Við fáum að sjá vandræðin áfram í Reykjavík !

Hanna Birna Kristjánsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík er óhrædd við að takast á við vandræðin í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Á fundi í morgun í Valhöll hélt hún mjög daufa og klisjukenda ræðu um það sem hún ætlar að gera eða ætlar ekki að gera, því ekkert kom fram í ræðu hennar hvernig sætta eigi sjónarmiðin innan Borgarstjórnarflokksins.

Bara t.d. í síðustu viku skarst í odda með Júlíus Vífil og Gísla Marteini vegna gatnagerðar í Geirsgötu.

Hanna Birna virðist ekki átta sig á því og bara enginn Sjálfstæðismaður í Reykjavík  að meðan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í borgarstjórnarflokknum er verið að hygla honum fyrir þann skandala sem hann er búinn að vinna flokknum.

Reykvíkingar vilja ekki hafa Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í Borgarstjórnarflokknum.

Þannig að hún kemur ekki til með að snúa einu eða neinu við í fylgi við flokkinn í Reykjavík.

Nokkrir Borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna létu ekki einu sinni sjá sig á þessum klisjufundi Hönnu Birnu í Valhöll í dag.

Það segir nú ýmislegt um sátt milli þesara Borgafulltrúa.

Þetta finnst mér.


mbl.is Vörn verður snúið í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannarlega væri þörf á að allar væntingar um ný og skilvirk vinnubrögð fengju að rætast. En eins og þú réttilega bendir á hefur blindskerjum ekki fækkað á siglingunni þó nýr leiðtogi standi við stýrið.

Yfirstjórn skútunnar verður enn um sinn í höndum þess sem leiknastur hefur verið í að stökkva milli skipa og engin trygging fyrir því að hann skipi þessa áhöfn allan veiðitúrinn ef honum líkar ekki fæðið. 

Sjálfstæðisflokkurinn er samheldinn ef hann þarf að komast yfir eignir til að afhenda þeim sem hann nærist á. En fáir flokkar eru sundraðri þegar barist er um völd. 

Árni Gunnarsson, 14.6.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Árni.

Þakka þér þitt innlegg

Guðmundur Óli Scheving, 14.6.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 84371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband