23.1.2008 | 08:59
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson laug að Ólafi F. Magnússyni og Ólafur F. Magnússon laug að Margréti Sverrisdóttur !
Lygar og ósvífni er það sem einkennir Borgarfulltrúa Reykvíkinga í dag. Engum er treystandi.
Það er alveg ótrúlegt að sjá Borgarstjórnarhóp Sjálfstæðismanna, þau Hönnu Birnu, Gísla Marteinn, Júlíus Vífill, Jórunni Ósk og Þorbjörgu Helgu þau eru hnípin og segja ekki orð yfir þessum óvænta sigri.
Brosa ekki einu sinni, það segir ansi mikið finnst mér. Er eins og þau séu öll með skeifu.
Og þeim hefur verið bannað að tala um þessa Borgarstjórnarmyndun.
Trúlega vita þau ekkert um þetta. Enda passað upp á það vegna möguleika á SMS sendingum frá þeim, meðan á plottinu stóð.
Kjartan Magnússon var gjörningsmaðurinn ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, og það var Kjartan Magnússon sem hafði samband við Svandísi og bauð henni gull og græna skóga og Borgarstjórastólinn.
En Svandís hafði ekki áhuga að vinna með þessu undirförla Sjálfstæðisliði.
Þetta var á sama tíma og var verið að tala við Ólaf F. Magnússon og honum boðið það sama. Og honum var sagt að hann yrði að taka ákvörðun strax um samstarf þar sem viðræður við VG væru á lokastigi.
Á þessum tímapunti hringdi Ólafur F. Magnússson í Svandísi Svavarsdóttur til að athuga hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samband við VG og fékk það staðfest hjá Svandísi Svavarsdóttur.
En trúði því ekki að Svandís Svavarsdóttir, hafði þá afþakkað samstarfið.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon sögðu honum að það væri núna eða ekki.
Þeir samþykktu síðan málefnasamninginn og kröfur Ólafs F. Magnússonar og innsigluðu síðan samninginn.
Þetta er bara þannig að sexmenningarnir sem fóru á bak við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson forðum daga, fengu ekki að vera með fyrr en þetta var í höfn.
Meginstefna Sjálfstæðisflokksins í öllum málum er sveigð til og sumstaðar er henni fórnað til að stefnumál Frjálslyndaflokksins í Reykjavík nái fram að ganga.
Flokki sem ekki náði 10% fylgi í síðustu kosningum í Reykjavík.
Ætla Borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að láta þetta ganga yfir sig og Reykvíkinga ?
Ég bara trúi þessu ekki hvar er nú allur heiðarleikinn sem þessum hópi hefur verið svo tamt að tala um.
Þetta finnst mér.
Töldu Margréti með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umræðan, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég held að amk einn úr hópi sexmenninganna eigi eftir að gera eitthvað kúl einsog að bakka útúr þessu. Þeir einu sem fagna núna eru frjálslyndir sem sjá ekkert athugavert við að aðeins þeirra mál komist á blað (en sem eru þannig séð ekkert bara þeirra mál því allir koma með sömu kosningaloforðin og fr.fa.meirihluti var einmitt að vinna á fullu í ýmsu sem frjálslyndir þykjast núna eiga einkarétt á og ætla að koma í bígerð) þessar aðgerðir Villa lýsa bara því hverskonar álit hann hefur á borgarbúum og hversu valdasjúkur hann er... að láta þá borga fyrir þrjá borgarstjóra og fl er ótrúlegt virðingarleysi en svona er Ísland í dag! flott grein btw
halkatla, 23.1.2008 kl. 09:16
Sæl Anna Karen.
Þakka þér þitt innlegg.
Guðmundur Óli Scheving, 23.1.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.