Nú er komin upp ein bilunin enn í Grímseyjarferjunni og hún er komin til Akureyrar til viðgerðar og breytingar.
Er ekki bara nóg komið verða ekki einhverjir að bera ábyrgð ?
Ég vil meina að það eigi að rjúfa friðhelgi þeirra þingmanna, sem stóðu að samþykktum fyrir kaupum á þessu skrapatóli sem þetta skip Sæfari er.
Og líka rjúfa friðhelgina af ráðherraanum honum Árna Matt, sem virðist bara skilja eftir sig slóð spillingar hvar sem hann fer. Hann gaf út óútfyllta ávísun vegna viðgerða á ferjunni umfram fjárheimildir Alþingis.
Og líka taka friðhelgi af Forseta Alþingis vegna þessara afglapa sem hann stóð fyrir sem ráðherra Samgöngumála í síðustu ríkistjórn. Hann bar ábyrgð á ráðgjöfunum sem valdir voru hann bar ábyrgð á Vegagerðinni
Allir þessir ráðgjafar sem gáfu sín ráð fyrir tugi miljóna og hafa sennilega ekki einu sinni skoðað ferjuna nema á úreltum teikningum. Drögum þá til ábrygðar líka.
Hvar er nú rökhyggjan og málflutningur þess sem situr í stóli Samgönguráðherra í dag, en hann var iðinn við að láta í sér heyra um þessi mál áður enn hann var gerður að ráðherra.
Ekkert heyrist í dag í þessum manni honum Kristjáni Möller, ekki orð, nú er þetta bara í lagi.
Nú er komið upp á borðið að Samfylkingin er bara tilbúin að taka þátt í þessari spillingu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir.
Það er í lagi núna að skattborgarnir fá bara reikningin.
Skattborgara eins og aldraðir og öryrkjar, þar eru bara hækkaðar álögur á þá t.d í heilbrigðiskerfinu.
Þetta er ekki í lagi Árni Matt,Sturla Böðvars og Kristján Möller eruð þið bara alveg siðblindir eða hvað ?.
Hvar er íslenska réttarkerfið eiginlega ?
Þetta finnst mér.
Athugasemdir
Sæll Einar.
Þakka þér .itt innlegg.
Þetta heitir víst á þingmannamáli stóladýrkun.
Guðmundur Óli Scheving, 15.1.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.