HBGrandi með miljarða í hagnað notfærir sér niðurskurðinn til uppsagna á starfsfólki !

Maður hefur á tilfinningunni að stjórn HB Granda sé að misnota aðstöðu sína, fyrirtækið hefur yfir að ráða 11 % af aflahemildum og er því mjög stórt fyrirtæki í þessum geira.

En hvers vegna vill HB Grandi ferkar  fara austur á land með framkvæmdir .heldur en byggja betur upp á Akranesi og í Reykajvík. Gæti verið að með því að skrá sig þar eigi þeir möguleika á að komast yfir kvóta af því svæði. Svo hægt sé að loka fleiri fyritækjum í farmtíðinni.

Það er bara fyrirsláttur hjá HB Granda í Reykjavík að ekki sé áhugi Borgaryfirvalda og Faxaflóahafna að félagið fái ekki lóðir eða fyrirgreiðslu í Reykjavík.

Málið var að HB Grandi fór fram á hluti og fyrirgreiðsli með tíma afmörkunum , sem ekki var hægt að ganga að og á bak við óskir HB Granda var hótun um að ef ekki yrði gengið að óskum þeirra, færu þeir burt úr Reykjavík.

Það var á sínum tíma mikil blóðtaka í atvinnumálum á Suðurnesjum þegar HB keypti upp hvert fyrirtækið af öðru í fiskvinnslu og kvótan af suðurnesjum og flutti síðan smátt og smátt upp á Akranes. Og lokaði síðan smátt og smátt fyrirtæjunum á Suðurnesjum. Þetta var þá kölluð viðskipti.

Atvinnu var kippt undan hundruðum manna. Það fannst Akurnesingum allt í lagi þá. En nú er komið að þeim.

Risa fyrirtæki úr Reykjavík sem keypti HB á sínum tíma vill bara leggja HB niður.

Mér þykir vænt um HB ég starfaði á bát sem hét Skírnir AK 16 í mörg ár á loðnu og síld, og skil því vel þau viðbrögð sem Akurnesingar við hafa gagnvart HB. Það er aldrei gott að missa vinnuna.

Hins vegar hvernig er staðið að þessum uppsögnum það er bara forkastanlegt og gott að ASI er komið með málið á sínar herðar.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is HB Grandi og Vinnumálastofnun í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Valdimar.

Þakka þér þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 1.2.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband