Hrottar í lögreglubúningum á Akranesi kærðir !!

  Í DV í dag á bls 6-7 er allsvakaleg lýsing á húsbroti lögreglu á Akranesi.

Lögregla réðst inn á heimili Ólafs G. Aðasteinssonar og Mörthu E. Kristínar Lund, við þriðja mann án þess að hafa handtöku- eða húsleitarheimild.

Aðdragandan má rekja til ársins 2006 þegar vini Ólafs var hent út af veitingastað á Akranesi fyrir að hafa farið með bjór inn á staðinn, þeir félagar voru á leiðinni heim þegar  lögregla stöðvaði þá og handtók með miklu harðræði. 

Ólafur hlaut mikla áverka við handtökuna og einig þegar á lögreglustöðina var komið vegna barsmíða og sparka að hálfu lögreglu í hann.

Ólafur hefur verið mög ósáttur við þessar handtökur og hefur ítrekað mótmælt þeim við lögreglu.

Síðan var það í jan 2007 að barið var að dyrum á heimili Ólafs og Mörthu og er þá komin lögregla til að handtaka Ólaf og voru þeir spurðir um heimildir til handtöku sem þeir svöruðu ekki.

En sögðu einhvern lögfræðing hjá ríkissaksónara hafa fyrirskipað það en leyfðu ekki Ólafi að tala við lögfræðinginn.

Aftur var beitt mjög miklu harðræði við handtöku þó Ólafur hefði sagt við þá að hann kæmi með þeim mótþróalaust, þyrfti bara að fá að kæða sig en þá réðust þeir á hann.

Og nú er málið formlega komið til ríkissaksóknara sem hóf þesa ólögmætu aðgerð að því virðist í fljótu bragði.

Ólafur segist ekki treysta ríkissaksóknara til taka raunhæft á málinu. Hver veit ?

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband