RUV skuldar Íslenskuþjóðinni afsökunarbeiðni vegna þess að gleyma að sýna áramótaskaupið í gærkvöldi.
Það sem var á dagskrá undir liðnum Áramótaskaup var bara einhver hallærisleg stuttmyndasería án húmors.
Ég skora líka á fólk að hunsa fasteignafyrirtækið REMAKS fyrir að voga sér að brjóta upp eina helgustu stund Íslenskarþjóðar á gamlárskvöld.
Þegar allir eru saman fyrir framan sjónvarpið til að vera lausir við auglýsingar og áróður fyrirtækja.
Þetta sem kallað var áramótaskaup í dagskrá í gærkvöldi er bara það lélegasta sem ég hef séð undir þeim titli, síðan sýningar sjónvarpsins hófust.
Þessir aðilar sem sömdu þetta og stjórnuðu eiga bara að snúa sér að einhverju allt öðru.
Það finnst mér.
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér.
Er ekki hægt að sópa saman Gísla Rúnari og þeim sem gerðu Heilsubælið, Ladda og fólki sem er fyndið til að sjá um þetta?
Það á að bjóða þetta út.
I I (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 16:05
Sæll Ingþór. Ég er líka sammála þér meða að aðrir sem eru fyndnir eigi að sjá um þetta.
Þakka þér þitt innlegg.
Guðmundur Óli Scheving, 1.1.2008 kl. 16:12
Alls ekki sammála --- Þið verðið að fylgjast með fréttum,ef þið viljið njóta skaupsins
Halldór Sigurðsson, 1.1.2008 kl. 16:24
Sæll Halldór.
Ég er fréttafíkill og fylgist mjög vel með fréttum.
Hef bara ekki svona húmor eins þú sem er einnar stjörnu ef settur er mæilkvarði á fyndni.
Ég þarf meira til að hlægja og skemmta mér.
Enda veistu alveg sjálfur ef þú hefur fylgst með skaupunum þá var ekki einu sinni heyrnarlausum gefin kostur á að fylgjast með, með því að texta þáttinn.
Guðmundur Óli Scheving, 1.1.2008 kl. 16:43
Sennilega sluppu þeir heyrnarlausu nú best út frá þessari skelfingu.
Ég held að þetta hafi verið áramótagabb. Mér er sagt að raunverulega skaupið verði sýnt á þrettándanum.
Árni Gunnarsson, 2.1.2008 kl. 23:19
Sæll Árni.
Þakka þér þitt innlegg
Guðmundur Óli Scheving, 3.1.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.