Samfylkingin er hægri Krataflokkur !

Samfylkingin lét aldeilis í sér heyra á neikvæðum nótum við ráðningu í Hæstarétt fyrir einhverjum misserum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn kom sínum mönnum  að í Hæstarétti með samþykki Framsóknarmanna. Sem ekkert heyrist í heldur útaf þessum ráðningum.

Og ekki heldur í þingmönnum frjálslyndaflokksins.

Eru þetta dulin samráð  flokkanna?

En á þeim tíma féllu mörg þung orð frá Samfylkingunni um þær ráðningar í Hæstarétt.

Núna heyrist ekki stuna ekki eitt einasta orð vegna ráðningar Þorsteins Davíðssonar í dómaraembætti. Samfylkingin hefur samþykkt þessa pólitísku ráðningu Davíðssonar.

Og gefur bara ekkert fyrir hvað fagnefnd um ráðninguna hefur að segja. Frekar en ráðherran sem stóð að ráðningunni. Þó að yfir 80% aðspurða í viðamikilli skoðannakönnun á vísir.is sé þeirrar skoðunar að um rökstuðningur ráðherra sér rangur eða bara bull.

Ráðning Árna Matthiasen á Þorsteini Davíðssyni, gaf Iðnaðarráðherranum að hans mati sama rétt til að ráða sinn kunningja í starf Orkumálastjóra. 

Þetta heitir spilling, spilling sem Samfylkingin hefur á stefnuskrá sinni að uppræta. En er strax búin aða gleyma.

Hvað með verkalýðshreyfinguna ? Samfylkingin hefur hingað til talið sig til verkalýðsflokka og staðið með verkalýðshreyfingunni en ekki lengur. Bara lok lok og læs á verkalýðshreyfinguna, Samfylkingin  vill ekki lagfæra  eða liðka fyrir þeim sem lökust kjörin hafa.

Það er að fjara undan þessari ríkistjórn og þó nei sennilega ekki þegar það eru tveir hægri flokkar sem stjórna landinu frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokksins og hægri krataarmur Ingibjargar Sólrúnar.

Hinir skulu bara hafa hægt um sig.

Glæsilegt hjá ríkistjórninni  bæta enn einni feygðarfjöðrinni í hatt sinn.

Fyrst var ráðist á Sjómennina og fiskverkafólið og því sagt að éta það sem úti frýs.

Núna er þeim sem lægst hafa launin sagt að þau geti líka étið það sem úti frýs.

Þjóðfélaginu stefnt í uppnám og leiðindi að hætti Sjálfstæðisflokks og Krata.

Jafnaðarstefnan er látin víkja fyrir yfirgangsstefnu Sjálfstæðisflokksins. Til Hvers ?

Jú valdasýki þessara flokka er bara með  endæmum og eru einræðistilburðir hjá sumum ráðherrum skýr mynd af þeim gjörningi sem nú er að gerast í þjóðfélaginu í dag.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband