Áramótaskaupið er eign þjóðarinnar !

Ég ætlaði ekki að skrifa meira um væntanlegt áramótaskaup en get ekki annað en bennt á þennan hroka og yfirgangssemi Utvarpstjórans og lýgina í honum.

Hann segir í Fréttablaðinu í dag að aðeins tveir hafi kvartað yfir þessu við Útvarpið,það er bara lýgi.

Það eru nokkuð fleiri sem hafa kvartað til RUV og svo hefur þjóðfélagið logað í deilum út af þessu máli.

Hann talar niður til ráðherrans, sem tjáði sig um daginn um sína skoðun og er á móti því að auglýsa í Áramótaskaupinu. en ráðherran Þorgerður Katrín er nú yfirmaður Páls Magnússsonar.

Hvað gerir maður þegar yfirmaður manns er ekki sáttur við hvernig maður vinnur.

Er Páll Magnússon í einhverri hugarkreppu. Mér finnst að það fyrirtæki sem ætlar að brjóta upp þessa hefð þurfi að skoða gang sinn verulega, ef þetta er alþjóðlegt fasteignabraskarafyrirtæki, eða Banki sem á orðið allt og allt er þetta ekki annað en græðgi og yfirgangur. 

Þá held ég að Páll Magnússon ætti að fara að huga að öðru starfi, honum verður ekki vært sem Útvarpstjóri RUV ,hann er búinn að afreka það að eyðileggja Spaugstofuna og nú er það Áramótaskaupið.

Hversvegna setur hann ekki þessa auglýsingu inn í Aftansöngin á Aðfangadagskvöld, eða inn í Ávarp Forsætisráðherrans hann er nú frjálshyggjumaður, eða inn í Ávarp Forseta Íslands á Nýjársdag.

 Þetta er svo mikil ósvífni í Páli Magnússyni að maður getur ekki einu sinni óskað honum árs og friðar ef af þessum gjörningi verður.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Það er enginn að væla ég er að benda á að sumt er þannig að maður lætur kjurrt liggja.

Það segir bara skynsemin manni, mér sýnist svona í fljótubragði þú ekki hafa mikinn húmor fyrst þú skilur ekki hin djúpa húmor sem Randver hafði og gaf okkur í gegnum tíðina.

Guðmundur Óli Scheving, 25.12.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 84373

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband