10.12.2007 | 21:32
Hættulegasti maður í ráðherrastól hingað til ?
Mér finnst alveg rosalegt hvernig nú á að loka á hina ýmsu þætti heilbrigðisþjónustu á Reykjavíkursvæðinu.
Skera upp herör á þá sem voru að fá nokkrar bætur frá ríkistjórninni eins og aldraðir, öryrkjar og fl.
Það stendur til að ná þessum aurum af þessu fólki með að fá einkageiran í lið með heilbrigðisráðuneytinu. Með uppsprengt verð á slíkri þjónustu í Reykjavík.
Eða með öðrum orðum hleypa einkavæðingunni að í heilbrigðismálum Reykvíkinga.
Það hækkar þá öll sú þjónusta. Nei nú verður bara að stoppa svona hugsanir í eitt skipyi fyrir öll.
Sá ráðherra sem er með öll spilin á hendi í heilbrigðismálum í dag, var sá stjórnmálamaður sem opnaði bakdyrnar á OR og REI forðum daga þegar hann starfaði á öðrum vettfangi.
Ég vona bara að þingmenn Reykjavíkur og nágrenis komi í veg fyrir að Ráðherra Helbrigiðsmála fái að leika lausum hala í heilbrigðismálum Reykjavíkur.
Þetta er eini ráðherran sem ég treysti ekki, mér finnst hann ekki heill, man bara líka eftir framkomu hans í prófkjörsslagnum forðum daga, ekki mjög drengilegt þar....
Þetta finnst mér.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 279
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 266
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú talar um eins og enginn einkavæðing hafi átt sér stað í heilbrigðiskerfinu undanfarna áratugi. Ég veit ekki betur en að nú þegar séu margir tugir ef ekki hundruði af einkareknum stofum um allan bæ. Allt frá því að vera viðtalsstöfur upp í að vera háþróaðar skurðstofur. Ekki hefur þetta nú hækkað verðið á þeirri þjónustu. Ég fór til að mynda í aðgerð fyrir nokkru síðan og hún kostaði það sama á Landspítalanum og í Orkuhúsinu samt er önnur einkarekin og hin ekki. En munurinn var að ég komst að í Orkuhúsinu mun fyrr en ef ég hefði farið á Landsspítalanum. Svo ég hef ekkert nema gott um það að segja.
Hinsvegar held ég að Guðlaugur Þór sé afar fær maður og á hárréttum stað enda ekki vanþörf á tiltekt í þessu kerfi enda hljótum við að vera sammála um að það eru miklir hagræðingarmöguleikar í kerfinu án þess að skerða þjónustuna við nokkurn mann þeim mun líklegar er að þjónustan aukist. Þeim aðgerðum treysti ég ekki nokkrum manni betur en ráðherranum að fara í.
Óttarr Makuch, 10.12.2007 kl. 22:09
Sæll Óttar. Þakka þér þitt innlegg.
Það er ekki hægt að tala um einhverja einkavæðingu í heilbrigðisgeiranum þegar ríkið jafnar allt með sínum greiðslum á móti.
Hinsvegar hræðist ég að þetta eigi eftir að breytast og styrkir frá ríkinu hverfi , það er boðskapur frá heilbrigðisgeiranum um þessar mundir.
Ég er alveg á öndverðum meiði við þig um hæfni Guðlaugs Þórs á þessum vettfangi.
Guðmundur Óli Scheving, 10.12.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.