Í helgarblaði DV. er sagt frá vaxandi vandamáli sem af unglingum stafar. En tilkynningum til Barnaverndarstofu hefur fjölgað um tæp 70 % á undanförnum fimm árum.
Og er rætt við Braga Guðmundsson forstjóra Barnaverndarstofu.
Skýringu á þessu má meðal annars finna í því að fólk er meðvitarða um þetta en áður og mikil umræða um þesi mál hefur hjálpað til við að beina kastljósinu að þessum málum.
Vandamálið má sennilega rekja til klámefnis á netinu sem þessir unglingar leita í og fá því oftast brenglaða mynd af kynlífi.
En þriðjungur gerenda í kynferðibrotamálum gegn börnum eru sjálfir ólögráða og því börn í lagalegum skilningi.
Þarna er nú eitthvað meira en lítið að. Samfélagsgerðin er að breytast.
Þetta finnst mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.