Úldin kryddsíld.

Í dag var þáttur á Stöð 2 sem er árlegur viðburður á þeim miðli eða Kryddsíld.

Þar komu allir stjórnmálaleiðtogarnir saman og létu móðan mása um sitt ágæti og hvað þeim er búið að vegna vel á árinu og hvað allt er gaman og gott.

Ekki var minnst einu orði á þá sem urðu að betla sér matar fyrir jólin,en það voru nokkur þúsund manns.

Ekki var minnst á fólksflóttan frá sjávarþorpunum.

Ekki var minnst á atvinnuleysið hjá sjómönnum sem ríkistjórnin stóð  í að svifta vinnunni fyrr á árinu.

Ekki var minnst á að samningar eru lausir og djúpar gjár milli aðila.

Ekki var minnst á hvernig ríkistjórnin ætlar að jafna bilið milli fátæka og ríkra.

Þessi kryddsíld var mjög úldin og engin af þessum forustumönnum hafði neitt að segja við þjóðina ekkert sem skipti þá sem minna mega sín neinu máli.

Það er auðsýnilega búið að skipta út velferðarmálunum fyrir ráðherrasæti.

Stjórnarandstaðan.....hvar er hún eiginlega....þetta var í mínum augum eins og þrír mjálmandi kettir. Þefandi að þrárri og úldni kryddsíld.

Þetta finnst mér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 84371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband