Hver sér um að fylgjast með hvert Símapeningarnir fara ?

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað mikið sé eftir af andvirði símans og í hvað er búið að setja peninganna. Það voru markaðar mjög skýrar línur hjá ríkistjórninni 2005 þegar síminn var seldur.Hvert peningarnir ættu að fara. Hluti af þeirri ríkistjórn situr enn.

Lög voru sett um hvernig og hve mikilum fjármunum yrði eytt í uppbyggingu á ýmsum þáttum þjóðlífsins. Það var mjög gagnrýnt af t.d. Samfylkingunni þá að ekki hafi verið  gerð ítarleg áætlun og  forgangsverkefnin væru ekki í réttri röð og fleiri studdu þennan málatilbúnað.

Nú situr Samfylkingin í ríkistjórn. Og nú er verið að forgangsraða hlutunum upp á nýtt og fresta þessu og fresta hinu. Og trúlega þarf að breyta lögum um þessi mál fram og til baka enn og aftur.

Ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru vöruð við þessari þenslu sem yrði við það að þessir  peningar færu í opinberar framkvæmdir við t.d. Sundabraut og Háskólasjúkrahúsið.

Þá skellti núverandi Seðlabankastjóri og þá forsætisráðherra skollaeyrum við þeim viðvörunum sem fram komu um allt þjóðfélagið. Og er alveg furðulostinn yfir þessari þenslu, já sem hann stuðlaði að m.a.

Það má því þakka honum og þessari ríkistjórn að hluta, að öllum stóru málunum verður frestað og frestað þar til að enginn man lengur eftir þessum síma aurum. Og þesir aurar hverfa bara í annað en þeim var ætlað.Ég er vissu um það.

Það er engin sem fylgist meða þessu held ég.

Þetta finnst mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband