Eru launahækkanir æðstu embættismanna sjálfsagðar ?

Þeir skammta sér bara sjálfir launin, stundum í gegnum kjararáð, en annars eru einhverjar reglur sem eru bara hefðbundnar, búnar að vinna sér hefð í Íslensku þjóðlífi og notaðar þegar við á.

Þrisvar sinnum á þessu ári hafa laun æðstu embættismanna hækkað.

Mér finnst rosalega lélegt hjá ríkistjórninni að vera hækka laun sín og þeirra sem eru komin með föst laun yfir 500 þusund og hærra á þessum tímamótum.

Laun æðstu embættismanna hækkuðu um  2,6% í sumar en í byrjun ársins 2007 vorulaun hjá þessum hóp hækkuð  um 2,9 %. Núna eru menn að hækka  frá @ 16.000 kr -35.000 kr.á mánuði. Þessir menn og konur eru að hækka um þrjá launaflokka.

Laun kjarasamninga Starfsgreinasambandsins voru hækkaðar í janúar 2007 í 2,9% og hafa ekkert verið hækkaðar síðan.

Það er alveg makalaust og mikil ósvífni  hjá kjararáði gagnvart Verklýðshreyfingunni  að ráðið skuli koma með þessar hækkanir, áður en almennar kjaraviðræðum er lokið.

Þetta er gert svo augljóslega til að ná líka til viðbótar þeim % sem verkalýðshreyfingin kemur til með að ná í væntanlegum samningum.

Svo eru þúsundir Íslendinga sem ekki geta haldið mannsæmandi laun, eiga ekki fyrir einu eða neinu. Hvar eru eiginlega þeirra launahækkanir ?

Það er svo mikil skítalykt af þessum launahækkunum að maður gæti haldið svona í fljótu bragði, að það væri gúanóverksmiðja á austurvelli en ekki Alþingi Íslendinga.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband