykkur verður ekki hjálpað, nema þið hjálpið ykkur sjálf.

Þetta finnst mér.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Frjálslyndir hafa lagt fram fjölmörg frumvörp á þingi í haust, um hvernig hægt er að laga kvótakerfið en ríkisstjórnin hefur jafnharðan vísað þeim frá. kv.

Georg Eiður Arnarson, 6.11.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Þakka þér Georg fyrir þitt innlegg.

Það þarf þá að breita baráttuleiðum t.d. virkja fólkið  í landinu betur og koma almenningsálitinu gagnvart ríkistjórninni á hæðsta áhættustig svo hún hlusti.

Safna undirskriftum allra Íslendinga og mótmæla mannréttindabrotum sem sjómenn og fiskverkafólk verður fyrir. Efna til ófriðar á vinnumarkaði, stoppa virkjanaframkvæmdir.....

Ekki leggja árar í bát.

Það finnst mér

Guðmundur Óli Scheving, 6.11.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband