Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í heild sinni hefur stolið af þjóðinni með spillingu áratugum saman !

Spillingin í Sjálfstæðisflokknum kemur upp á yfirborðið ,alltaf annað kastið sér í lagi þegar lélegir stjórnendur eru við völd í flokknum. Eins og núna. Því Sjálfstæðisflokknum er stjórnað úr Seðlabankanum. En ekki úr stjórnarráðinu.

Það eru búnir að vera í gengnum tíðina margar fylkingar og klofningar í Sjálfstæðisflokknum, Það er hægt að byrja á spillingu í kringum Bjarna Benidiktsson,Geir Hallgrímsson,Gunnar Toroddsen, Albert Guðmundsson,  Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson, Gísla Marteinn Baldursson,Júlíus Vífill Ingvarsson, svo eitthvað sé nefnt.

Þessir menn hafa sett svip sinn á allt þjóðlífið á sínum tíma  og í nútíma og margt er ennþá verið að bíta úr nálinni með, sem þeir komu á.

Ég sleppi konunum í Sjálfstæðisflokknum því þær eru ekki femínistar, þær fylgja bara kallaveldinu eru bara samdauna þessari spillingu sem viðgengst og hefur viðgengist í gegnum tíðina.

Framsóknarflokkurinn er í niðurbroti eftir að fyrrverandi formanni tókst endanlega að eyðileggja flokkinn og flúði síðan land því ekki tókst honum að koma nóg og miklum valdaskúrkum í framlínu flokksins,hann hljóp í burtu frá öllu svínaríinu og lætur aðra um að þrifa og laga eftir sig.

Menn hljóta að muna hverskonar gjörningur varð uppi þegar Jón Sigurðsson komst til valda fyrir stutu síðan, með ásetningi ákveðins formans Framsóknarflokksins. Honum var bara afneitað hann komst ekki á þing. Það hefði betur skeð þegar annar formaður flutti sig til Reykjavíkur af Suðausturlandi. Hann sá sami var dreginn inn af öðrum manni þar.

Það hafa verið litríkir og magnaðir stjórnendur sem hafa komið frá Framsóknarflokknum eins og Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannson. það er samt mjög margt frá þeirra stjórnartíð sem þörf er á að breyta.

Ég ætla ekki langt aftur í tíma til að rifja upp.

Stoppum við myntbreytinguna þar var öllum sparnaði fólks og líferyrssjóðum stolið í talnaleik Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Þá var ekki gengið til samninga við verkafólk heldur sett lög og lög ofan.

Gengið fellt og fellt. En ekkert breyttist í hagkerfinu.

Þá voru allar vístölur fundnar og búnar til og við erum ennþá að bíta í skottið á okkur með lélegt hagkerfi. Víxlverkanda kerfi. Öll lán voru vísitölutryggð og eru ennþá.

Einkavæðingin og frjálshyggjan. Hvert er það að leiða okkur.

Bankarnir voru gefnir vildarvinum og vísitölutryggingarnar sem áttu að hjálpa ríkiskerfinu fylgu með og á því eru þessi bankar trygðir í dag þeir eru ekki í neinni áhættu.

Það sjónarspil með sölu Ríkisbankanna var allt fyrir luktum dyrum og í leynimakki stjórnmálamanna.

Sama með önnur fyrir tæki eins og Síman bara ógeðslegt sjónarspil með sölu þessa fyrirtækis til vildarvina.

Það var stoppað af ævintýrið sem átti að endurtaka með OR og REI. Guð sé lof.

En þá kemur bara eitthvað nýtt eins og á Keflavíkurflugvelli að vísu er aðeins og snemmt að draga  einhverjar ályktanir  núna , ríkisendurskoðun á að fara í málin.

Þessir flokkar kunna svo sannarlega að stjórna saman.

Ég veit að stiklað er á stóru.

En þetta finnst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband