Ríkistjórnin verður ekki langlíf.

 

Það er alveg ljóst að Ríkistjórnin  er búin að gera á sig langt upp á bak.

 

Og sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn ,sem hefur líka verið með allt niðrum sig síðast liðnin 16 ár að minsta kosti. En þá var Sjálfstæðisflokkurinn með aðra hækju sér við hlið Framsóknarflokkinn sem aldrei axlar neina ábyrgð bara stappar í forinni.

 

Núna er það Samfylkingin sem er bara orðin hin svikula hækja, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf þurft að styðja sig við einhvern annan flokk til að vera samsekur svínaríinu með Sjálfstæðisflokknum þegar upp er staðið.

 

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru samsek um aðför að sjómönnum og fiskverkafólki. Engar mótvægisaðgerðir eru fyrirhugaðar fyrir þetta fólk, aðrar en að gera fólki kleyft að flytja burt úr sjávarbyggðunum.

 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru samsek að aðför að sjávarþorpununm í kringum landið. Skipum er lagt og fyrirtækjum lokað þar sem engin kvóti er lengur til skipta. Mótvægisaðgerðir eru meðal annars að láta fólk mála opinberar stofnanir.

 

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru samsek um að seinka breikkunn Suðurlandsvegar. Og vilja með því stuðla að frekari slysum á þessum vegi á næstu árum.

Færðir eru til peningar annað sem áttu að fara í þetta verkefni.

 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa slegið af  Sundabrautarverkefnið til einhverra ára og þetta verður notað í  kosningaloforð fyrir næstu kosningar. Sundabraut verður bara aldrei framkvæmt.Það má alveg ljóst vera.

 

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn  er anskotans sama um umhverfið og vinna að því að sækja um meiri kvóta fyrir alþjóðafyrirtæki í mengunarstóriðju. Ekki liggur fyrir nein samhæfð stefna í umhverfismálum, þar talar einn um annan þveran.

 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru bara ljótasta parið á dansleiknum sem þjóðinni er boðið upp á í dag. Stíga glímutaktaspor sem er ómulegt að fylgja eftir og einstaka haltrandi víxilspor sem kemur öllum á óvart í tíma og ótíma.

 

Ég mun  fjalla um samband þessara tveggja flokka fram að áramótum og hvað þeir eru að gera og búnir að afreka á þessum 6 mánuðum sem þeir hafa húkt saman í Ríkistjórn Íslands.

 

Þetta finnst mér.

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Bjarni .Þakka þér þitt innlegg

Guðmundur Óli Scheving, 29.12.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband