Ráðherrann ræðst núna á bændur !!!!

Einar K. Guðfinnsson Landbúnaðar - og Sjávarútvegsráðherra skar á alla þætti fiskvinnslu og gerði fjölda sjómanna atvinnulausa með niðurskurði á kvóta, fyrir skömmu síðan.

Nú er komið að bændum. Nú er á borðinu frumvarp til laga um nýja matvælalöggjöf  ef frumvarpið verður að lögum, verður leyfilegt að flytja hrátt kjöt inn í landið.

“Einar segir þetta frumvarp gjörbreyta íslenskum landbúnaði og hafa mikið að segja fyrir neytendur. Löggjöfin sé neytendavæn sem hafi það markmið að leyfa innflutning á hráu kjöti til landsins. “

Ég  tek undir með Einari K Guðfinnssyni að þetta er tímamótafrumvarp því hefðbundinn landbúnður leggst af.

En hvað með dýrasmitsjúkdóma sem geta falist í hráukjöti. Við höfum verið laus við marga  rosalega sjúkdóma áratugum saman og suma höfum við aldrei fengið.

En nú á að opna fyrir þá lei inni í landð.

Íslenskur hefðbundin landbúnaður á í vök að verjast og þetta frumvarp mun ganga frá honum.

Það verður gaman fyrir Einar K. Guðfinnsson að lesa annál þessa tímabils sem hann var ráðherra og sjá hvaða afrek hann hefur gert íslensku atvinnulífi, með að leggja  niður burðarásir í íslenskum atvinnugreinum í stórum stíl.

Ef þetta frumvarp verður að lögum mun hefðbundinn landbúnaður leggjast af en heildsalar og innflytjendur munu gildna.

Matvælaverð mun lækka meðan frumvarpið er að slípast til og menn að finna hagstæðustu túlkanirnar.

Síðan mun allt hækka og tiltekið að fóður hafi hækkað erlendis, aðföng og launakosnaður, og eldsneytisverð hefur hækkað erlendis, fluttningskostnaður og fl. og fl bara sagan endalausa nema nú verðum við háð erlendri matvælaframleiðslu.

Því bændur hér á Íslandi munu ekki geta keppt við erlenda matvælaauðhringa.

Þetta finnst mér.


mbl.is Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Sigurðsson

Ef innlendur landbúnaður getur ekki staðið á eigin fótum, þá á hann ekkert erindi. Flóknara er það ekki.

Það er frjáls álagning og bændum í sjálfsvald sett hvert þeir selja afurðir sínar og á hvaða verði. Það eina sem þeir þurfa að greiða úr eigin vasa er slátrunin ef þeim svo býður.

Bændur hafa sjálfir skapað sér það umhverfi sem þeir eru nú í - umhverfi bóta, verndar og forsjárhyggju. Ég persónulega tek ofan fyrir þeim sem þorir að brjóta þann draug á bak aftur, enda ótækt að ein eða fleiri atvinnugreinar í landinu séu bókstaflega reknar á ríkisstyrkjum.

Þór Sigurðsson, 5.4.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Þór.

Þakka þér fyrir þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 5.4.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband