Ætlar þú að verða sjómaður þegar þú verður stór ?

Ætlar þú að verða sjómaður sonur sæll var sagt hér áður fyrr og vottaði fyrir stolti hjá fyrirspyrjanda  sem annað hvort voru Afi eða Pabbi.

Enn í dag yrði sagt láttu þér ekki detta til hugar að gerast sjómaður nema þú ætlir að vera einn og ætlir ekki stofna fjölskyldu.

Þá gætir þú trúlega dregið fram lífið, ef þú fengir að búa um borð í skipinu, sem þú ræður þig á.

En þetta er einnmitt  það sem bíður þeirra sem ætla að gerast sjómenn núna, þegar ekki má veiða neinn fisk.

Fjölskyldur flosna upp og flytjast í burtu frá hreimahögum og eftir standa verðlausar eignir og vinatengsl og fjólskyldubönd í söknuði eru slitin.

Þá er alveg ljóst að í svona ástandi þegar að fólk þarf að flytjast burt úr öruggu umhverfi  atvinnu ,húsnæðis og fjölskylduböndum.Þá brestur eitthvað oftastnær og fjölskyldur flosna upp og skilnaðir verða og sársauki, vanlíðan, kvíði og það er erfitt að fá vinnu.

Þetta er svona ein mynd  en ekki sú versta af framvindu sjómannafjölskyldu, sem beitt er því harðræði ríkistjórnar Íslands að vera sagt upp vinnunni. Ég ætla ekki að nefna það versta.

Og sumir fá ekki neina aðstoð aðra en 200.000 kr til að flytja burt. Það er eina mótvægisaðgerð ríkistjórnar Íslands.

Ég er svo hneykslaður og reiður í hjartanu yfir því hvernig farið er með sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta er bara skammarlegt.

Ég þekki þetta sjómanslíf mjög vel, var sjálfur til sjós í 27 ár og veit vel hvað sjómenn hafa lagt til þjóðfélagsins með  því að draga fisk úr sjó.

Eða átta menn sig ekki á því að velgmegun Íslensku þjóarinnar var sótt í kistu hafsins, sem síðar var gefin örfáum aðilum.

Sem búnir eru að koma ár sinni fyrir borð annarstaðar og þykir því sjálfsagt að loka á möguleika annara til að stunda sína atvinnu.Sem vilja gleypa allt núna, það er óarfi að nefna einhver nöfn það vita allir um hvað er verið að tala.

Menn eru eitthvað hissa á hve fáir fara á sjómannabrautir eins og Skipstjórnar- og vélstjórabrautir eftir að ríkistjórnin afskrifaði þessar stéttir með einu pennastriki.

Hvaða sjávarpláss verður næst á eftir Bíldudal að gefast upp, kannski Vestmannaeyjar ?

Þeta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband