14.5.2008 | 20:28
Kjósendur sviknir...einu sinni...einu sinni ...en !!!!
Nú þarf að breyta kosningalögum til Alþingis og Sveitarstjórnarlögum gagnvart frambjóðendum.
Þetta er með öllu óþolandi hvernig sviksemi fólks sem kemst til metorða í pólitík haga sér.
Menn sem kosnir eru til ábyrgðastarfa fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk eru kosnir samkvæmt áherslum flokksins sem mótaðar eru á flokksþingum og alskonar stofnunum og ráðum innan flokkanna.
Þar er listabókstafurinn tákn fyrir þann stjórnmálaflokk sem viðkomandi frambjóðenda er annaðhvort stillt upp af trúnaðarráði flokksins, eða haldið er prófkjör þar sem einstaklingar eru valdir til að vinna fyrir ákveðinn flokk sem hefur listabókstaf, af félögum í flokknum.
Það er aldrei verið að kjósa persónulega kosningu þeð er verið að kjósa fyrir heildina undir ákveðnum listabókstaf. Og sá sem velst í forustusæti fyrir flokkinn hefur varamenn en það þarf að skila minnst 50 manns á framboðlista fyrir hvern listabókstaf.
Síðan þarf stuðningsfólk á bakvið þessar 50 sem eru í framboði og það eru mörghundruð manns.
Því skil ég ekki þessa endalausu vitleysu að maður/kona sem kosin er fyrir x lista getur bara sí svona ákveðið að vinna allt í einu fyrir Y lista .
Þessi sami X listamaður ákveður síðan að gerast Y listamaður og segir sig frá X listanum og fer að vinna fyrir Y listan, en heldur kjörsæti sínu fyrir X listan sem hann vill ekki vinna meira fyrir.
Er það ekki bara siðlaust að segja upp starfi sínu sem Sveitarstjórnarmaður eða Alþingismaður en halda samt áfram að vinna sem slíkur þegar ekkert fylgi er lengur á bakvið manninn/konuna.
Nei það vill ekkert af þessu siðspilta Sveitastjórnarfólki, Borgarfulltrúum eða Alþingismönnum breyta þessu eða setja skýr ákvæði um þessi mál.
Það hefur aðeins örfáum sinnum gerst að menn hafa boðið sig fram í eigin nafni í Bæjar-og Sveitarstjórnar- og Alþingiskosningum.
Ég ætla ekki að telja það upp menn geta bara farið sjálfir og lesið söguna.
Þetta óréttlæti þarf að stöðva, sá sem er kosinn fyrir X getur ekki flutt kosningarsigur sinn yfir á Y þegar honum/henni hentar.
Þetta finnst mér.
Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umræðan, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér, þetta er mjög svo siðlaust, svo ekki sé meira sagt.
Lögum þarf að breyta.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 23:44
Ég skil ekki hvernig fólk sem er kosið inn geti réttlætt það fyrir því fólki sem kaus það inn geti gefið þeim fingurinn og sagt bless og haldið eftir þeim atkvæðum og flutt það með sér á milli flokka, þetta er með öllu óásættanlegt.
Sævar Einarsson, 15.5.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.