Ert þú tilbúin(n) að hjálpa Rakel Ágústsdóttur ????

Í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu 12. maí sl. var var gestur þáttarins Rakel Ágústsdóttir. Saga hennar snertir alla. Skoðaðu þetta núna.

“Rakel Ágústsdóttir er
fædd á Landspítalanum í Reykjavík 11.júní árið 1980. Hún fæddist
alheilbrigð 10 vikum fyrir tímann en fékk heilahimnubólgu þegar hún var
10 daga gömul. Það varð til þess að hún fékk heilalömun CP.
Heilalömun
veldur því að ákveðnar stöðvar heilans virka ekki sem skyldi. Rakel
þarf mikla aðstoð við allar daglegar þarfir, allt það sem við teljum
sjálfsagt eins fara í bað, klæðast, fara í bað og ganga til hvílu. 
 Hún er elst systkina sinna, hún tvær systur og tvo bræður.

Á sínum yngri árum flutti hún mjög oft milli staða, en bjó alltaf við góðar aðstæður
þannig að hún gat farið um allt á hjólastólnum sínum.
 Rakel
fór í leikskóla og grunnskóla. Hún missti mikið úr einu ári í skólanum
í kjölfar skurðaðgerðar sem olli því að hún varð að taka það að nýju.
Rakel kláraði grunnskólann og fór í Menntaskólann við Hamrahlíð en
hætti þar vegna kennaraverkfalls. 

Rakel flutti að heiman árið 2001 í íbúðakjarna í Breiðholti þar sem henni
leið ágætlega enda komin í sér íbúð. Þó íbúðin væri þröng fannst Rakel
gott að standa á eigin fótum. Árið 2007 var henni boðið að flytja í
svipaðan íbúðakjarna í Grafarvogi og hún sér ekki eftir að hafa ákveðið
að slá til með það. Sá kjarni er á góðum stað, þar búa þrjár stelpur
auk hennar. Rakel líður ótrúlega vel á nýja staðnum, er mun
sjálfstæðari en áður. 
 
Hún ber armband með takka sem hún ýtir á þegar hana vantar þjónustu. Eins og skilja má er hún
svolítið einangruð en á sín áhugamál sem hún unir sér vel við. Hún á
rosalega fína tölvu og notar msn mikið til að tala við vini og
kunningja sem margir búa í útlöndum. Tölvan hennar er líka full af
myndum af dönsku konungsfjölskyldunni, einkum af Friðriki krónprins og
fjölskyldu hans.  

Rakel ber miklar tilfinningar til Danmerkur sem byrjaði um árið 1995 þegar
Jóakim, yngri bróðir Friðriks kvæntist Alexöndru. Hún fylgist vel með
og les fréttir af konungsfjölskyldunni og á margar myndir af þeim, upp
á vegg og í tölvunni sinni. Henni finnst þau æðisleg. Jóakim skildi við
Alexöndru og er nú trúlofaður konu að nafni Marie, en þau ætla að gifta
sig 24. maí, sama dag og Eurovision söngvakeppnin fer fram. Það þýðir
að sá dagur verður erfiður fyrir Rakel vegna þess að hún er mikill
aðdáandi söngvakeppninnar. Hana langar bæði að horfa á brúðkaupið og
keppnina, en það kemur í ljós hvort hún velur. 
 
Rakel
er búin að fara sex sinnum til Danmerkur , á hverju ári undanfarin 5
ár. Henni finnst alltaf jafn gott og skemmtilegt að koma þangað. Það er
dýrt fyrir hana að komast til útlanda því hún þarf að borg fyrir sjálfa
sig og einn eða jafnvel tvo starfsmenn sem hún þarf að hafa sér til
halds og trausts. Stundum þarf hún líka að greiða þeim laun. Það þýðir
að hún gæti þurft að borga hátt í hálfa milljón fyrir nokkurra daga
ferð, ef ekki meira, með öllu sem til þarf. 

Hún lifir aðeins á örorkubótum en reyndar er til styrktarsjóður þar sem hún getur sótt um styrk til að borga
aðstoðarfólki sínu en það má ekki gera það ár eftir ár. Þess vegna væri
gaman að fólk gæti látið örlítið fé af hendi rakna til að gera henni
kleift að upplifa draumana sína um heimsóknir til Danmerkur. 
 

Henni líður mjög vel þar sem hún býr núna – er miklu sjálfstæðari en áður.
Það angrar hana svolítið að hafa ekki liðveislu því það er svo margt
sem hana langar að gera, eins og að fara
 á kaffihús eða í Kringluna.Það sem styttir Rakel stundirnar er tölvan hennar, svo er hún með fjöldann allan af dönskum sjónvarpsrásum.  
Rakel
langar að læra meira, jafnvel fara í skóla en að minnsta kosti bæta við
sig dönsku og ensku. Hún veit ekkert frekar en við hvað framtíðin ber í
skauti sér en vonandi verður hún henni hamingjurík.

Reikningurinn hennar er: 515-14-611114 og
kennitalan er: 110680-5629


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband