Nú á að eyðileggja áramótaskaupið! Búið að eyðileggja Spaugstofuna !

Hverskonar fólk er þetta eiginlega sem búið er að ráða í áhrifastöður hjá Ríkisútvarpinu -Sjónvarpi.

Ekkert er lengur heilagt í hefðbundnum dagskrárliðum á jólum og áramótum. Allar góðar hefðir látnar róa fyrir aurapúkan.

Spaugstofan er búin að vera og hefur bara ekki náð sér á strik síðan Randver var látinn hætta.

Nú á að rjúfa áramótaskaupið með auglýsingum. Hverskonar ósvífni er þetta eiginlega.

Væri ekki nær að setja þessa auglýsingu sem er svona mikilvæg í Aftansönginn á aðfangadag, eða i ávarp Forsætisráðherrans á því kvöldi, eða í ávarp Forseta Íslands á Nýjársdag.

Það er búið að eyðileggja Kastljósið fyrir löngu síðan með auglýsingum og bulli.

Næst verður hætt að lesa jólakveðjur til sjómanna af því að það eru svo fáir á sjó og síðan bara almennar kveðjur. Eða að þessir ráðamenn RUV láta einhverja rappakveðjurnar, eða álíka.

Bráðum verða engar hefðir eftir í fastgrónum dagskrárliðum sem fólki hefur þótt vænt um í gegnum tíðina, þetta er bara ósvífni af þessum nýju stjórnendum RUV.

Skammist ykkar.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband